Í vikulokin

Þetta er búin að vera annasöm vika hjá mér, enda róið 3 síðan á laugardagskvöldið og fiskiríið verið mjög gott, eða rúmlega 6 tonn, mest ýsa sem er mjög hagkvæmt vegna kvótaniðurskurðar í þorski. Einnig fékk ég svolítið af skötu í þessum róðrum, sem hefur verið mikil búbót, enda verðið á henni gott og hún er auk þess utan kvóta, allavega ennþá.

Það gengur mikið á í fjármálaheiminum og við í Vestmannaeyjum höfum ekki farið varhluta af því, enda er fall gengisins afar slæmt fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, sem skulda nánast undantekningalaust í erlendum gjaldmiðlum og sem dæmi að mínu útgerðarláni, þá er það með gjalddaga 15. hvers mánaðar og er greiðslan síðan fyrir ári síðan og svo greiðslan síðan í þessari viku, hækkunin er nákvæmlega 100%, en eins og ég segi alltaf, meðan ég get róið og fiskað, þá gengur það. Haldi þetta hinsvegar áfram að versna, þá veit maður aldrei, hvernig þetta endar hjá manni.

Það er líka svolítið merkilegt að fylgjast með bæjarstjóranum okkar og öðrum bæjarstjórnarmönnum vera með stöðugar yfirlýsingar um góða stöðu bæjarsjóðs Vestmannaeyja og er það að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Gaman væri hins vegar að vita, hvar hitaveitupeningarnir okkar eru (3,6 milljarðar, ef ég man rétt), hvaða vextir eru á þeim fjármunum og hversu mikið hefur verið tekið af þeim eða vöxtunum og þá í hvað? Gaman væri að frétta af því.

Það er mikið að gerast á mínu heimili á morgun, vonandi slepp ég við að fara í sjóstöngina, en mér finnst nú alltaf erfitt að segja nei, þegar til mín er leitað, en málið er það, að kl. 17 á morgun ætlar fyrirvinnan á heimilinu? (frúin) að draga karlinn upp í Landakirkju og mér hefur verið tilkynnt, að ég eiga að segja tvisvar já og ekkert múður með það. Síðan verður mér ekið niður á Staðarhól, ég settur út í garð með keðjur og stóru akkeri sem hefur verið sett þar og mér bannað að yfirgefa svæðið, eða þannig. Það er verst að það gæti verið sjóveður aðra nótt, svo það gæti orðið einmannalegt hjá frúnni, en það er nú einu sinni svo, að sjórinn er harður húsbóndi.  Meira seinna .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér líst vel á frúnna, skelegg og ákveðin. Held að ég skilji skilaboðin rétt og óska ykkur alls hins besta.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Húrra !    Aldrei séð skemmtilegri lýsingu nokkurn tímann, kærar kveðjur til Eyja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gangi þér vel félagi. Segðu mér verkarðu Skötuna sjálfur eða fer hún á markað.Faðir minn keypti mikið af verkaðri Skötu hér áður fyrr og hún var alltaf mjög góð.

Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég grúska mikið í ættfræði og þegar um Vestmannaeyjinga er að ræða þá fer ég í Íslendingabók og slæ þeim upp til að athuga hvort um skyldleika er að ræða.Er þetta þitt fólk?

 Helga Eyjólfsdóttir   
   3. mars 1801 - 3. maí 1829  
Jón Tómasson 1825 - 1895
Hólmfríður Jónsdóttir 1879 - 1965
Júlíus Sigurðsson1912 - 1974
Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir 1947
Georg Eiður Arnarson1964
Björn Einarsson 1828 - 1884
Ingibjörg Björnsdóttir 1867 - 1945
Finnbogi Rósinkrans Sigurðsson 1907 - 1969
Guðjón Hjörleifur Finnbogason 1947

Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Guðjón , já þetta er ættin mín og Skatan fer á markað í eyjum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 19.10.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Frændi þinn Kristinn Sigurðsson fyrrverandi Slökkvuliðsstjóri var giftur Bjarney Guðjónsdóttur sem var móðursystir mín.

Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband