Það er enn smá kvóti eftir

10. maí 2007 :

Staða veiðiheimilda - meira eftir nú en á sama tíma í fyrra

Misjafnt er milli krókaaflamarkskerfis og aflamarks hversu mikið er búið að veiða í einstökum tegundum. Í dag 10. maí eru krókaaflamarksbátar búnir að nýta tæp 56% (58%) af þorskinum, en í aflamarkinu var hlutfallið komið í 78% (82%).


Í ýsu snýst þetta við, krókaaflamarksbátar eru búnir með 67% (73%) en skip í aflamarki 58% (63%).


Í steinbít eru krókaaflamarksbátar búnir með 70% (64%) af sínum heimildum, en 90% (98,5%) hafa verið nýtt í aflamarkinu.


Á Fiskveiðiárinu er heimilt að veiða 191,5 (199,1) þús. tonn af þorski, 111,6 (107,4) af ýsu og 12,6 (13,3) þús. tonn af steinbít.
Hlutur krókaaflamarksbáta 35,8 (39,1) þús. tonn í þorski, 22,0 (20,5) í ýsu og 4,8 (5,6) þús. tonn í steinbít.


Tölur í sviga sýna stöðuna 10. maí 2006.

 


Unnið upp úr tölum frá Fiskistofu


Mjög forvitnilegt

9. maí 2007 :

Óvinurinn fundinn?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að á árinu 1992 voru þorskveiðar bannaðar við austurströnd Kanada. Enn þann dag í dag er engin afgerandii skýring fundin á því hvers vegna þorskstofnum hrakaði svo heiftarlega að til þessa óyndisúrræðis var gripið. Væntanlega er ástæðan sú að “ein” skýring er einfaldlega ekki til.
Ýmsu var og er um kennt. Ofveiði í úthafinu af stórum togaraflotum, bæði kanadískum og erlendis frá, miklum breytingum á umhverfinu í hafinu, sístækkandi selastofnum og svo framvegis.

Margir fiskimanna á Nýfundnalandi, sérstaklega við Austurströndina, halda því fram í dag, að verulegt magn sé af þorski á grunnslóðinni, inná flóum og fjörðum. Þá sé talsvert af ýsu þegar utar dregur. Vísindamenn viðurkenna fæst af þessu og fara vægast sagt varlega í allar yfirlýsingar sem gætu vakið bjartsýni. Þeir segja þó að þorskstofninn við suðurströnd Nýfundnalands sé í bærulega ástandi, en sá stofn var aldrei jafn illa staddur og við austurströndina og annarsstaðar á svæðinu.

Hverju sem um er að kenna varðandi hrun þorskstofnanna á þessum slóðum er ekki síður athyglisvert hversu lítið þeir hafa rétt úr kútnum, miðað við fyrri frægðartíma. Eins og í fyrra tilfellinu eru uppi ýmsar kenningar og sumar þeirra halda því blákalt fram að þorskurinn komi aldrei aftur – sama hvaða aðgerða menn grípi til.

Selurinn


Fiskimenn nefna oftast risastóra selastofnana sem ástæðuna og vissulega hljóta þeir að taka drjúgan toll. Til eru myndbönd, tekin neðansjávar rétt norðan við höfuðborgina St. John’s, sem sýna mikið magn af dauðum þorski liggjandi á botninum. Fiskurinn virðist í fyrstu alheill. En ef betur er að gáð er gat á maga þeirra og lifrina vantar. Svona gengur nú blessaður selurinn um náttúruna. Það yrði eitthvað sagt ef fiskimenn tækju þetta til fyrirmyndar.

Opinberar tölur frá Kanada segja að fjöldi sela við austurströndina sé um þessar mundir 5,5 milljón kvikindi. Af einhverjum ástæðum hefur vöðuselsveiðikvótinn verið skorinn niður um 17% frá síðasta ári, eða í 270 þúsund dýr fyrir árið 2007. Reyndar hafa selveiðimenn átt í miklum erfiðleikum við veiðarnar. Fjöldinn allur af bátum hefur frosið inni í rekís við austurströndina. Rekís hefur verið meiri en um árabil við Labrador og Nýfundnaland. Kanadíska strandgæslan hefur sent sína stærstu ísbrjóta til að bjarga lífi manna og bátum. Bátarnir hafa oftar en ekki verið mjög illa farnir eftir glímuna við ísinn. Að sjálfsögðu hafa kanadískir Grænfriðungar frætt landa sína á heimasíðum hver kostnaður skattgreiðenda þar í landi er vegna þessara björgunaraðgerða.

 

Það er vert að geta þess að þeir eru allnokkrir á Nýfundnalandi og Nova Scotia sem vilja síst af öllu að þorskurinn komi aftur. Þeir hafa snúið sér að öðrum veiðum og eru greinilega ekki í jafn sterku ástarsambandi við þorskinn og gerist og gengur meðal Íslendinga.

Hvað um það, hér skal getið einnar kenningar sem sett hefur verið fram og er ekki síður athugunar virði en aðrar.

Kenneth Frank er vísindamaður sem starfað hefur frá 1983 við Haffræðideild Bedford stofnunarinnar í Dartmouth í Nova Scotia. Fyrir tæpum tveimur árum sýndi hann, ásamt félögum sínum, fram á í fyrsta skipti að ruðnungsáhrif þess að fjarlægja hluta úr fæðukeðju á ekki einungis við á þurrlendi og í ferskvatnskerfum, heldur og í höfunum. Kenneth og félagar rannsökuðu hin ýmsu stig fæðukeðjunnar á landgrunninu austur af Nova Scotia, þar sem þorskurinn nánast hvarf skömmu uppúr 1990.

Rækjan - óvinurinn fundinn?


Þeir komust að því að fæðukeðjan hefði í kjölfarið endurnýjast og “fjölgunarsprenging” orðið hjá þeim tegundum sem fyrrum voru bráð þorsksins. Hér var fyrst og fremst um að ræða rækju, makríl, síld og krabba. Náttúran tók sig semsé til og framleiddi í “gatið” eftir þorskinn.
Þessar tegundir nærast á stóru dýrasvifi sem leiddi til þess að magn þess minnkaði mjög sem olli því að plöntusvif jókst verulega – þar sem stóra dýrasvifið nærist á því. Í kjölfarið minnkaði magn uppleystra nítrara, þar sem plöntusvifið nærist á þeim.

 

Ástæða þess að þorskurinn hefur ekki náð sér á strik, segir Kenneth Frank, er sú að þorsklirfur eru í reynd stórt dýrasvif. Afleiðingar þess að þorskurinn hrundi er að dýrasvifsæturnar ráða nú ríkjum í vistkerfinu. Þorskurinn muni því ekki ná sér á strik vegna þess að þessi litlu rándýr éta hann einfaldlega upp, nánast til agna.

Kenneth lætur ekki staðar numið við þorskinn. Með þessari kenningu sinni útskýrir hann að auki ástæður þess að sumar tegundir tannhvala hafa ekki fjölgað sér, þrátt fyrir áratuga friðun. Hlutverk þeirra í náttúrunni hvarf einfaldlega með fækkun þeirra. Sama eigi við um þorskinn.


Hamingju óskir

Gefinn voru samann í Landakirkju Vestmannaeyja í dag, Jóhannes Esra Guðmundsson og Guðný Anna Thorshamar. Innilega til hamingju og megi ykkur ganga allt í haginn.Heart


Ég er einmitt að taka þátt í Evrópukepninni í eyjum

Fengum meðal annars væna Lúðu í dag. Þetta var eina Lúðann sem veiddist í dag en seinni dagurinn í þessu móti er á morgunn.


mbl.is Íslenskir stangveiðimenn reyna fyrir sér í Indlandshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eins gott að allir mæti á kjörstað

það mun muna um þitt atkvæði. Gefum börnunum okkar og barnabörnum okkar tækifæri á að fara til fiskveiða( ef þau hafa áhuga) án þess að þurfa að borga okurleigu fyrir réttinn til að draga fisk úr sjó. Setjum X við F. Megið þið öll eiga ánæulegann kosningadag með fullvissu um að þið hafið kosið rétt.
mbl.is Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska eftir að kaupa atkvæði

8. maí 2007 :

Sjávarútvegsráðherra boðar áframhaldandi línuívilnun og óbreyttan slægingarstuðul.

Á almennum borgarafundi í Bolungarvík sem Guðmundur Halldórsson fv. formaður Eldingar boðaði til og haldinn 6. maí s.l. var m.a. rætt um línuívilnun og slægingarstuðul.

Það var formaður Eldingar Gunnlaugur Finnbogason sem beindi tveimur spurningum um þau málefni til sjávarútvegsráðherra. Hann sagði þær varða hvort veiðiheimildir að værðmæti 1,6 milljarðar yrðu áfram í Bolungarvík eða hirfu þaðan:

1. Línuívilnun
Í landsfundarályktun sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál er að finna eftirfarandi þar sem fjallað er um fiskveiðistjórnunarkerfið:


„Gera þarf sérstakt átak í að einfalda stjórnkerfi veiðanna og auka gegnsæi þess með því að draga úr sérstökum úthlutunum og skorðum og öðru því sem felur í sér mismunun.“


Á sl. fiskveiðiári fengu bátar sem réru héðan frá Bolungarvík 344 tonn af þorski í línívilnun, 137 tonn af ýsu og 132 tonn af steinbít. Gangi samþykkt landsfundar eftir mun það þýða að línuívilnun verður aflögð og framangreindar veiðiheimildir að andvirði 830 milljóna munu hverfa héðan.

Verði sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningar, er sjávarútvegsráðherra þá tilbúinn að lýsa því hér yfir að hann mun ekki undir neinum kringumstæðum samþykkja afnám eða skerðingu á línuívilnun.


2. Slægingarstuðull:

Hugmyndir eru um að breyta honum í þorski úr 0,84 í 0,90.

Á sl. fiskveiðiári var landaður þorskafli hér í Bolungarvík 6.716 tonn.

Verði slægingastuðlinum breytt, mun það miðað við þennan þorskafla þýða 400 tonna kvótaskerðingu að andvirði tæpra 800 milljóna í varanlegum heimildum.

Er sjávarútvegsráðherra tilbúinn að lýsa því hér yfir að hann mun sem sjávarútvegsráðherra ekki gera neinar breytingar á slægingastuðlinum.“


Í svari sjávarútvegsráðherra kom fram að ekki þyrfti að brýna hann varðandi línuívilnun hún hefði verið hans baráttumál og ekki stæði til að afnema hana.

Varðandi slægingarstuðulinn sagði ráðherra að hann mundi ekki gera breytingar á honum.


Ath. hægt er að hlusta á fundinn - slóðin er:

http://www.bolungarvik.is/bolungarvik/frettir_-_nanar/?cat_id=397&ew_0_a_id=3606

 

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð


Þarna ræður stórútgerðinn

7. maí 2007 :

Sjávarútvegsráðherra hafnar beiðni Reykjaness um áframhaldandi lokun viðkvæmrar hrygningarslóðar við Reykjanes

Í bréfi sjávarútvegsráðuneytisins dagsett 3. maí sl. til Halldórs Ármannssonar formanns Reykjaness segir eftirfarandi:

„Vísað er til bréfs yðar frá 30. apríl 2007 þar sem þér fyrir hönd Smábátafélags Reykjaness óskið eftir að gildistíma reglugerðar nr 888, 11. október 2002 um sérstök línu og netasvæði, verði framlengt.
Ráðuneytið tilkynnir að það mun ekki framlengja banni við veiðum með botnvörpu á svæði því sem tilgreint er í fyrrgreindri reglugerð.“

Halldór sagði þetta vera mikil vonbrigði, en þó ánægjulegt að loksins eftir áralanga baráttu hefði fengist svar frá ráðuneytinu. Það innihéldi einfaldlega að ráðherra væri andvígur því að friða viðkvæm hrygningarsvæði fyrir trollinu.

Eins og bent var á í bréfi Reykjaness fylltist allt af togurum á svæðinu á miðnætti 1. maí. „Þeir hafa trollað svæðið þvers og kruss frá þeim tíma og heimabátar í tugatali sem nýtt hefðu svæðið með línu fyrir þessa holskeflu nú flestir flúnir af því. Ég reikna með að búið verði að ganga frá þessu nú í vikunni ef Fiskistofa lokar ekki á smáýsu sem þarna er mikið af“, sagði Halldór.


Hver vakti upp þennan Framsóknardraug

Vill sá hinn sami visamlegast kveðann niður aftur. Devil  .  Þetta er á uppleið hjá Frjalslyndum Smile
mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar 12 maí.

Vinur minn Hermann Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður var að skamma mig fyrir að vera ekki nógur duglegur að skrifa. Hermann er eigandi á Sjöfn Ve og Betu Ve og hefur verið í útgerð í mörg ár og unnið þetta af miklum myndarskap. Hann hefur haldið úti Betunni til veiða á línu og yfirleitt klárað kvótann sinn og stundum leigt viðbót. Ég var staddur niðri á Kosningarskrifstofu hjá Frjálslynda flokknum fyrir nokkrum dögum síðan og þá kom til mín ungur maður og bað mig um að sýna sér hvað við værum með á stefnuskránni varðandi innflytjendur. Ég gerði það og spurði hann hvar og hvað hann væri að vinna við. Sagðist hann vera sjómaður á bát frá Vestmannaeyjum svo ég spurði hann afhverju hann væri þá ekki að spurja mig um stefnu okkar í sjávarútvegsmálum. Þá sagði hann mér það að eigendur og útgerðarmenn á bátnum sem hann væri á hefðu sagt áhöfninni að ef þeir myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri kvótinn tekinn af útgerðinni og þeir myndu allir missa vinnuna. Mér þótti frekar dapurt að heyra þetta því þetta er nákvæmlega þveröfugt við hina raunverulega stefnu Frjálslynda flokksins. Við viljum stiðja við duglega útgerðamenn með því að þeir haldi sínum aflaheimildum svo framarlega sem þeir noti þær til að veiða þær og ef einhvað er þá viljum við auka aflaheimildir. Það er nokkuð ljóst að hræðslu áróður margra útgerðamanna er fyrst og fremst tilkomið vegna eigin hagsmuna útgerðamanna og hræðslu við þær breytingar sem Frjálslyndi flokkurinn vill sjá á núverandi kvótakerfi. Það er vonandi að fólk láti ekki blekkjast og fólk kynni sér stefnu okkar í sjávarútvegsmálum. Að mínu mati er hægt að útskýra núverandi kvótakerfi á margan hátt en ég hef stundum talað um að á því séu þrjár hliðar. Fyrsta hliðin er sú sem snýr að núverandi handhöfum aflaheimildanna, auðvitað eru þeir sáttir og vilja engu breyta. Það finnst mér ósköp eðlilegt. Önnur hliðin er kannski menn eins og ég sem eiga of litla kvóta og eru ósáttir við að tegundir eins og keila, langa og skötuselur séu í kvóta því fyrir því eru engin vísindaleg rök. Þriðja hliðin og sú mikilvægasta snýst um bæjarfélögin og íbúa þess. Trúir því einhver að hagsmunum okkar sé best borgið með því að einhverjir örfáir aðilar eigi allan kvótann og ráði hverjir lifa og hverjir verða að fara? [Það væri kannski í lagi ef þær væru eilífir.] En svo er því miður ekki. Frjálslyndi flokkurinn hefur öfluga stefnuskrá í öllum málum. Grétar Mar er öflugur talsmaður verkafólks og sjómanna. Sunnlendingar og eyjamenn, tryggjum Grétar Mar á þing með því að setja X við F. Góðar stundir.

Viku eftir síðustu kostningar ( fyrir 4 árum)

kom neyðarkall frá Raufarhöfn vegna þess að kvótinn var allur farinn og íbúarnir sáu enga leið aðra enn að yfirgefa þorpið enda enga atvinnu að hafa lengur. Ríkisstjórnin brást við með því að hjálpa Raufarhafnarbúum að hefja vinnslu á ( saltfisk) ekki veit ég hvernig staðann er þarna núna en spurningin er sú, frá hvaða þorpi kemur neyðarkall næst eða er það kannski komið.
mbl.is Atvinnumál Bolungarvíkur rædd á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband