Róður á Bliðu

Fór á sjó í gær veðrið var ágætt, svolítið kalt en hlínaði eftir að Sólin kom upp. Stímið á miðin var ekki nema hálftími og aflinn ágætur eða 2 tonn af blönduðum fiski. þegar ég var komin inn til löndunar þá var þar kominn bátur sem hafði farið róður vestu á Selvogsbanka og var með 6 tonn af Þorski. Ég var spurður af því af hverju ég færi ekki þangað líka, svarið var einfalt þessi bátur á nægan Þorsk en ég ekki . Það er mjög erfitt að fá Þorsk á leigu og leigan mjög há þannig að mér hentar betur að fara stutt og fá blandaðan afla, meðal annars Skötu, Lúðu og Lísu sem að eru enn utan kvóta.

Glæsilegur listi, 4 konur frá eyjum

Sterkur hópur eyjakvenna á listanum.
mbl.is Framboðslisti frjálslyndra í Suðurkjördæmi birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blíða ve 263

Var að koma í land með 1200 kg af blönduðum fiski, veðrið í dag var ágætt enn svolítið þungur sjór eftir miklar brælur að undanförnu. Sennilega er ófært í Bakkafjöru en ölduduflið hefur ekki virkað í 8 daga. Fyrsti maðurinn sem ég hitti á bryggjunni er eigandi að kvótalausum netabát. Hann sagði mér að hann hefði ákveðið að róa ekki enda leiga á Þorski kominn í 200 kr kg og að hann gæti alveg eins verið heima hjá sér kauplaus eins og kauplaus úti á sjó. Frá því að núverandi ríkisstjórn leifði frjálst framsal á aflaheimildum, þá hefur fólki  fækkað stöðugt í öllum minni bæjarfélögum í þessu landi okkar.Kvótakerfið hefur brugðist okkur, ríkisstjórnin hefur brugðist okkur, ætlum við svo að bregðast okkur sjálfum með því að kjósa óbreitt ástand, ég segji nei og það vita allir hvað ég kís. Góðar stundir. Angry

Margrétar framboð

Fulltrúi hennar í Silfri Egils, segir frábært að skoðannakönnun sýni, að framboðið taki frá Frálslyndum. Hefndin er sæt. Greyið Ómar.Sick W00t

Bakkafjara

Er enn að leita að ölduduflinu, held því hafi verið stoliðAlien  er að spá í að auglísa eftir því  í tapað fundið .W00t

Herjólfur fór aðeins eina ferð

Enn þó eina ferð. enn er ófært í Bakkafjöru og verður ófært áfram. Öldudupplið í Bakkafjöru hefur ekki sínt neitt í viku, enda ekki furða það er allt of oft ófært.
mbl.is Seinni ferð Herjólfs frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkafjara ófært í 20 skiftið á þessu ári

Dupplið er reyndar sennilega í breitingum hjá íhaldinu. Kanski það verði hætt að mæla öldur yfir 3,7 metra þegar og ef það fer að virka aftur, upp eru komnar áhveðnar samsæriskenningar um ástæðu þess að íhaldið sækji svo fast að fá Bakkafjöruhöfn, meira seinna.

Bakkafjara sennilega ófært

Komin er upp sú samsæriskenning að íhaldið í eyjum hafi tekið dupplið í land enda allt of oft ófært.Police


Tvöföldun í forgang.

Það verður að tvöfalda Suðurlandsveg og klára suðurstrandaveg til að létta á umferðinni á Suðurlandsvegi og þrengslum . Harmur eyjamanna er  mikill , unga konan sem slasaðist um sýðustu helgi er frá eyjum og mér er sagt að það sama sé með konuna sem lést í gær.
mbl.is Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

útgerðin

Það sem af er þessu fiskveiðiári hafa krókabátar leikt 3635 tonn af ýsu  úr aflamarkskerfinu til sín. Á síðasta fiskveiðiári leigðu krókabátar samtals 5243 tonn af ýsu úr aflamarkskerfinu, sennilega verður lokastaðan svipuð núna. þorskveiðar hafa gengið verr en á síðasta ári samt hefur leiguverð á Þorski aldrei verið hærra = 190 kr kg í aflamarkskerfi.(Nýtt met). Meðalverð á smæðsta Þorskinum á fiskmörkuðum í gær var 187 kr kg .

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband