Myndir af lundaballi

Lundaslútt 005

Það var ekki margmenni en góðmennt

Lundaslútt 006

Kommander Árni töfraði fram dýrindis rétti, m.a. í forrétt, lundalifur, gæsakæfu, hval í sinnepssósu, reyktan svartfugl og ýmislegt fleira. Í aðalrétt grilluðum við okkur rauðsvínlegin læri og með þessu og á eftir var dreypt á margvíslegum mjöðum, svo hraustlega að sumir urðu að fá fylgd heim.

Lundaslútt 014

Á tímabili fylltist allt af fjölmiðlafólki og voru sumir gripnir við að laumast í hlaðborðið, en það breytti ekki því að það var allt étið upp til agna.

Lundaslútt 020

Eyþór Harðar fór hamförum á trommusettinu, en enginn þekkti lagið.

Lundaslútt 024

Leynigesturinn (Róbert) fór mikinn í skemmtiatriðunum, sagði m.a. sögur af kvennafari hjá sjálfum sér og tók svo lagið við mikil fagnaðarlæti, en hefur ekki fundist síðan á skemmtuninni.

Afmæli 002

Þessi var tekin í róðri nýlega hjá mér og sýnir græðgina í löngunni vel, þar sem afkvæmið stendur út úr henni.

Afmæli 007

Hún getur verið mjög stór langan, eins og t.d. þessi og sú stutta á heimilinu til samanburðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Glæsileg uppákoma! Svona á þetta að vera

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flottar myndir Georg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.10.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Skemmtilegar myndir.

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri félagi!Flottar myndir   en svo daginn eftir

Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 2.10.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband