29.3.2009 | 21:40
Opnun kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins.......
..............í Vestmannaeyjum sl. föstudag tókst frábærlega og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir komuna. Einnig var kvöldvakan mjög vel heppnuð og var setið til kl. 1 um nóttina. Ákveðið var strax um hádegið að fresta grillveislunni í bili, enda unnið í öllum frystihúsum og flestir bátar á sjó.
Kommander Ólafur Ragnarsson hefur tekið að sér að sjá um skrifstofuna og verður boðið upp á kaffi og með því alla daga, en ekki á neinum föstum tímum. Síminn á skrifstofunni er 481 2919, síminn hjá Ólafi er 867 4756 og síminn hjá mér er 869 3499. Endilega hafið samband eða kíkið í heimsókn ef þið hafið einhverjar spurningar um stefnu flokksins fyrir komandi kosningar.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gangi ykkur vel félagar.
Ertu búinn að fá veggspjöldin sem voru prentuð?
kveðja
Arnar Bergur
Arnar Bergur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:48
"Komander Ólafur"kvittar fyrir innlit.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 29.3.2009 kl. 21:55
Til hamingju með það Georg.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.3.2009 kl. 00:17
Sæll Arnar, já við er vel merkt . kv .
Georg Eiður Arnarson, 30.3.2009 kl. 07:52
Sæll Georg, já takk fyrir síðast, ég saknaði þín í skúrnum núna í morgunn.
kær kveðja frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 13:47
Til hamingju og nú er að boða fagnaðarerindið á fullu. Sjálfstæðismenn munu reyna að henda niður gjöfum úr háaloftinu á Betaníu eins og forðum daga. Við verðum bara að segja fólkinu eins og er. Við verðum að vaka og vinna og sofa seinna til að komast úr kreppunni.
Gunnar Skúli Ármannsson, 3.4.2009 kl. 22:27
Baráttukveðjur! Þið verðið ekki auðsóttir á vígvellinum félagarnir, þú og kommandör Ólafur Ragnarsson von Borgarnes. Óli bar sigurorð af Bakkusi eftir langa og misjafnlega hetjulega baráttu. Hann á mikið eftir ef mér skjátlast ekki!
Árni Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.