Landeyjahöfn

 Set hérna inn mynd úr nefndaráliti um hafnarmál suðurlands frá því í júlí 1978, en ef myndin sést vel? þá er nokkuð ljóst að munurinn á þessari höfn og Landeyjahöfn er gríðarlegur, en þessar teikningar voru gerðar þegar og á meðan var í umræðunni hugsanleg hafnargerð við Dyrhólaey og/eða við Þykkvabæjarfjöru. Myndirnar eru reyndar nokkrar, en eini munurinn er stærðin og er hann fyrst og fremst mælanlegur í innsiglingunni sem er frá 150 m upp í 250 m, eftir því hvort verið er að tala um litla eða stóra höfn fyrir lítil eða stór skip.

Það hefur töluverð umræða verið í Eyjum um það hversvegna Landeyjahöfn er eins lítil og hún og um leið hvers vegna ekki er farið í að klára höfnina. Svarið er bæði í þessari bók og í fyrstu greinum mínum um Landeyjahöfn 2006 og 2007. Í nefndarálitinu frá 78 kemur fram að ekki er talið verjandi að fara í stóra höfn, nema ef fyrir lægi einhvers konar stóriðja sem að skilað gæti tekjum sem réttlætt gæti hafnargerðina. Þar kemur einnig fram að svona stór höfn gæti skaðað tekjumöguleika annarra hafna sem fyrir eru.

Í greinum mínum í upphafi umræðunnar á bloggsíðunni hjá mér, þá fjallaði ég nokkuð oft um það, hvílíkur skaði það yrði fyrir Vestmannaeyjar ef löndunar og uppskipunar höfn yrði byggð í Bakkafjöru. Það er nokkuð ljóst að þetta er ein helsta ástæðan fyrir því að allt var gert til þess að reyna að hafa Landeyjahöfn sem minnsta, en um leið má taka sem dæmi um neikvæð áhrif Landeyjahafnar á Vestmannaeyjar úr eldri blogg færslum mínum, þar sem ég kem meðal annars inn á það, að hugsanlega yrði þessi höfn til þess að einhver ríkisstjórn sæi þarna tækifæri til þess að skerða þjónustu við Eyjamenn og sameina hana við aðra sambærilegar stofnanir á suðurlandi og nefndi ég þar m.a. sjúkrahús Vestmannaeyja.

Það er nú einu sinni staðreynd að við fáum aldrei allt fyrir ekki neitt. Kostnaður Eyjamanna við Landeyjahafnar er fyrir löngu kominn langt út fyrir það sem margir hefðu trúað í upphafi, og það þrátt fyrir að höfnin sé ennþá fyrst og fremst bara sumarhöfn. Lykilatriðið er þó, þrátt fyrir það allt, það að ef Landeyjahöfn á að verða framtíðar samgönguhöfn Eyjamanna við fastalandið, þá verður að klára höfnina.

P/S ég harma fullyrðingar bæjarstjórans okkar í síðustu Fréttum, um að fullyrðingar að heiman eigi sér litla stoð í veruleikanum og að málið leysist ekki með gífuryrðum og hávaða og bendi honum enn einu sinni á það að Eyjamenn óskuðu eftir því að fá að kjósa um sín framtíðar samgöngumál á sínum tíma, en Elliði hundsaði það algjörlega og ber þess vegna mesta ábyrgð á þessu klúðri í dag.

 

 

skanni_001_1217866.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, þetta eru merkilegar staðreyndir hjá þér hér að ofan. Ég sagði það og srifaði það líka hér um árið að Land-Eyjahöfn gæti haft neikvæð áhrif á Eyjar og jafnframt sagði ég líka að þeir myndu bara grafa sandinn út og norður lengja garðana í suður og gera að stórskipahöfn, og það fyndna við það er að þeir teiknuðu stórskipahöfn vestanmegin við Bakkafjöru!

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.10.2013 kl. 20:58

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Það á að vera SKRIFAÐI, en ekki srifaði hér að ofan hjá mér.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.10.2013 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband