15.7.2008 | 12:31
Frekar neikvætt............
............að horfa á fréttirnar að undanförnu, sem ganga að mestu út á ónýta krónu, hækkandi verðbólgu, fjölda uppsagnir og fleiri slíkar hörmungar.
Á sama tíma eru forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar bara nokkuð bjartsýnir á framhaldið og tala jafnvel um mikinn uppgang í eyjum. Þetta er í sjálfu sér bara hið besta mál, en er þetta alveg rétt? Við sjáum það að fyrirtæki sem keypt hefur mikið af fasteignum í eyjum, hefur lítið eða ekkert sést hér að undanförnu og eitthvað virðist vera lítið um framkvæmdir við þessar fasteignir, bæði þær sem átti að gera upp og/eða rífa, einnig hefur sama fyrirtæki sótt um fjöldann allan af lóðum í Vestmannaeyjum, einnig þar er ekkert að gerast. Og til að bæta svörtu ofan á grátt, þá var ég að frétta það, að Vinnslustöðin hefði sagt upp samningi við löndunargengið í eyjum, frá og með næstu áramótum og ætla sér að sjá sjálfir um sínar landanir, sem þýðir að öllum líkindum það, að einhverjir í löndunargenginu muni hugsanlega missa vinnuna.
Ekki er þetta allt samt svona svart, því að á Eiðinu er nú risin glæsileg verksmiðja, þar sem ætlunin er að tappa á vatni til útflutnings og munu nokkur störf skapast þar. Vonandi gengur það allt saman að óskum, ég tók hins vegar eftir því að í nokkrum viðtölum sem hafa verið í útvarpinu undanfarnar vikur við bæjarráðsmenn í hinum og þessum bæjarfélögum, að þó nokkrir hafa nefnt það að það sé verið að kanna með átöppunarverksmiðju fyrir vatn til útflutnings og það rifjaðist upp fyrir mér, hvernig við Íslendingar höfum allt of oft farið af stað af miklum krafti út um allt land til að gera sama hlutinn, sem oft á tíðum hefur þýtt það að dæmið hefur sprungið framan i okkur, nægir þar að nefna sem dæmi loðdýraeldi, laxeldi o.s.frv. En að sjálfsögðu vona ég svo sannarlega, að vatnið okkar verði okkar olíulind.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg.
Helduru að megi þakka uppgangi í lundastofninum mun minni loðnuveiðum þetta árið og síðasta ?
Níels A. Ársælsson., 15.7.2008 kl. 12:54
Sæll Níels , nei Loðnan er ekki hluti af fæðu Lundans við eyjar , en stór hluti fæðu Lundans fyrir norður og austurlandi ( eða svo er mér sagt ). kv .
Georg Eiður Arnarson, 15.7.2008 kl. 15:17
Sæll Georg.
Ég segi alveg sama og þú að sporin hræða hvað varðar það að hoppa á sama hlutinn hér og þar í þessu tilviki er það vatnið.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.