ÍBV 1 Afturelding 0

Frekar grófur leikur en jafn og í raun og veru voru mínir menn heppnir að fá ekki á sig mark. Fyrsti sigur á heimavelli ( loksins) . Nýr leikmaður ÍBV, Atli Heimisson skoraði sigur markið snemma í fyrri hálfleik vonandi er þarna kominn sá framherji sem okkur hefur sárlega vantað. Áfram ÍBV.

Ég er algjörlega sammála þessu

9. júní 2007 :

Stjórn LS ítrekar fyrri áskoranir til sjávarútvegsráðherra

Stjórn Landssambands smábátaeigenda hélt fund þremur dögum eftir að Hafrannsóknarstofnunin birti ráðgjöf sína fyrir komandi fiskveiðiár. Til fundarinns voru boðaðir sérfræðingar stofnunarinnar og komu þrír þeirra auk forstjóra. Sjávarútvegsráðherra gaf sér tíma til að líta við og fullvissaði menn um að hann ætlaði sér að fara að engu óðslega við ákvarðanatöku.

Að loknum löngum samræðum við sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunarinnar samþykkti stjórnin einróma að senda frá sér eftirfarandi:

„Stjórnarfundur Landssambands smábátaeigenda, haldinn í Reykjavík 5. júní 2007 ályktar eftirfarandi:

Hinn 2. júní sl. kynnti Hafrannsóknastofnunin ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2007/2008. Þar er boðaður svo gríðarlegur niðurskurður í þorskveiðum að leita þarf aftur til frostavetursins mikla 1918 til að finna minni ársafla þorsks á Íslandsmiðum. Sé það rétt hjá Hafrannsóknastofnuninni að ástand þorskstofnsins sé svo bágt, er ljóst að útfærslur landhelginnar, gríðarlegar svæðalokanir, kvótakerfi, endalaus niðurskurður aflaheimilda og fjöll af reglugerðum varðandi veiðarfæri, skipastærðir og hvað eina, hefur verið til lítils.

Stjórn LS hafnar því að ástand þorskstofnsins sé jafn aumt og Hafrannsóknastofnunin vill vera láta. Gott gengi í þorskveiðum mörg undanfarin ár – og sér í lagi hin síðustu misseri – gefur ekkert tilefni til að fallast á að sjaldan eða aldrei hafi verið minna af þorski á miðunum. Þannig hafa t.d. línuveiðar gengið afburða vel og þess mýmörg dæmi að veiði á hvert bjóð er margföld í samanburði við hvað þekktist þegar þorskstofninn átti, samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunarinnar, að vera miklu stærri. Þetta er jafnvel að gerast hjá línuútgerðum sem reyna eftir fremsta megni að veiða aðrar tegundir.

Reynsla langflestra innan smábátaútgerðarinnar – og fjölmargra utan þeirra raða – er að staða þorskstofnsins sé óvanalega góð og vel hafi tekist til við uppbyggingu hans.

Að öllu jöfnu staðfesta vísindalegar uppgötvanir og rannsóknarniðurstöður reynslu manna, sér í lagi ef um langvarandi reynslu margra er að ræða. Vísindi Hafrannsóknastofnunarinnar annars vegar og reynsla veiðimanna hins vegar varðandi ástand þorskstofnsins stangast hinsvegar gersamlega á. Vart er hægt að ætlast til þess að veiðimenn endurskoði reynslu sína eða hafi af henni aðrar áhyggjur en þær að Hafrannsóknarstofnunin virðist ekki taka hið minnsta mark á henni. Hins vegar hlýtur það að vera alvarlegt umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir Hafrannsóknastofnunina að rannsóknarniðurstöður hennar gangi þvert á reynslu fjölmargra til langs tíma.

Á aðalfundi LS í október 2006 var m.a. bent á eftirfarandi:

„Þá er það ekki síður ánægjulegt að veiðar smábátaflotans hafa sjaldan gengið betur, sem stingur algerlega í stúf við kolsvartar skýrslur Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins. Fundurinn telur brýna nauðsyn að Hafrannsóknastofnunin endurskoði í heild sinni þá aðferðafræði sem hún notar við stofnstærðamælingar, sem og samvinnu sína við veiðimenn”.

Í apríl og maí sl. skoruðu smábátaeigendur um land allt á sjávarútvegsráðherra að bæta við þorskveiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs.

Í kjölfar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir síðasta fiskveiðiár (2006/2007) samþykkti stjórn LS áskorun til sjávarútvegsráðherra um að gefa út 220 þúsund tonna jafnstöðuafla til næstu þriggja fiskveiðiára. Sú áskorun er orðrétt sú sama og stjórn LS sendi frá sér við sömu aðstæður árið 2005.

Hinn 2. júní sl. fundaði stjórnin með forstjóra og sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar drjúgan hluta úr degi.

Að þeim samræðum loknum ákvað stjórn LS að ítreka fyrri áskoranir sínar til sjávarútvegsráðherra þess eðlis að gefa út jafnstöðuafla í þorski upp á 220 þúsund tonn fyrir a.m.k. 3 næstu fiskveiðiár. Að auki telur fundurinn óhjákvæmilegt að aðferðafræði Hafrannsóknastofnunarinnar verði endurskoðuð frá grunni ásamt því að skapaður verði grundvöllur fyrir samkeppni í hafrannsóknum við Íslandsstrendur."

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða


Má þá ekki bara kenna Framsókn um

Skrítinn þessi skyndilegi áhugi framsóknar manna á kvótakerfinu, þeir vildu ekki tala um kerfið á meðan þeir voru í ríkisstjórn.
mbl.is Einföldun að kenna kvótakerfinu um segir Guðni Ágústsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og enn meira um kvótan

8. júní 2007 :

Skipstjórar og stýrimenn í Vestmannaeyjum – tillögur Hafró ekki í nokkru samræmi við upplifun skipstjórnarmanna

 

Stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum skorar á hæstvirtan sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um breytingu á aflareglu í þorski og stórfelldum niðurskurði í aflamarki á næsta fiskveiðiári.

Í greinargerð segir að
„frá því að aflareglan var tekinn upp 1995 hefur veiðin verið nær 30% en 25% samkvæmt aflareglunni. Auðvitað bera stjórnvöld, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Hafrannsóknarstofnun ábyrgð á að veiðistofninn er nú metinn í sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins aðeins um helmingur þess sem talið er að gefi hámarksafrakstur, samkvæmt skýrslu Hafrannsóknarstofnunar.

Varað er stórlega við einhliða niðurskurði á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár eins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar hljóða upp á.

Skipstjórnarmenn í Vestmannaeyjum benda á að álit Hafrannsóknarstofnunar á stærð þorskstofnsins um þessar mundir er ekki í nokkru samræmi við upplifun skipstjórnarmanna á miðunum.“


Heimild: eyjafrettir.is


Meira um kvótan

7. júní 2007 :

Að hverju er allur þorskur horfinn þegar hann er orðinn eldri en 9 ára?

Var spurt af sérfræðingum HAFRÓ á fundi með stjórn LS. Skrifstofa LS hefur í framhaldi af þessari fullyrðingu sett sig í samband við nokkra aðila og spurst fyrir um málið.


Eymar Einarsson (56) Akranesi, útgerðarmaður Ebba AK sem hann hefur gert út frá Akranesi í rúman aldarfjórðung.

„Ég hef aldrei upplifað annað eins magn af þorski á miðunum og er hvorki smár þorskur eða aular þar undanskildir. Í vetur lagði ég línu skammt norður af Gróttu. Þar veiddi ég þann stærsta þorsk sem ég hef séð á ævinni. Í fyrsta róðrinum voru 1600 kg af heildarafla veiðiferðarinnar stórþorskur 10 – 30 kg. Daginn eftir 2,6 tonn og þriðja daginn 1,8 tonn. Alls 6 tonn á þremur dögum af þessum ferlíkjum“ebbi stor thorsk 025.jpg

og Eymar hélt áfram
„Það var með ólíkindum að línan hjá mér beitti sig í raun sjálf fyrir þennan stóra fisk þar sem þessir aular gleyptu ýsuna sem hafði bitið á krókana, hún vall svo út úr þeim þegar um borð var komið“ sagði Eymar Einarsson.


Pétur Pétursson (43) Arnarstapa. útgerðarmaður Bárðar SH í aldarfjórðung.

„Netavertíðin var góð hjá mér. Þorskurinn með vænsta móti og vel á sig kominn og mikið af aulaþorski. Það sýnir sig best að helmingur þorskaflans var fiskur yfir 9 kg. Eftir hrygninguna bjóst ég ekki við að sjá mikið af honum. Horast venjulega og tekur ekki, en nú brá svo við að síldin var hjá honum. Hann þurfti því ekki annað en að snúa sér við og bæta sér upp þyngdartapið“, sagði Pétur Pétursson.

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus


Kvótinn

6. júní 2007 :

Gunnlaugur Finnbogason – útgerðir landsins mega ekki við niðurskurði

Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar tjáði sig um tillögur Hafrannsóknastofnunar á fréttavef bb sl. mánudag.

Þar segir m.a.

„„Fyrir löngu orðinn leiður á þessu rugli“, segir Gunnlaugur Finnbogason, formaður Eldingar félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, í kjölfar niðurskurðartillagna Hafrannsóknastofnunar í þorskveiðum.“

„Gunnlaugur segir að útgerðir landsins megi ekki við niðurskurði og telur að slíkt muni auka brottkast og rugl í kerfinu eins og hann orðar það. „Rétt fyrir síðustu aldamót talaði Hafró um að þorskurinn væri á uppleið en nokkrum árum er aflinn kominn niður fyrir 200 þús. tonn og núna leggja þeir til 130 þús. tonn. Það er leiðinlegt að segja þetta en þeir virðast ekki vita hvað þeir eru að gera og því þarf að skipta um lið í brúnni á Hafró og prófa nýjar aðferðir. Þetta er ekki að virka hjá þeim.““

„Gunnlaugur segist telja að sjávarútvegsráðherra breyti aflareglunni ekki og kvótinn haldist í u.þ.b. 180 þús. tonnum. „Það er ekki lítið af þorski í sjónum, mönnum hefur gengið vel að veiða hann undanfarið og þá sérstaklega á vertíðinni. Það var mok í vetur fyrir sunnan. Veiðar gengu illa 92 – 93 og þá var lítið af honum en svo er ekki í dag. Það væri sama þó þorskurinn gengi upp á hraðbrautina, Hafró myndi ekki viðurkenna að nægur þorskur væri í sjónum.“

Gunnlaugur undrast einnig niðurskurð í steinbíti og segir hann ganga þvert á reynslu sjómanna. „Það var mikil steinbítsveiði í vetur og einungis lélegt tíðarfar sem hamlaði mönnum við veiðarnar.““

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð


Ótrúlegur viðbjóður

Þeir ættu að prófa að umskera sjálfa sig þessir karlar.
mbl.is Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins sigur hjá ÍBV

Til hamingju strákar. ÁFRAM  ÍBV.
mbl.is Grindavík og Fjarðabyggð áfram á sigurbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór á sjó í dag

og í gær. FÉKK 2 TONN Í GÆR EN 1500 KG Í DAG. Veðrið var frábært báða dagana og spáin fyrir næstu daga er góð. Aflaverðmæti fyrir leigu er ca, 700 þúsund en eftir leigu ca, 300 þúsund og á ég þá eftir að borga olíu, beitningu, beitu og annan kostnað. Það væri nú munur að vera sá sem á kvótann og hafði eftir þessa 2 daga 400 þúsund og engan kostnað. Það væri nú munur ef að ég hefði verið byrjaður í útgerð fyrir árið 1983. Það er verst að það getur eingin tekið við enda held ég að eingvir foreldrar með fullu viti ráðleggi börnunum sínum að fara í útgerð.

Þetta er bara bruðl með peninga

og mun aldrei skila okkur nokkru.
mbl.is Framboðið til Öryggisráðsins er norrænt samstarfsverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband