24.8.2008 | 20:11
Nokkrar myndir
Fyrsta sem ég sá þegar ég kíkti niður í Kervíkurfjallið í gærkvöldi voru nokkrir lundar.
Og þegar ég gekk aðeins lengra blasti við töluvert mikið af lunda í byggðinni
Svavar Þór og Sunna Mjöll komu með í ferðina
Útsýnið var fagurt og ef myndavélin væri betri, þá sæist töluvert að súlu vera að stinga sér á víkinni, svo eitthvað af æti er þarna greinilega.
Við komum svo við á berjamó eyjamanna vestur á hrauni, þar er yfirleitt nóg af krækiberjum.
Fyrir mánuði síðan rakst ég á þessa lundapysju uppi á Heimakletti og stóð hún þá varla úr hnefa. Þar sem hún var tekin inn á heimilið, þá þurfti hún að sjálfsögðu að fá nafn, valið stóð á milli Elli bæjarstjóri eða Gulli forseti, en þar sem ég tók fljótlega eftir því, að pysjan var oft að taka allt of mikið upp í sig þá varð nafnið Elli bæjarstjóri ofaná. Pysjan er núna komin niður í Blíðukró, enda hélt ég á tímabili að hún væri hreinlega að drepast. Ég hafði hinsvegar verið varaður við því, að þegar hún tæki vængina þá gengi mikið á og í vikunni sem vængirnir gengu út át hún nánast ekki neitt, en er nú aðeins að hressast, sérstaklega eftir að ég kom í hana bæði lýsi og vítamíni. En miðað við stöðuna á pysjunni, þá eru ennþá 2-3 vikur að minnsta kosti, í það að það verði hægt að sleppa henni.
Sjáið gleypiganginn
Ég hef fengið nokkra svona fiska að undanförnu (stóri bramafiskur). Þetta er greinilega ránfiskur sem ættaður er úr Kyrrahafinu og sýnir best hversu gríðarlegar breytingar eru að verða í hafinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fallegar myndir úr fallegri náttúru.
Guðjón H Finnbogason, 24.8.2008 kl. 20:16
Æðislegar myndir...en sá þó ekki mikið útúr þessum fyrstu
Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 21:20
Frábærrt myndefni og myndirnar eftir því. Vonandi tekst ykkur að koma pysjunni litlu til heilsu, hún virkar hálfræfilssleg, belssunin. Skemmtilegt væri ef þú gæti merkt hana og fylgst með henni síðar meir, ætti að rata til heimkynna sinna (Blíðukró)
Hvers konar fiskur er þetta sem þú ert að veiða þarna? Er algjörlega úti að aka í þeim efnum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:18
Sæll Georg.
Gaman að sjá myndirnar.
Já merkilegt að sjá fiskinn sem þú ert með.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.8.2008 kl. 23:49
Þessi fiskur er ekki líkur ýsunni :)
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.8.2008 kl. 08:54
Gaman að myndunum þínum, eins og alltaf. Vonandi drepst ekki hann Elli í höndunum á þér...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.