16.2.2009 | 22:26
Loðna, síld og samgöngupólitík
Lífið í Eyjum þessa dagana snýst um loðnuna, enda fara nú í hönd dýrmætustu dagar ársins í loðnunni, enda fer hrognatakan að byrja og mjög ánægjulegt að sjá Grétar Mar Jónsson, þingmann Frjálslynda flokksins, reyna að kreista eitthvað svar út úr núverandi sjávarútvegsráðherra varðandi framhald á veiðunum. Ég tek líka eftir því að blogg vinur minn, Helgi Þór Gunnarsson er að skrifa gegn loðnuveiðum og færir fyrir því ágætis rök í sjálfu sér. Mín skoðun er hins vegar sú, að eins og við vitum eftir ára og átatuga reynslu þá hefur t.d. alltaf komið ný ganga að vestan og mig minnir meira að segja, að bæði í fyrra og þar áður hafi það gerst og loðnu kvótinn verið aukinn um miðjan mars, sem er í sjálfu sér allt of seint og tel ég að nær væri að gefa sér það, að það komi ganga að vestan og veiða á meðan verðmætið er mest. Ég fór á sjó í fyrradag og ætlaði djúpt suður fyrir eyjar, vegna þess að loðnan var komin norðan við Eyjar, en vegna veðurs varð ég að snúa við og ákvað að taka sénsinn og leggja norðan við eyjar. Fiskiríið var ágætt og kom mér verulega á óvart, eða c.a. 1300 kg á 10 bjóð, sem er kannski sterkasta vísbendingin um að ekki sé mikil loðna á ferðinni þarna í fyrstu gusunni. Daginn eftir hitt ég hins vegar menn sem fóru á skytterí suður fyrir eyjar og mældu að sögn einnar mílu loðnu torfu suður í sundum. Ég held að stærsta vandamálið með loðnuna sé fyrst og fremst það, að of margir eru að sækjast eftir henni og nokkuð augljóst, að mínu mati, að ef við ætlum að veiða loðnu í einhverjum mæli á næstu árum, þá þarf nú þegar að hefja stórfelldar hvalveiðar og auka verulega aflaheimildir í þorski. Að öðrum kosti er nokkuð augljóst, að loðnuveiðar munu að öllum líkindum leggjast af um styttri eða lengri tíma.
Síldin í höfninni er byrjuð að hverfa og má sjá dauða síld á hafsbotninum á há fjöru út um alla höfn. Sjálfur fór ég með síldarnet út að Klettsvík í síðustu viku, dró það daglega, en veiðin var frekar léleg. Byrjaði í ca. hálfri körfu og í dag þegar ég tók upp netið í síðasta skipti voru aðeins 11 síldar í netinu. Það er mikið líf í höfninni þegar Herjólfur er að leggja að bryggju og alveg greinilegt að hann rótar mikið upp dauðri síld af hafsbotninum, sem aftur býður upp á mikla veislu fyrir fuglinn. Súlan er hins vegar horfin, enda tekur hún fyrst og fremst lifandi æti.
Pólitíkin er komin á fleyi ferð og ég á von á því að listi FF muni liggja fyrir í vikunni. Það vakti athygli mína, skrif Gríms Gíslasonar, sem enn einu sinni er að gera sér vonir um stuðning innan Sjálfstæðis flokksins og er að verða svona einhvers konar eilífðar kandídat hjá íhaldinu. Grímur fjallar um Herjólf og Bakkafjöru í vikunni, og er greinilega að reyna að fá eyjamenn til að trúa því, að hægt verði að nota núverandi Herjólf í Bakkafjöru, sem sýnir glöggt hversu ótrúlega tilveru firrtir íhaldsmenn í eyjum eru í dag og langar mig að svara þessu með orðum Gísla Viggóssonar:" Það verður ekki hægt að nota núverandi Herjólf í Bakkafjöru." Samgönguráðherra lét líka sjá sig í Eyjum og lofaði því, að ferðum með Herjólfi yrði ekki fækkað. Þetta minnir mig svolítið á fyrrverandi Samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, sem samþykkti kröfu Eyjamanna um tvær ferðir á dag, en hækkaði um leið gjaldið með skipinu töluvert. Núverandi samgönguráðherra toppar það þó með því að boða ekki niðurskurð í ferðum, en hækkar líka gjaldið. Reyndar skilst mér að þeir Eimskipsmenn vilji nú helst losna við þetta bákn, enda að sögn mikið tap á rekstrinum. Mín skoðun er hins vegar óbreytt, en svona til gamans velti ég því upp enn einu sinni. Að öllum líkindum hefðum við þurft aðeins einn fimmta af því fjármagni, sem mun fara í þessa Bakkafjöru, til þess að fá stærri og gangmeiri Herjólf á siglingarleiðinni Vestmannaeyjar/Þorlákshöfn. Fyrir utan það, að margt bendir til þess að endanlegur kostnaður við Bakkafjöru og ferju muni að öllum líkindum verða, eftir því sem mér er sagt, eftir nokkur ár kominn upp í sambærilega upphæð og það myndi kosta að gera göng á milli lands og Eyja.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
Athugasemdir
"Mín skoðun er hins vegar sú, að eins og við vitum eftir ára og átatuga reynslu þá hefur t.d. alltaf komið ný ganga að vestan og mig minnir meira að segja, að bæði í fyrra og þar áður hafi það gerst og loðnu kvótinn verið aukinn um miðjan mars, sem er í sjálfu sér allt of seint og tel ég að nær væri að gefa sér það, að það komi ganga að vestan og veiða á meðan verðmætið er mest" ------> Finnst þér ábyrgt að tala svona? Ég veit um tegund af ferskvatnshöfrungum sem kínverjar voru að útrýma vegna þess að þeir menga svo mikið. Er þá ekki nær "að gefa sér það" að þeir hafi allir flutt sig í annað fljót við hliðina og þess vegna sé í lagi fyrir þá að halda áfram að menga?? Sorry Georg minn mér finnst að við eigum ekki að gefa okkur neitt í þessum efnum. Ég vil svo sannarlega að við veiðum loðnu, en ekki á kostnað komandi kynslóða......
Beggi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:50
Sæll Beggi , þannig að þú vilt frekar veiða loðnuna þegar hún er orðinn nánast verðlaus og aðeins nothæf í bræðslu ?
Mín skoðun er sú að við eigum að nýta okkur reynsluna og aðeins veiða á meðan verðmætið er mest , ég fullyrði það að 30 til 50,000 tonn munu ekki skaða stofninn frekar en þegar er orðið . kv .
Georg Eiður Arnarson, 18.2.2009 kl. 15:17
Tek undir hugleiðingu þína um Herjólfs/Bakkafjöruklúðrið, sem er í boði íhaldsins þarna. Og enn kemur Grímur karlinn uppúr hattinum, hann verður orðinn gamall þegar hann gefst upp...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.