8.7.2008 | 22:17
Lundinn
Lundaveiðitíminn hefst á fimmtudaginn og í dag skrifuðum við sem skipum stjórn Lundaveiðifélags Heimaeyjar, undir samning um nytjarétt á öllum fjöllum á Heimaey, nema Sæfelli, Ystakletti og Stórhöfða. Enn er hægt að ganga í félagið og er eina skilyrðið að menn hafi veiðileyfi og greiði í félagið. Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband sem fyrst, enda eins og kemur fram, þá er veiðitíminn að hefjast í þessari viku.
Stjórn Veiðifélags Heimaey skipa:
Formaður, Eyþór Harðarson
Varaformaður, Georg Arnarson
Gjaldkeri, Erlingur Einarsson og
Ritari, Hilmar Kristjánsson
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður gaman að fylgjast með veiðinni.
Sigurjón Þórðarson, 10.7.2008 kl. 09:32
Til hamingju með nýstofnað veiðfélag, nafnið ekki amalegt. Tek undir með Sigurjóni; það verður gaman að fylgjast með veiðinni.
Reikna menn með lunda á boðstólnum á þjóðhátíð þetta árið??
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:21
Til hamingju með félagið Georg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2008 kl. 01:42
Flott hjá ykkur, sjófugl er hollur herramannsmatur. Er ekki lundastofninn í mikilli lægð núna?
Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 14:57
Sæl verið þið öll , og að gefnu tilefni þá er mikið af lunda við eyjar og sem dæmi um það þá er ég nú þegar búinn að veiða liðlega 500 lunda síðan í fyrradag . kv .
Georg Eiður Arnarson, 12.7.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.