16.5.2007 | 18:25
Aflatölur
Aflatölur Fiskistofu - Aflinn í apríl 2007 |
Aflinn í nýliðnum apríl var 120.663 tonn sem er rúmlega 36 þúsund tonnum meiri afli en í apríl 2006 en þá var aflinn 84.383 tonn. 32 þúsund tonna aukning kolmunnaafla vegur þyngst í aukningu afla milli ára. Einnig var meiri botnfiskafli í apríl 2007 en í apríl 2006. Botnfiskaflinn í apríl 2007 var 51.167 tonn sem er tæplega 4 þúsund tonna aukning frá apríl í fyrra þegar botnfiskaflinn 47.375 tonn. Þorskafli var nánast sá sami nú og í apríl í fyrra eða rúmlega 17 þúsund tonn. Hinsvegar jókst ýsuafli um 2 þúsund tonn milli ára og sama gildir um karfaafla. Engin loðnuafli var í apríl |
16.5.2007 | 18:15
Og kvótinn hækkar
40% verðhækkun á ferskum ýsu- og þorskflökum.
Á fyrstu 3 mánuðum ársins voru flutt út fersk ýsuflök að verðmæti 1,33 milljarðar. Þegar borið er saman meðalverð við sama tímabil 2006 kemur í ljós að það er 40% hærra nú. Þó magnaukning sé aðeins 4% er verðmætaaukningin rúmar 400 milljónir.
Verðhækkunina er að nokkru leyti hægt að skýra til gengisbreytinga, þar sem evran gaf að meðaltali 14% fleiri krónur á fyrstu þrem mánuðum þessa árs en á sama tímabili 2006.
Óbreytt frá fyrra ári fer rúmur helmingur (56%) ferskra ýsuflaka til Bretlands, Bandaríkin (34%) og Frakkland (6%) eru þar á eftir.
Auk ýsunnar var einnig litið á útflutningstölur Hagstofu Íslands um fersk þorskflök. Þar vekur fyrst athygli samdráttur í magni um 30%, þ.a. þó meðalverð hafi hækkað um 40% eins og í ýsunni, minnkaði útflutningsverðmæti um 50 milljónir. Heildarútflutningsverðmæti ferskra þorskflaka nam 1,94 milljörðum á fyrstu þrem mánuðum þessa árs.
Eins og í ýsunni er mest selt af ferskum þorskflökum til Bretlands (45%), næst kemur Belgía (23%) og í þriðja sæti er Frakkland (15%).
16.5.2007 | 18:12
Fýn grein
Ólafur R. Sigurðsson |
Leiguliðar athugið!
Kvótakerfinu var, illu heilli, komið á fyrir um 24 árum síðan. Yfirlýsturtilgangur þess var að vernda fiskistofnana og tryggja byggðir við
sjávarsíðuna. Skemmst er frá því að segja að hvorugt markmiðið hefur náðst.
Vegna kvótakerfisins er þorskstofninn ekki svipur hjá sjón og margar byggðir eiga í vök að verjast. Þrátt fyrir að fiskverð hafi margfaldast að raungildi hafa skuldir sjávarútvegsins aukist með enn risavaxnari skrefum. Þannig hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 350% á tíu árum þó umsetningin sé nánast sú sama. Eina leið stjórnvalda til að taka á brottkasti og sóun í kvótakerfinu er að setja upp rándýrt en gagnslaust eftirlitskerfi og refsa þeim sem eru svo heiðarlegir að viðurkenna brot sín. Þrátt fyrir þetta augljósa árangursleysi hefur verið haldið áfram á sömu braut.
Ekki hef ég getað varist þeirri hugsun að raunverulegur tilgangur þeirra er réðu för hafi verið sá að koma á lénsskipulagi í sjávarútvegi. Eða eigum við kannski að trúa því að það sé hrein tilviljun að guðfaðir kvótakerfisins hafi komið þeim breytingum á að "sameign þjóðarinnar" erfðist og hann yrði þannig lénsherra í fyllingu tímans?
Óvenju lítið fer þó fyrir umræðu um sjávarútvegsmál þó sá atvinnuvegur skili enn, meira en helmingi þjóðartekna okkar Íslendinga. Ekki er öll sú umræða frumleg enda hafa allir flokkar að undanskildum Frjálslynda flokknum gefist upp fyrir þeirri sögulegu nauðsyn að brjótast út úr kerfinu.
Þessa dagana eru flokkarnir í óða önn að viðra fjaðrirnar fyrir kjósendum.
Sumir flokkarnir reyna, að því er virðist, fremur af vilja en mætti að hafa
skoðun á öllum málum, s.s. sjávarútvegsmálum. Jafnvel Vinstri grænir eru þar engin undantekning. Kosningaloforð þeirra í sjávarútvegsmálum er að gera upptæk í ríkissjóð 5% af leigukvóta. Þetta myndi draga úr framboði leigukvóta og hækka hann til muna. Hagsmunir okkar leiguliðanna eru þeir, að meðan við þurfum að búa við þetta kerfi, sé nægt magn kvóta til leigu og á skikkanlegu verði.
Í dag þurfum við að borga 7 krónur af hverjum 10 til kvótagreifanna. Af þessum 30% sem eftir eru þurfum við að greiða allan útgerðakostnað. Af þessu má sjá að þetta forréttindakerfi hefur ekki skapað okkur neitt sældarlíf. Ef Vinstri grænir gefa sig út fyrir vera flokk jafnaðar, þá heggur sá er hlífa skyldi, því tillögur þeirra miða að því að auka á þjáningar okkar leiguliðanna og skaða byggðirnar. Leiguliðar, oft var þörf en nú er nauðsyn, tölum við vini og vandamenn og kjósum F fyrir frelsi 12. maí.
Ólafur R. Sigurðsson skipstjóri
16.5.2007 | 18:07
Fyrstu Fýllseggin

15.5.2007 | 18:04
Það er Þorskur út um allan sjó
Klettur skorar á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann
Stjórn Kletts - félag smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi hefur sent frá sér þrjár ályktanir sem fjalla um aukningu veiðiheimilda, dragnóta- og loðnuveiðar. Í ályktunum skorar félagið á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótannn og beita sér fyrir friðun innfjarða og grunnmiða fyrir dragnótaveiðum. Þá fagnar stjórn Kletts stefnu stjórnvalda varðandi loðnuveiðar. Ályktanirnar eru eftirfarandi:
Aukning veiðiheimilda
Í ljósi feykilega góðra aflabragða á þorski og mikillar þorskgengdar á fiskimiðum landsmanna, skorar Klettur, félag smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar þorskkvóta núverandi fiskveiðiárs um 25 30 þúsund tonn.Veiði undanfarinna missera gefur það til kynna að mun meira magn sé af þorski í sjónum en fram hefur komið við mælingar fiskifræðinga, í ljósi þess er kvótaaukning bæði framkvæmanleg og skynsamleg.
Dragnótaveiðar
Stjórnarfundur svæðisfélagsins Kletts, félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi, skorar á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að taka nú af skarið og beita sér fyrir friðun innfjarða og grunnmiða fyrir dragnótaveiðum.Ásókn dragnótabáta bæði stórra og smárra hefur aukist jafnt og þétt á félagssvæði Kletts á undanförnum árum og er nú svo komið að í óefni stefnir.
Það er því sanngjörn krafa að okkar mati að Eyjafirði og Skjálfanda verði lokað fyrir dragnótaveiðum allt árið, og fjörðunum þannig gefið tækifæri á að ala upp ungfisk án þess að stöðugt sé skarkað á búsvæðum hans með stórvirkum dregnum veiðarfærum.
Loðnuveiðar
Stjórn Kletts, félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi, fagnar stefnu stjórnvalda varðandi loðnuveiðar. Það að takmarka mjög flottrollsveiðar með svæðastýringu, svo og láta loðnustofninn njóta vafans við mælingar, tryggir næga loðnu til hrygningar og skapar aukið fæðuframboð fyrir okkar helstu nytjastofna t.d. þorsk og ýsu. Þessi stefna hefur gefið þeim aðilum sem vilja byggja upp þorskstofninn og nýta hann á sama tíma án þess að skerða veiðiheimildir nýja von um að uppbyggingin gangi hraðar fyrir sig en annars væri.
15.5.2007 | 18:00
Hafró mætti stundum hlusta á sjómenn
Lélegir þorskárgangar gefa furðugóðan afla
Eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson birtist í Fiskifréttum 11. maí sl.
Vart líður sá dagur að sjómenn tjái sig ekki um ástandið á miðunum. Nánast án undantekninga er það á einn veg þvílíkt mok, þetta er ótrúlegt.
Svæðisfélög Landssambands smábátaeigenda hafa hvert af öðru ályktað um stöðuna á miðunum og skorað á sjávarútvegsráðherra að bæta við heimildir þessa árs um 25 30 þúsund tonn. Enn sem komið er hefur hann ekki orðið við kalli þeirra.
Sú spurning gerist æ áleitnari hvort Hafrannsóknastofnun hafi vanmetið þorskstofninn. Hvort þorskstofnar sem halda sig á grunnslóð þar sem togararallið nær ekki til séu í raun teknir með í útreikninga stofnunarinnar varðandi stærð veiðistofns? Hvort hin góðu skilyrði í hafinu undanfarið hafi leitt til minni náttúrulegra affalla en Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir.
