12.7.2008 | 22:21
Samgönguráðherra......
...........segir í viðtali að eini óvissuþátturinn með Bakkafjöru, sé smíði ferjunnar. Þó að ég sé hættur að skrifa um Bakkafjöru, þá rak mig í rogastans við að sjá þetta viðtal og smá frá mér til upprifjunar.
Gísli Viggósson frá Siglingamálastofnun, sagði m.a. að ef sjólag og veðurfar yrði hagstætt við byggingu Landeyjarhafnar, þá ætti byggingin að ganga vel, en að sjálfsögðu eru margir óvissuþættir (þetta er að sjálfsögðu ekki haft orðrétt eftir, en samt nokkurn veginn). Landgræðslustjóri bætti um betur og sagði að ef tækist að gera varnargarða meðfram fjörunni og ef tækist að gera varnargarð með ánni, og ef það tækist að ræsa út vatnið sem safnast fyrir ofan fjöruna (mér skilst að eigi að setja brú þar núna) og ef það fáist bara nógu miklir peningar til verksins, þá muni örugglega einhvern tímann takast að græða upp Bakkafjöru svæðið.
Ég velti þessu upp vegna þess að mér finnst að í viðtalinu við Samgönguráðherra, það koma svo skýrt og greinilega fram að hann hafi ekki kynnt sér málið nægilega. En eflaust er til einhver skýring á því.
En vonandi stefnir ekki í nýtt Grímseyjarklúður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú því miður Georg, það stefnir í miklu stærra "klúður" og samgöngumál ykkar í Eyjum verða heldur betur fyrir barðinu á þessu væntanlega "klúðri".
Jóhann Elíasson, 16.7.2008 kl. 17:59
EF þetta verður klúður er samgönguráðherra ekki í góðum málum geri ég ráð fyrir miðað við Grímseyjarævintýrið. Hann hafði nú einhver orð um það mál á sínum tíma. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.7.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.