8.7.2008 | 22:12
Ýmislegt
Fór á sjó í gær, en vegna þess hversu mikið er af síli í kringum eyjar, þá fór ég 20 mílur í austur og niður á 70 faðma dýpi og náði í ca. 1700 kg af blönduðum fiski.
Goslokahátíðin var alveg frábær og verður erfitt að toppa hana í framtíðinni, ég og mitt fólk vorum í Blíðukró á laugardagskvöldið og fengum þar góða gesti, Grétar Mar og Guðrún María, og áttum þar ánægjulega stund og svei mér þá, ef það er ekki bara kominn smá hjónasvipur með þeim tveimur. Ef það er eitthvað sem hægt er að setja út á þetta, þá er það kannski helst það, að mér sýnist Skvísusundið vera orðið of lítið fyrir þessa hátíð, enda mannfjöldinn sem mætti gríðarlegur, en stemmningin var góð.
Ég fór á leik ÍBV á laugardag, þar sem við náðum að merja enn einn sigurinn, á fimmtudaginn hinsvegar mætum við liðinu í öðru sæti, Selfossi, og ætla ég að skora á alla eyjamenn að mæta því að þetta verður svo sannarlega einn af úrslitaleikjum sumarsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg og takk fyrir síðast.
Þetta var alveg frábært og að sjá Eyjamenn fagna goslokum í verbúðunum er snilld.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2008 kl. 01:41
Þið rúllið þessu upp.
Þó knattspyrnan hafi gengið upp og niður í Eyjum hefur Hásteinsvöllur reynst öllum íslenskum liðum afar erfiður.
Ég hitti þig á Hásteinsvelli næsta sumar.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.