Heimilin,fyrirtækin og skuldirnar
Alveg virðist með endemum hvað þessi 20% skurður á skuldir allra landsmanna ætlar að verða langlífur. Hver mannvitsbrekkan á fætur annari hoppar hæð sína í loft upp af gleði yfir þessari lausn á vandamálunum sem blasa við í þjóðfélaginu. Hvernig getur það verið? Hugsar fólk bara ekkert lengra, eða erum við orðin vön því að láta mata okkur af hverri víðáttuvitleysunni á eftir annari og setjum bara ekki spurningamerki við neitt?
Svona lausn getur bara ekki gengið upp og sýnir mest veruleikafirru þeirra sem setja hana fram. Enn og aftur verður manni ljóst að það virðast vera 2 þjóðfélög í gangi hérna, annað þar sem allt er bara alveg í lagi og hitt þar sem er kreppa sem þarf að vinna á á réttan hátt.
Þess vegna gladdi það mig að sjá Guðjón Arnar í Kastljósi í gær, hugmynd sú er hann setti fram þarna er ein af ástæðunum fyrir því að ég gat gengið í þennan flokk. Það segir sig sjálft að í því ástandi sem nú gegngur yfir þjóðfélagið verðum við að kaupa okkur tíma til að koma raunhæfum lausnum í gang, við gerum það ekki nema frysta vísitöluna á einhverju x stað í einhvern x langan tíma. Þá er hægt að fara að vinna í afnámi verðtryggingar o.s.fr. Við getum ekki bara látið heimilin og fyrirtækin í landinu bíða og bíða á meðan verið er að finna lausnir og vona bara að þau lifi af fjárhagslega.
Annað er líka að þó svo að við færum í einhverjar ESB aðildarviðræður þá er Evru upptaka eitthvað sem mun taka nokkur ár þannig að sú uppbygging sem við förum í næstu árin mun miðast við íslenska krónu. Reyndar sá ég í fréttum í gær að hin virta Frú Merkel kanslari Þýskalands er að leggja til að Króatía fái inngöngu núna og svo verði sett stopp fyrir aðildaviðræður nýrra ríkja. Hvað gerum við þá?
Við erum í þeirri stöðu að við munum þurfa að fara í uppbyggingu hér innanlands með okkar eigin gjaldmiðil á okkar eigin forsendum. Sem þýðir það að við ráðum sjálf og höfum val um það hverskonar þjóðfélag við viljum sjá rísa hér úr rústunum. En upp úr stendur að við verðum að byggja okkur upp á þann hátt við við séum sjálfbær og óháð öðrum. Við þurfum að gera heimilinum í landinu kleift að fara ekki í gjaldþrot nema að litlum hluta. Við þurfum að byggja upp fyrirtæki og atvinnu í sem flestum geirum. Og við verðum að gera okkur grein fyrir að þetta kemur ekki ókeypis, alveg sama hvaða aðgerðir verður farið í núna mun það kosta okkur eitthvað, spurningin er bara hvað erum við tilbúin að borga og hve lengi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Goggi. Helvíti er FF að skreppa saman í skoðanakönnunum kv valdi
þorvaldur Hermannsson, 20.3.2009 kl. 16:42
Flott grein hjá þessari ungu konu sem hefur ákveðið að leiða lista hjá FF. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2009 kl. 22:13
Sammála því Kolla.
Sæll Valdi, leiðinlegt að missa af þér í Grindavík í gær, en við Frjálslyndir spyrjum að leikslokum.
Kveðja
Georg Eiður Arnarson, 21.3.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.