29.12.2008 | 22:58
Í tilefni af áramótunum ætla ég að bjóða upp á gestabloggara
Árið sem nú kveður hefur verið mjög rysjótt þegar á heildina er litið fyrir alla landsmenn. Mörg heimili sjá fram á gjaldþrot, þar sem eignir vinnandi fólks brenna upp í óðaverðbólgu og gjaldmiðils, sem virðist hafa lent í gini ljónsins, sem enga ábyrgð tekur á sínum gjörðum og heldur áfram að éta af beinunum. Árið framundan verður mjög erfitt hjá mjög mörgum, því ekkert var hugað að áætlun B. Aðgerðir stjórnvalda fumkenndar og hálfgerður bútasaumur. Ráðalaus, huglaus skipshöfn hefur aldrei fiskað.
Því miður er nú komið í ljós að áætlun B. er ekki til staðar og ekkert að henni hugað í samgöngumálum okkar eyjabúa. Eyjamenn eru nú uggandi um bættar samgöngur sem mikið hafa verið í umræðunni á sl. ári.
Ég var að lesa hugleiðingu sýslumanns Eyjanna, Karl Gauta og tek undir margt sem þar kemur fram, en mátti ekki sjá þetta fyrir, Karl? Það er ekki framtíðarsýn að öll eggin séu sett í sömu körfu. Þeir sem nú telja samgöngumál Eyjanna komin á byrjunarreit, hefðu átt að taka undir með okkur sem töldum og teljum enn, að áherslan á nýrra og hraðskreiðara skip ætti að skipa fyrsta sætið, hvað svo sem Bakkafjöruævintýrinu líði.. Núverandi og fyrrverandi bæjarstjórn Ve. fá ekki háa einkunn fyrir sauðsgang og andvaraleysi í þessu stóra - hagsmunamáli Eyjanna. Ekkert gengur né rekur í atvinnumálum okkar heldur.
Þessi orð voru viðhöfð:
"Þess vegna var sú ákvörðun tekin af Ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að ver að ráðist verð í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtíma áætlunum Ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút, sem komin var á viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu 3 árin. Og þess vegna er það lífs nauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að 3 árum liðnum, en til þess að svo verði, verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.
Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfalda búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margs ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er megin niðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök."
(Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagsspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson, sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó)
Hvað er að frétta frá þeim aðila sem þetta skrifaði? Hann er aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Ég óska ykkur öllum festu og bjartsýni, sem árið 2009 býður okkur upp á, ef við svo framarlega komum okkur upp úr gömlum hjólförum. Treystum á okkur sjálf, og verum óhrædd við að hafa skoðanir. Eigið gott ár framundan.
Hanna Birna Jóhannsdóttir
Varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já takk fyrir þetta, kær kveðja til þín Hanna Birna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.12.2008 kl. 00:16
Því miður virðast "ennþá" vera einhverjir harðir stuðningsmenn Bakkafjöruklúðursins til staðar, þó svo að það sé að renna upp fyrir flestum að ekkert verði af framkvæmdum þarna eða í það minnsta seinki þeim all verulega. En það versta er það stendur ekki til að endurnýja Herjólf og það sem ég óttast mest er að heilsársbyggð í Vestmannaeyjum geti lagst af, vegna sofandaháttar sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.
Jóhann Elíasson, 30.12.2008 kl. 05:01
Ekki veit ég hvort ég á að heilsa Georg eða Hönnu Birnu, en hvað um það, Jóhann ertu ekki svolítið svartsýnn í lok árs.
Kær kveðja frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 00:50
Helgi, ég vona ykkar vegna að ég sé svartsýnn Vestmannaeyingum vil ég það besta, þar á ég marga góða vini og góða bloggvini sem ég hef því miður ekki hitt vil ég nota tækifærið og óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir árið sem er að líða.
Jóhann Elíasson, 31.12.2008 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.