Á skjön við skýrslu Hafró
Undrun vekur að uppvaxandi árgangar frá og með 2001 sem stofnunin hefur mælt að meðaltali lélega sem nýliðun skuli vera svo áberandi í veiðinni sem raun ber vitni. Það er í það minnsta á skjön við það sem fram kemur í skýrslu Hafró Nytjastofnar sjávar 2005/2006 aflahorfur 2006/2007. Þar segir um nýliðun árganganna:
2001..... lélegur, næst minnsti árgangur sem fram hefur komið síðan 1955, aðeins 61 milljón nýliðar.
Árgangurinn var 4 ára þegar mælingar fóru fram sem skýrslan byggði á og var þá lægra hlutfall í afla en gert hafði verið ráð fyrir. Nú er þessi slaki árgangur orðinn 6 ára og verður forvitnilegt að vita hvernig hann kemur út í skýrslu Hafró í byrjun júní þá mældur í maí 2006, því vissulega hefur hann verið drjúgur í veiði línumanna á grunnslóð nú í ár og í fyrra.
2002 er metinn á 164 milljónir
2003..... er lítill eða 127 milljónir
2004..... mjög lítill eða um 88 milljónir þriggja ára nýliða.
Árgangurinn hefur nú skilað sér inn í veiðistofninn. Það er ein ástæðan fyrir því að spáð var lélegri veiði á þessu ári. Það er af og frá, aflahrotan heldur áfram.
,,Ótrúlegt fiskirí
Þegar ég spyr mína menn um aflabrögðin og hvernig ástandi sé, er algengt að heyra: Ótrúlegt fiskerí; Ég man vart eftir öðru eins; Það er mikið æti á slóðinni og gott ástand á þorskinum; Sjórinn hefur verið óvenjuhlýr undanfarin misseri, fiskurinn hlýtur því að hafa bætt verulega við sig.
Skyldi framanritað vera ein skýringin á vanmati, að þyngdaraukning hefur orðið meiri en Hafró hafði reiknað með?
Vissulega sýna niðurstöður togararalls í mars síðastliðinn slíkt. Í því mældist vísitala 7-10 ára fisks (árganga 2000-1997) 20% hærri en í rallinu 2006 og 100% hærri en hún var á tímabilinu 2001-2003.
Gríðarleg fjölgun skyndilokana
En fleira kemur til sem ýtir undir að stofnunin vanmeti stærð veiðistofnsins. Gríðarleg fjölgun skyndilokana vegna smáþorsks sem veiddur er á línu. Skoðað var tímabilið 1. janúar til 8. apríl. Niðurstaðan var eftirfarandi:
2004.............fjöldi skyndilokana 12
2005.............fjöldi skyndilokana 11
2006.............fjöldi skyndilokana 15
2007.............fjöldi skyndilokana 27
Hvorki meira né minna en 80% aukning milli ára. En mátti búast við því? Varla því í áðurtilvitnaðri skýrslu Hafró er eftirfarandi ritað: Árið 2006 verður hlutfall ungfisks nokkuð hátt en 2007 verður aflasamsetning hagstæðari.
Að lokum skal vitnað til viðtals sem Fiskifréttir áttu við skipstjóra tveggja línubáta frá Tálknafirði, Tryggva Ársælsson og Þór Magnússon og birtist hér 30. mars sl.:
Rannsóknaskipin létu ekki einu sinni sjá sig þegar allt fylltist af þorski í kjölfar hafíssins. Fiskurinn var allt öðruvísi en sá þorskur sem við eigum að venjast. Hann var dekkri, haussmærri og lifrarmeiri og að öllum líkindum kominn hingað frá Grænlandi.
Ég tel að Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Björn Ævarr Steinarsson sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs skuldi þjóðinni haldbetri skýringar en að gríðarleg aflabrögð stafi af langvinni brælu. Þeir sem umgangast auðlindina allan ársins hring óska eftir meiri vigt í viðbrögð þeirra. Framsetningu sem skýrir misræmi þess sem fram kemur í ástandsskýrslu og þess sem hér hefur verið vakin athygli á.
Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
14.5.2007 | 23:21
Til hamingju Keflavík
![]() |
Keflavík lagði KR-inga í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2007 | 21:45
ÍBV 1 Þór Akureyri 1
13.5.2007 | 21:22
Varnar sigur hjá frjálslyndum
13.5.2007 | 21:03
Það er nóg af Þorski í sjónum bara ekki þar sem Hafró leitar
Þorskafli í apríl eykst milli ára
Krókaaflamarksbátar fiskuðu vel af þorski í nýliðnum apríl eða alls 2.961 tonn sem er 18% aukning frá sama mánuði í fyrra - 455 tonn.
Hins vegar minnkaði ýsuafli milli ára um sömu prósentu - úr 870 tonnum í 711.
Steinbítsafli krókaaflamarksbáta varð einnig minni í ár. Apríl nú gaf 1.267 tonn en 1.488 tonnum veiddust í sama mánuði á síðasta ári.
Unnið upp úr tölum frá Fiskistofu
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða