Knattspyrnuhús og fleira

Mikið að gerast í eyjum þessa dagana og sé ég inni á eyjamiðlunum, að það er búið að opna tilboð í byggingu knattspyrnuhúss og ég sé að í tilboði frá Steina og Olla er gert ráð fyrir því að byggt yrði hús, sem mögulega væri hægt að stækka í framtíðnin og tek ég hér með undir áskoranir um að því tilboði verði tekið.

Fór á sjó í gær með 12 bjóð og fékk ca. 1600 kg. Það vakti athygli mína, að þar sem ég hafði fiskað hvað mest í október hérna innan við Flúðir og í Álnum (norðan við eyjar), fékkst nánast ekki neitt og ótrúlegt hvað fiskurinn virtist gjörsamlega hafa horfið á svæðinu. Mér var hinsvegar bent á skýringuna þegar ég kom í land. Í kringum síðustu helgi komu nokkrir aðkomu snurvoðabátar og fóru að kasta hérna innan við Flúðir og inn í Ál og eru hreinlega búnir að ryksuga allt svæðið upp, og það dapurlegasta af þessu er, að nánast ekki neitt af þessum fiski kemur hér í land.

Flestir tóku eftir því í sjónvarpinu um daginn, þegar upplýst var að sennilega hefði verið nokkur neðansjávar eldgos á sama tíma og eldgosið var á Heimaey 1973 og m.a. var bent á hraunmyndanir á hafsbotni, sem ekki var vitað um, en það skal tekið fram, að margir smábátasjómenn hafa þekkt þessa staði í mörg ár og í raun og veru er gríðarlega mikið af hraunbleyðum allt í kringum eyjarnar, sem hvergi eru á kortum. Kannski má líka segja sem svo, að þegar maður horfir á samgöngumál okkar, sem núna eru i uppnámi (það væri nú munur, ef við værum komin með stærri og gangmeiri Herjólf eins og sum framboð settu á oddinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006), að þessar hraunmyndanir út um allt gefi kannski þeim sem mest spenntir eru fyrir göngum grein fyrir því, hversu hæpinn sá möguleiki er, þótt vissulega göng væri besta samgöngubótin, en miðað við fjármálakreppuna þá geta menn víst gleymt öllum göngum milli lands og eyja, allavega á þessari öld, sýnist mér.

Það er hálf ótrúleg, sú breyting sem orðið hefur skyndilega með kreppunni gagnvart t.d. sjómönnum. Skyndilega er nóg af vönum sjómönnum og nánast slegist um hvert einasta pláss og veit ég t.d. um nokkra þaul vana sjómenn sem hafa fyrst og fremst stundað lausa róðra, en fá núna hvergi pláss. Ágætur vinur minn orðaði þetta þannig við mig í síðustu viku, að nú kannski fer fólk aftur að horfa með virðingu á þá sem lykta af slori.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Goggi ég sit heima með nía fartölvu ofsa gripur,þú færð firstu færsluna úr henni.Það er ekki kreppan hjá honum Valda kv

þorvaldur Hermannsson, 12.11.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er gott að heyra að það sé kraftur í Eyjamönnum.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband