12.4.2007 | 14:23
Minni Þorskur segir Hafró
Ef að þetta er rétt hjá Hafró, er þá ekki rétt að fara að athuga út af hverju þetta kerfi sem á að biggja upp stofninn virkar ekki.
![]() |
Stofnvísitala þorsks lækkar um 17% á milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2007 | 22:49
Ráðstefna um Lundann
Í Vestmannaeyjum var í dag haldinn ráðstefna um áhyggjur eyjamanna vegna mishepnaðs varps Lundanns síðast liðinn 2 ár. Fundurinn fór vel framm og var góð mæting, meðal annars fjallaði Einar Sveinbjörnsson um hlynun loftlags og hugsanleg áhrif þess á Lundann og aðal fæðu Lundanns (Síli) Valur Bogason(frá Hafró ) fjallaði um rannsóknir á Sandsíli og kom þar helst framm hversu lítið við vitum í raun og veru. Margir aðrir sérfræðinngar tóku til máls enn merkilegast þótti mér ræðan hjá Erpi Snæ Hansen. Fjallaði Erpur um stofn stærð Lundanns í Vestmannaeyjum. Eftir að hafa stundað rannsóknir í eyjum um 10 ára skeið ásamt fleirum þá fann hann út að í Vestmannaeyjum væru um 1200000 Lundaholur. Mælti Erpur sérstaklega með því að farið væri varlega í allar breitingar varðandi Lunda veiði tímann. Niðurstaða fundarinns að mínu mati er að ef varp Lundanns brext líka í sumar þá gæti farið svo að í framtíðinni leggist Lundaveiði af. Það eru forréttinndi að geta farið til fjalla og veitt Lunda vonandi nær stofninn sér í sumar. Meira seinna.
11.4.2007 | 22:13
Innflytjendamál
Á blaðsíðu 21 í Fréttablaðinu í dag skrifar Lýður Árnason læknir um málefni innflytjenda. Mig langar að þakka Lýð fyrir þessa grein enda er ég henni alveg sammála. Ég held að andstæðinngar Frjálslynda Flokksins ættu að taka sér Lýð til fyrirmindar og ræða þessi mál án fordóma.
10.4.2007 | 15:21
Vetur eða sumar
Öfgarnir í veðrinu eru oft með ólíkindum, nú er kominn sól og blíða allur snjór horfinn og freistinginn að rífa upp sjónaukann í von um að sjá prófastinn (Lundann ) mæta í fjöllinn nánast óbærilegur.
10.4.2007 | 08:05
Vetur eða vor
Það er kominn vetur aftur fjöllinn orðinn hvít en þó ef vel er að gáð þá sést örla fyrir grænum lit úti á túni. Í þessari viku kemur sá fugl sem ég bíð alltaf spentastur eftir, Lundinn. Sama dag og Lundinn kemur er sumardagurinn fyrsti hjá mér, svo hver veit kanski kemur hann í kvöld. Á morgunn verður haldinn ráðstefna í eyjum í Kívanis, umræðuefnið er Lundinn og áhyggjur manna um hvaða áhrif mishepnað varp Lundanns sýðast liðinn 2 ár hefur haft á stofninn, meira um það seinna.
9.4.2007 | 23:24
37. landsfundur sjálfstæðisflokksins
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur skilað þjóðinni miklum ávinningi. Aflamarkskerfi með framseljanlegum heimildum hefur leyst úr læðingi kraft og frumkvæði íslenskrar útgerðar og fiskverkenda. Kerfið byggist á þeirri grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins að frelsi einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum. Þannig hefur verið horfið frá stefnu ríkisforsjár og hafta. Landsfundurinn telur að festa eigi aflamarkskerfið enn betur í sessi og minnka pólitíska óvissu sem fælir aðila út úr greininni og gerir hana síður samkeppnishæfa um fjármagn. Ég trúi því ekki að þetta fólk sem samdi þetta starfi við sjávarútveg á þessu landi okkar.

9.4.2007 | 18:04
Trúlegt eða hitt þó heldur
Væri ekki nær að laga kjör verkafólks, aldraðra og öryrkja.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2007 | 11:47
Systir mín sendi mér þennan
Ung,ljóshærð falleg snót stóð á hafnarbakkanum. Hún var niðurdregin og hrygg og hugðist binda enda á líf sitt með því að stökkva í höfnina Þar sem hún er um það bil að lyfta öðrum fætinum fram af bryggjukantinum kemur til hennar ungur sjómaður og spyr hana hvers vegna hún sé að gráta. Hún segir honum eins og er að hún ætli að fyrirfara sér. Sjómanninum unga þykir það mikil synd að svona ung og falleg stúlka skuli ætla að taka sitt eigið líf og reynir að sannfæra hana um að hún hafi mikið að lifa fyrir. " Veistu....skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. " Hann færir sig nær stúlkunni, tekur utan um hana og hvíslar "Ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig". "Já" segir stúlkan "hverju hef ég svosem að tapa? " Um nóttina laumar hann henni um borð í skipið og felur hana í einum björgunarbátnum. Reglulega kemur hann svo og færir henni mat og drykk og í hvert skipti elskast þau heitt og innilega. Rúmum þremur vikum síðar er skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð um skipið þegar hann verður var við hreyfingu í einum björgunarbátnum. Hann lyftir varlega upp plastinu sem hylur bátinn og bregður aldeilis í brún þegar hann sér unga,ljóshærða stúlku í felum í bátnum. Hann spyr hana hvað hún sé eiginlega að gera þarna og segir hún eins og er að ungi sjómaðurinn hafi ætlað að lauma henni til Ameríku. Þá segir skipstjórinn : "Þú hefur laglega látið plata þig núna vina mín.....þú ert stödd um borð í Herjólfi !!!!!!!" |
7.4.2007 | 11:39
Heilalaust lið
5.4.2007 | 11:28
Það mætti halda að það væru að koma kosningar
Margar kvóta sterkar útgerðir eru að flagga inn nýjum skipum nú í vor. Það er verst að skipinn eru einskis virði, það er bara kvótinn sem skiftir máli.
![]() |
Grindavíkin GK 606 bætist í flota Grindvíkinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)