Gleðilegt nýtt ár allir............

...............þ.e.a.s. fiskveiðiár. Ég skrifa þetta núna vegna þess að ég er að fara á sjó í nótt. Á þessu fiskveiðiári sem nú er liðið sýnist mér að ég hafi fiskað ca. 140 tonn af blönduðum fiski og er þetta sennilega eitt af mínum bestu árum frá upphafi, en ég hef verið í trilluútgerð í 22 ár.

Nýja fiskveiði árið leggst frekar ill í mig, enda mikill niðurskurður í aflaheimildum, en mér sýnist að fyrsta vikan verði svipuð og síðustu ár hjá mér, þ.e.a.s. það tekur ca. eina viku að klára minn eigin kvóta í flestum tegundum og eftir það tekur harkið við. Slagurinn um kvótann verður gríðarlega erfiður, enda eru Íslendingar að rumska upp við þá staðreynd að mjög margar starfsgreinar á landinu eru í algjörum molum í dag og fiskurinn, það sem að mjög margir Íslendingar hafa ekki viljað vinna við síðustu árin, er allt í einu orðin sú starfsgrein sem er hvað öruggust og í sumum tilvikum (allavega í bestu plássum) gefur hvað hæðstu tekjurnar. Það eru margar hættur fram undan í sjávarútveginum, margir bíða spenntir eftir því að sjá hvort og hvaða breytingar núverandi ríkisstjórn ætlar að gera á núverandi kvótakerfi, mín afstaða er hins vegar óbreytt, ég tel núverandi kvótakerfi vera sennilega það al versta kvótakerfi sem nokkurn tímann hefur verið fundið upp, hvað þá unnið eftir, en lengi getur vont versnað og það er ekki sama, hvernig menn breyta kerfinu.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sömuleiðis Georg, gott að heyra að vel gengur hjá einhverjum í öllum þessum bölmóði sem gengur yfir okkur núna.  Ég vona að komandi fiskveiðiár reynist þér vel og gott að vita að einhver skuli bera sig vel núna.

Kær kveðja til Eyja.

Jóhann Elíasson, 31.8.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, gleðilegt fiskveiðiár ágætu félagar! Nú var ég að fá þær góðu fréttir að Guðjón Arnar væri ráðinn aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar og það vekur mér ástæðu til bjartsýni. Ég tel þetta eitt mesta gæfuspor sem sjávarútvegsráðherra okkar hefur stigið í fjórðung aldar og eitt er víst: Fái Guðjón Arnar einhverju til leiðar komið í átt til breytinga þá verður það með önnur og raunhæfari viðhorf að leiðarljósi.

Árni Gunnarsson, 31.8.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt og gjöfult fiskveiðiár þér til handa framundan Georg.

Árni,

því miður er hin hlægilega ráðning Guðjóns eitt dæmið um samtryggingu stjórnmálastéttarinnar í landinu og fátt aumlegra fyrir flokksformann en að taka slíkt að sér að mínu áliti, undir hæl VG.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl verið þið og takk fyrir kveðjurnar. Að gefnu tilefni þá er ég allgerlega sammála Árna . kv .

Georg Eiður Arnarson, 2.9.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband