The hunger games

Ég horfði á bíómyndina The hunger games 2 um helgina. Myndir sem hafa fengið mikið lof og eru verðlaunaðar víða erlendis, en ég verð að viðurkenna alveg eins og er að mér fannst önnur myndin alveg jafn léleg og fyrsta myndin, og söguþráðurinn ansi þvælukenndur, en eitt greip þó athygli mína. Í myndunum kemur fram gríðarlega mikill munur á þeim ríku og þeim fátæku.

Í síðustu viku hlustaði ég svo á umræður á RÚV um nýlega könnun, þar sem kannað var hvaða áhrif það hefði haft hjá þjóðum eins og t.d. á Íslandi, þar sem ráðamenn gera allt sem þeir geta til þess að styðja við þá sem hafa fjármagn til þess að reka fyrirtæki í von um að skapa þannig fleiri atvinnu tækifæri til þess að auka tekjur hjá öllum. Það sem vakti mesta athygli við þessa könnun er að niðurstaða könnunarinnar að þar sem stuðningur ráðamanna við þá ríku gerðu fyrst og fremst væri að auka bilið enn meira milli ríka og fátæka. Þeir ríku ruðu sem sé ríkari, og þeir fátæku fátækari.

Sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður í Vestmannaeyjum sagði við mig fyrir nokkru síðan, að hér í bæ væri til svo ríkt fólk að það gæti í raun og veru leyft sér hvað sem er og gerði það.

Fyrir nokkru síðan var ég staddur í Lyf og heilsu, þar sem á undan mér var maður sem ég veit að er öryrki og það vakti athygli mína að þessi öryrki var að biðja lyfsalann um að lána sér lífin sín því hann gæti ekki borgað þau fyrr en um mánaðarmótin. Það er því miður staðreynd að munurinn á milli þeirra ríku og fátæku hefur sennilega aldrei verið meiri á Íslandi heldur en í dag.

Margir hafa sagt við mig í Eyjum að undanförnu á þessum tímum hagræðingar og fækkun starfa í sjávarútvegi, að það hefði viljað sjá miklu meira af hagnaði stóru fyrirtækjanna skila sér aftur til Eyja í frekari atvinnusköpun, enda hafa margir misst vinnuna í nafni hagræðingarinnar á undanförnum árum og klárlega vantar a.m.k. eitthvað uppá að hinir sterk efnuðu skynji betur samfélagslegu ábyrgð sína á bæjarfélaginu og nýti meira af hagnaði sínum hér í Eyjum frekar en til fjárfestingar annar staðar.

Sem betur fer verða aldrei haldnir Hungur leikar á Íslandi og sem betur fer eru fjölmörg tækifæri til staðar fyrir þá, sem eru sterk efnaðir til þess að láta gott af sér leiða, og sem betur fer eru margir sem nýta sér það, en þörfin er gríðarleg. Það er afskaplega góð tilfinning að geta látið gott af sér leiða.

Með von um kærleiksrík og ánægjuleg jól, óska ég öllum Eyjamönnum sem og landsmönnum gleðilegra jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband