Landeyjahöfn, staðan í dag

Það er farið að hausta hressilega og um leið byrjar vandræðagangurinn í kring um Landeyjahöfn. Engar framkvæmdir eru hafnar við að lagfæra höfnina og í ný tilkomnu fjárlagafrumvarpi Ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir krónu í nýtt skip né lagfæringar á höfninni.

Nýjasta kjaftasagan sem ég heyrði fyrir nokkru síðan gengur út á það, að það sé amk. 6-8 ár í nýja ferju. Ástæðan sé sú, að nú sé verið að gera töluverðar breytingar á Herjólfi til þess að gera hann stefnu fastari í siglingum inn og út úr Landeyjahöfn og að þær breytingar séu ekki fjármagnaðar með það í huga að duga aðeins í ca. 2 ár. Ekki veit ég hvort þetta sé rétt, en óneytanlega hefur það vakið athygli mína, að allir þeir sem ég hef rætt þetta við telja að það séu amk. 4 ár í nýja ferju og merkilegt nokkuð, almennt virðast Eyjamenn vera nokkuð sáttir við það að ekki sé verið að setja fjármagn í nýja ferju og vilja miklu frekar að sett sé alvöru fjármagn í langfæringar á höfninni. Þessu er ég nokkuð sammála, en að mínu mati þarf þó fyrst að fá skýrari svör við þeirri spurningu sem óneytanlega vaknaði á borgarafundi Árna Johnsen í vor, en þar fullyrti Árni það að Sigurður Ás Grétarsson hjá Siglingamálastofnun hefði sagt við sig í samtali, að hann væri kominn á þá skoðun, að alveg sama hvað gert væri fyrir Landeyjahöfn þá yrði höfnin aldrei heilsárshöfn. Ég er reyndar sammála þessari skoðun, en er að sjálfsögðu ekki tilbúinn að gefast upp, en maður hlýtur samt að velta því fyrir sér hvort að þessi "skoðun" Sigurðar sé kannski ástæðan fyrir því að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjárframlögum frá ríkinu í Landeyjahöfn?

Sumarið var annars nokkuð gott þó að hann lægi full mikið í suðlægum áttum, þá duttu ekki út nema 2-3 dagar í allt sumar, ef ég man rétt. Tíðin framundan er hins vegar, út frá trillusjónarmiðum, óspennandi og veturinn algjörlega óskrifað blað, en vonandi fáum við bara mildan vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf enga sérfræðinga til að sjá að Landeyjahöfn verður ALDREI heilsárshöfn, en það er mikið að þessir "toppar" hjá Siglingastofnun (þetta heitir víst Samgöngustofa núna) viðurkenna það.  En það var svo sem viðbúið að það kæmi ekki nýtt skip, eftir þetta allt saman.  Annars virðist allt sem ég varaði við, hérna á blogginu áður en höfnin var tekin í notkun, vera komið fram og meira til..................

Jóhann Elíasson, 21.9.2014 kl. 22:54

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, mér finnst að Sigurður áss ætti að ganga frá þessu mislukkaða verki sem Landeyjahöfn er! Ég er sammála þér með það Georg að gefast ekki upp, hvað tók það mörg ár að byggja garðana í Eyjum? Þau voru nokkuð mörg! Ríkið þarf að fara að hisja upp um sig buxurnar!!!!

Mikið er ég sammál Jóhanni hér að ofan.

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.9.2014 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband