Ein stæðstu mistökin sem gerð hafa verið var að leifa stækkun smábáta úr 6 t í 15 t(mín skoðun)

Eigið fé smærri útgerða gufar upp við niðurskurð á þorskskvóta


Eigið fé margra smærri útgerða gufar upp verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um þriðjungsniðurskurð á þorskkvótanum. Óttast er að bankarnir muni ganga að þeim fyrirtækjum og að margvíslegar kvótatilfærslur séu fram undan.

Í smábátakerfinu er staðan sú að hátt í 70 eigendur svonefndra 6 tonna báta hafa að undanförnu verið að láta smíða fyrir sig nýja 14 tonna báta, en talið er að nýr þannig bátur þurfi hátt í 500 tonn af þorskkvóta til að dæmið gangi upp fjárhagslega.

Miðað við niðurskurðinn dugir smábátakvótinn hins vegar ekki þessum 70 bátum, hvað þá nokkur hundruð bátum til viðbótar sem eru í kerfinu. Auk þess munu vera mörg dæmi þess að útvegsmenn nýju 14 tonna bátana nemi ekki nema í kringum 30 prósentum og muni því að verulegu leyti gufa upp við skerðinguna.

Bankarnir gera kröfu um ákveðið eiginfjárhlutfall og því er óttast að þeir muni ganga að þessum útgerðum til að tryggja hagsmuni sína. Í stóra kerfinu svonefnda mun eiginfjárstaðan líka versna og tekjur minnka en þrátt fyrir miklar skuldir þeirra er eiginfjárstaðan yfir leitt betri en hjá 14 tonna bátunum.

Þó munu ýmsar smærri útgerðir í stóra kerfinu kunna að lenda í vandræðum. Við þessar aðstæður ríkir nú uppnám á kvótamarkaðnum, enginn virðist vita hvort kvótaverð muni hækka eða lækka en ef bankarnir eignast einhvern slatta af bátum má búast við talsverðu framboði á kvótamarkaðnum og að útgerðum fækki.


Gott dæmi um röng vinnubrögð hjá Hafró

5. júní 2007 :

Afladagbækur nánast ekkert notaðar við ákvörðun um heildarafla

Í dag fjallaði stjórn Landssambands smábátaeigenda um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meðal gesta á fundinum voru sjávarútvegsráðherra, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og sérfræðingar á stofnuninni.

Fram kom í máli sjávarútvegsráðherra að hann ætlar sér góðan tíma til að fara yfir skýrslu Hafró. Hann hyggst og bíða eftir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann fól fyrir réttu ári að skoða áhrif af niðurskurði veiðiheimilda á byggðirnar. Einar sagðist mundu leita eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila og hafa samráð jafnt við stjórnarliða sem stjórnarandstæðinga.
Sjávarútvegsráðherra lagði áherslu á að í gildi væri aflaregla sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir réttu ári. Samkvæmt gögnum Hafró gæfi hún 178 þús. tonna heildarafla í þorski. Væri ekki gerðar breytingar á aflareglunni stæði sú tala.

Sérfræðingar og forstjóri Hafrannsóknastofnunar fóru yfir helstu atriði úr skýrslu stofnunarinnar. Sérstaklega var þar vikið að þorski, ýsu, steinbít og ufsa. Þá hlýddu þeir á mál stjórnarmanna og svöruðu fyrispurnum.
Meðal þess sem spurt var um var vægi einstakra vísindagagna í útreikningi á stofnstærð. Svarið kom verulega á óvart. Togarrallið er nánast lagt 100% til grundvallar, afladagbækur og upplifun manna á miðunum hefur nánast ekkert vægi.

Nánar verður fjallað um fundinn á næstu dögum.


Nýr Kavíar

4. júní 2007 :

CAVKA – grásleppukavíar kynntur í Finnlandi

Lokið er samstarfsverkefni Landssambands smábátaeigenda og Fram Foods á markaðssetningu nýs afbrigðis af grásleppukavíar – CAVKA í helstu stórmörkuðum í Finnlandi.

Í þessari fyrstu tilraun voru innkaupastjórar stórmarkaðanna, Kesko, S-Group og Tradeka ekki tilbúnir að bjóða löndum sínum þessa úrvalsvöru. Þeir voru þó ánægðir með CAVKA en báru það einkum fyrir sig að um nýja vöru væri að ræða og því vildu þeir fá meiri tíma til ákvarðanatöku síðar meir.

Sjá nánar:

http://www.avs.is/frettir/nr/1659

 


Kvótinn

3. júní 2007 :

Sjávarútvegsráðherra – 178 þúsund tonn samkvæmt aflareglu

Sjávarútvegsráðherra flutti hátíðarræðu á sjómannadeginum í Reykjavík. Þar minnti hann m.a. á að í gildi væri aflaregla staðfest á ríkisstjórnarfundi á síðasta ári. Þegar henni væri beitt á niðurstöður Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins jafngilti það 178 þúsund tonn en ekki 130 þúsund tonn eins og tillögur Hafrannsóknastofnunar fælu í sér.


Sjá nánar:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item157528/


Síndarmenska og vitleisa

Og Bjarni Harðar, að tala um hluti sem hann hefur ekkert vit á. Það hefði verið nær að fá einn úr Frjálslynda Flokknum í viðbót á þing heldur en þennan vitleysing.
mbl.is Einkum verði horft til minni byggðarlaga við úthlutun byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru allir sammála um þetta

En hvað á að gera. Hugmynd Guðjóns Arnars um jafnstöðuafla upp á 200 þús tonn næstu 3 árin er það skásta að mínu mati. Undanfarna mánuði hafa sjómenn af öllu landinu skorað á sjávarútvegsráðherra að auka við aflaheimildir í Þorski vegna góðra aflabragða, síðan kemur Hafró með þessa vitleysu sem er alger andstæða við það sem sjómenn eru að upplifa á miðunum.
mbl.is Lýsa miklum vonbrigðum með aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki besta vörnin að sækja

Reyndar er mesti gróðinn í því að leigja ekki veiða og vinna.
mbl.is Samherji frestar framkvæmdum á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir með Guðjóni

Maður með mikla reynslu.
mbl.is Guðjón A: Jafnstöðuafli yfir 200 þúsund tonnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið áfall fyrir eyjamenn ef þetta verður niðurstaðan

Að mínu mati er ástæðan fyrir því að lítið sést af Sandsíli einfaldlega vegna rangrar nýtingar á auðlindum sjávar. Það hlíttur að segja sig sjálft að ákvarðanir hafró um að veiða sífellt meira af uppsjávar fiski en minna af bolfiski þíðir einfaldlega það að fæða bæði Þorsks og Svartfugla minkar.

Í Vestmannaeyjum var nýlega haldin ráðstefna um lundaveiði og kom þar fram að fyrir norðan og austan land er loðnan er um 80 % af fæðu svartfuglsins. Spurningin er þessi, væri ekki nær að veiða meiri þorsk en minna af loðnu? Að vissu leyti má segja sem svo, að stærsta vandamálið sé kannski þrýstingur frá hagsmunaaðilum (t.d. í eyjum) um að veiða sífellt meiri loðnu. Loðnan skriftir miklu fyrir afkomu margra bæði sjómanna, verkafólks og ekki hvað sýst afkomu fristihúsanna. Það er von mín að farið verði varlega í allar meiriháttar breytingar á nýtingu auðlinda sjávar en að mínu mati er þó nauðseinlegt að viðurkenna þau mistök sem þegar hafa verið gerð, þar horfi ég fyrst og fremst á Hafró. Að mínu mati er Lundastofninn það sterkur að hann þoli vel veiði í sumar, bregðist hinsvegar varpið 3 árið í röð þá er veiðum sjálfkrafa hætt. Meira seinna.


mbl.is Bannað að veiða lunda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það skildi þó aldrei vera svo að

Höfrungur III sé loðnuskip ?
mbl.is "Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband