24.4.2009 | 22:19
Kosningakaffi hjá Frjálslyndum
Kosningakaffi hjá Frjálslyndum verður kl. 15 á morgun og er öllum stuðningsmönnum sem og öðrum boðið og er undirbúningur þegar hafinn fyrir heljarinnar veislu.
Mig langar að þakka þann mikla meðbyr sem ég hef fundið fyrir undanfarna daga og endurtek enn einu sinni að það hefur aldrei verið mikilvægara heldur en nú, að tryggja sjómann á þing, sérstaklega þegar flestir flokkar eru farnir að tala um margvíslegar breytingar á kvótakerfinu. Látum ekki lögfræðinga, kennara eða fólk sem hefur enga þekkingu á sjávarútvegi, stjórna okkar sjávarútvegsmálum, heldur setjum x við F.
Undirritaður er í öðru sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Georg Eiður Arnarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Addi Kidda Gau", sem sé Guðjón Arnar er einn þeirra (tiltölulega fáu) sem ég sé eftir af þingi. Þetta er heiðarlegur maður og með hugsjónir í farteskinu. Og eins og vænta mátti stóð hann sig afburða vel í báðum lokaþáttunum (RÚV og Stöð 2) í kvöld. Vestfirðingar eru hins vegar ólíkindatól og gætu svo sem átt það til að setja hann inn.
Lánist það ekki, þakka ég Frjálslynda flokknum fyrir 10 ára tilvist og vona að meginmarkmiðið, umbylting kvótakerfisins, náist á endanum. Þótt Frjálslynda flokknum auðnist kannski ekki að vera viðstaddur, skal ég minnast hans í huga mér með þakklæti þegar það gerist.
Jón Daníelsson, 24.4.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.