Kosningar 12 maí.

Vinur minn Hermann Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður var að skamma mig fyrir að vera ekki nógur duglegur að skrifa. Hermann er eigandi á Sjöfn Ve og Betu Ve og hefur verið í útgerð í mörg ár og unnið þetta af miklum myndarskap. Hann hefur haldið úti Betunni til veiða á línu og yfirleitt klárað kvótann sinn og stundum leigt viðbót. Ég var staddur niðri á Kosningarskrifstofu hjá Frjálslynda flokknum fyrir nokkrum dögum síðan og þá kom til mín ungur maður og bað mig um að sýna sér hvað við værum með á stefnuskránni varðandi innflytjendur. Ég gerði það og spurði hann hvar og hvað hann væri að vinna við. Sagðist hann vera sjómaður á bát frá Vestmannaeyjum svo ég spurði hann afhverju hann væri þá ekki að spurja mig um stefnu okkar í sjávarútvegsmálum. Þá sagði hann mér það að eigendur og útgerðarmenn á bátnum sem hann væri á hefðu sagt áhöfninni að ef þeir myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri kvótinn tekinn af útgerðinni og þeir myndu allir missa vinnuna. Mér þótti frekar dapurt að heyra þetta því þetta er nákvæmlega þveröfugt við hina raunverulega stefnu Frjálslynda flokksins. Við viljum stiðja við duglega útgerðamenn með því að þeir haldi sínum aflaheimildum svo framarlega sem þeir noti þær til að veiða þær og ef einhvað er þá viljum við auka aflaheimildir. Það er nokkuð ljóst að hræðslu áróður margra útgerðamanna er fyrst og fremst tilkomið vegna eigin hagsmuna útgerðamanna og hræðslu við þær breytingar sem Frjálslyndi flokkurinn vill sjá á núverandi kvótakerfi. Það er vonandi að fólk láti ekki blekkjast og fólk kynni sér stefnu okkar í sjávarútvegsmálum. Að mínu mati er hægt að útskýra núverandi kvótakerfi á margan hátt en ég hef stundum talað um að á því séu þrjár hliðar. Fyrsta hliðin er sú sem snýr að núverandi handhöfum aflaheimildanna, auðvitað eru þeir sáttir og vilja engu breyta. Það finnst mér ósköp eðlilegt. Önnur hliðin er kannski menn eins og ég sem eiga of litla kvóta og eru ósáttir við að tegundir eins og keila, langa og skötuselur séu í kvóta því fyrir því eru engin vísindaleg rök. Þriðja hliðin og sú mikilvægasta snýst um bæjarfélögin og íbúa þess. Trúir því einhver að hagsmunum okkar sé best borgið með því að einhverjir örfáir aðilar eigi allan kvótann og ráði hverjir lifa og hverjir verða að fara? [Það væri kannski í lagi ef þær væru eilífir.] En svo er því miður ekki. Frjálslyndi flokkurinn hefur öfluga stefnuskrá í öllum málum. Grétar Mar er öflugur talsmaður verkafólks og sjómanna. Sunnlendingar og eyjamenn, tryggjum Grétar Mar á þing með því að setja X við F. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Mæltu manna heilastur

Ólafur Ragnarsson, 9.5.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góður pistill Georg.

Sigfús Sigurþórsson., 9.5.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Því miður þá eigið þið Vestmannaeyingar eftir að greiða siðferðisblinda hrokagikknum atkvæði ykkar miðað við það sem ég heyri. Grétar Mar er alvöru sjómaður og fulltrúi afla sem berjast gegn mesta glæp Íslandssögunnar. En Árni Johnsen á eftir að glotta yfir kjötkötlunum vegna Vestmannaeyinga. Því miður.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 01:35

4 Smámynd: Kjartan Vídó

Er ekki rétt munað hjá mér að Grétar Mar hafi boðar eigna upptöku á veiðiheimildum eyjamanna á fundinum á miðvikudaginn?

Kjartan Vídó, 11.5.2007 kl. 01:06

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er hægt að mistúlka allt Kjartan, það eina sem þarf er vilji.

Georg Eiður Arnarson, 11.5.2007 kl. 16:23

6 Smámynd: Kjartan Vídó

Ég gæti ekki þó ég reyndi að skilja orð Grétars Mar á annan hátt en að eignaupptaka hafi verið boðuð í sjávarútvegsmálum á þessum fundi.

Kjartan Vídó, 13.5.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband