24.3.2009 | 20:16
Kvótakerfið (að gefnu tilefni)
Þó nokkuð er um það, að útgerðarmenn telji að hugmyndir Frjálslyndra um breytt kvótakerfi gangi út á það, að taka af þeim réttinn til að veiða fiskinn, til þess að færa hann einhverjum öðrum. Þetta að sjálfsögðu alrangt og bara dapurlegt þegar útgerðarmenn reyna að troða upp á sína sjómenn einhverjum tilbúnum upplýsingum um það að stuðningur við Frjálslynda muni kosta þá atvinnuna.
En út á hvað ganga hugmyndir Frjálslyndra? Jú, við viljum opna kerfið neðanfrá með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Íslandsmet á handfæraveiðum eru 12.000 tonn, þegar um 2.000 bátar voru á handfærum. Í dag er þetta ekki nema einn fjórði af þessum flota og aflinn eftir því. Þetta væri að sjálfsögðu mjög gott tækifæri fyrir unga menn og gamla að reyna fyrir sér í útgerð og alveg ljóst, að gríðarleg atvinna gæti skapast í kringum þessa hugmynd. Einnig höfum við talað fyrir því að reyna að taka tegundir úr kvóta. Varðandi aðra báta, þá ganga hugmyndir okkar fyrst og fremst út á það að geta komið í veg fyrir, að menn selji, leigi eða braski á einhvern hátt með aflaheimildirnar, enda alveg ljóst að í dag eru allar aflaheimildir í Íslandsmiðum veðsettar og alveg ljóst, að haldi óbreytt kvótakerfi áfram, þá munu menn halda áfram að veðsetja aflaheimildirnar og nokkuð augljóst, að börnin okkar og barnabörnin munu þurfa að takast á við þær skuldir, ef þetta verður ekki stöðvað núna.
En hvernig á að leysa málið? Jú, við stofnum auðlindasjóð, skráum aflaheimildirnar hjá sjóðnum, leigjum mönnum þær aftur gegn hóflegu gjaldi, tökum inn í sjóðinn allar skuldir sem komið hafa til á undaförnum árum vegna kvótakaupa og greiðum þær niður á markaðsverði með gjaldinu. Til þess að tryggja að aflaheimildirnar safnist ekki allar saman á eitt byggðarlag, þá yrðu aflaheimildirnar eins og þær standa í dag bundnar við ákveðin svæði eftir staðsetningu og yrðu þá t.d. Vestmannaeyjar eitt svæði. Það gefur augaleið, að þeir sem eru í útgerð í dag og hafa hugsað sér að halda áfram í útgerð, munu að sjálfsögðu hafa ákveðin forréttindi, enda starfandi í útgerð í dag, en aðrir, sem hafa áhuga á að fara í útgerð, munu þá geta boðið í aflaheimildirnar hjá auðlindasjóðnum og þannig tryggt það, að það verði ekki bara erfingjar í útgerð í framtíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Goggi,Ef ég hefði kosningarétt í Suðukjördæmi þá hefði ég kosið þig,þótt það væri ekki nema upp á gamlan kunningskap,svo varstu alltaf svo fljótur að taka upp veskið þegar ég var að beyta fyrir þig.Gángi þér allt í haginn í kosningabaráttuni.Kv Valdi
þorvaldur Hermannsson, 24.3.2009 kl. 20:37
Sæll Valdi, og takk fyrir það . kv .
Georg Eiður Arnarson, 24.3.2009 kl. 21:59
Þú stendur þig vel Georg, alltaf jafn stórgóður penni.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.