Áskorun á bæjarstjórann í Vestmannaeyjum

Það er svolítið skrítið að horfa á alla umræðuna í fjölmiðlum þessa dagana varðandi vandræðaganginn í Landeyjarhöfn og furðulegar yfirlýsingar sumra þeirra sem komið hafa að málinu, m.a. það að þetta sé allt gosinu að kenna,  en eins og flestir Eyjamenn vita sem fylgjast með mínum skrifum, þá hef ég frá upphafi sett fram ýmsar athugasemdir vaðandi þessa framkvæmd, einfaldlega vegna þess að ég er sannfærður um það að framtíðar samgöngum okkar Eyjamanna sé ekki best varið með Bakkafjöru.

Strax í leikskóla er börnunum okkar kennt að það sé ekki mjög gáfulegt að byggja á sandi, en þessi Landeyjarhöfn er svo sannarlega byggð á sandi, og það er sandur meðfram allri fjörunni á suðurlandi. Við sem búum hérna í Eyjum þekkjum líka vindinn og sjóganginn, þannig að þessir síðustu dagar í Landeyjahöfn koma svo sannarlega ekki á óvart. Vegna umfjöllunar minnar síðustu ár, hef ég fengið fjölmargar athugasemdir og skoðanir, og síðast í fyrradag hringdi afi minn úr Reykjanesbæ í mig, til að segja mér frá því þegar hann starfaði við að rífa togarann Surprise frá Hafnarfirði, sem strandaði í Landeyjasandi 1967. Afi komst að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn í Þykkvabæjarfjörunni árið 1950, og sömu niðurstöðu og mikill meirihluti þeirra sem við mig hafa rætt, þarna verði aldrei heilsárshöfn, en hugsanlega einhvers konar sumarhöfn.

En hvað er til ráða? Herjólfur er byrjaður að sigla til Þorlákshafnar og er ég mjög ánægður með það, enda hafa frátafir (þrátt fyrri að skipið hafi verið stytt frá upphaflegri hugmynd) nánast heyrt til undantekninga. Gallinn er hins vegar sá að skipið er of lítið á þessari siglingaleið. Umræða ráðamanna gengur nú út á það, að það þurfi að smíða skip sem passar í Landeyjahöfn. Ég tel menn vera þarna á miklum villigötum, enda væri ekkert minni sandur í höfninni þó að skipið væri minna. Hins vegar væri töluvert meiri líkur á því að skipið gæti ekki nýst okkur til siglinga í Þorlákshöfn. Þetta er að mínu mati algjört lykilatriði, og í raun og veru síðasta tækifæri okkar til að gera samgöngur milli Lands og Eyja eins góðar og mögulegt er (að sjálfsögðu að undanskildum göngum). Skora ég því hér með á bæjarstjórann okkar, Elliða Vignisson, að hætta að hundsa skoðanir Eyjamanna og leyfa okkur að kjósa um þessa tvo möguleika i íbúakosningu, þ.e.a.s. minna skip til að þjónusta eyjarnar frá Landeyjarhöfn, eða stærra og gangmeira skip sem gæti siglt til Þorlákshafnar við bestu aðstæður á ca. 90 mín, og í framhaldinu síðan einkaaðilum og t.d. aðilum í ferðaþjónustunni falið að sjá um og reka Landeyjarhöfn yfir sumarmánuðina og jafnvel lengur ef tíðarfar er hagstætt. 

Ég hef reyndar áður skorað á bæjarstjórann í ýmsum málum og fengið frekar lítil eða engin viðbrögð, en hér erum við að tala um mál sem koma til með að skipta gríðarlega miklu máli fyrir Eyjamenn og nágranna næstu 20 árin amk. og vonast ég því eftir skýrum svörum frá bæjarstjóranum okkar.

Með fyrirfram þökk

Georg Eiður Arnarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Georg

Hvar fékkst þú þær upplýsingar að bandaríkjamenn hafi hætt við hafnargerð í Þykkvabænum vegna þeirrar ástæðu að ekki hafi verið hægt að gera heilsárs höfn þar

Sigurður Þórarinssn (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Sigurður , þetta kemur frá bændunum í Þykvabæ og sveitarsjóranum þar . Man ekki nafnið á honum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 9.9.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, það að bornum okkar er kennt að heimskur maður byggir á sandi, eru gömul vísindi, og þú veist það vél sjálfur, ef ekki ertu ekki mjög víðlesinn um hafnargarðagerð.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 23:50

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi , þetta er alveg rétt hjá þér en ég setti þetta með í greinina vegna þess að svo margir hafa sagt þetta við mig undanfarna daga . Reindar er Bakkafjara sú sama í dag og sýðustu aldir og sandurinn á fleigiferð eins og á öldum áður . kv .

Georg Eiður Arnarson, 10.9.2010 kl. 07:37

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

" eða stærra og gangmeira skip sem gæti siglt til Þorlákshafnar við bestu aðstæður á ca. 90 mín,"

nokkrar spurningar

1. hversu stórt heldur þú að skip sem að ætti að ganga á 90 mínotum þangað þyrfti að vera ? (ath þetta er ganghraði upp á ca 27 sjómílur)

2. hvar ætti að láta þessi skip leggjast að ? er höfnin í þorlákshöfn t.d. nógu stór fyrir stærra skip ?

3. mundir þú vilja borga miðann í skip sem að gengur 27 mílur ?

miðinn var á 2660 og mér fannst það nú persónulega nógu andskoti dýrt

kæmi mér ekki á óvart að hann færi yfir 5000 krónur ef að það ætti að fá skip sem að gengur 10 - 12 milum meira en núverandi skip gerir.

Árni Sigurður Pétursson, 10.9.2010 kl. 12:10

6 identicon

Georg þessar 90mín ferjur sem þú talar um fyrir þessa siglingaleið við flestar aðstæður eru bara þjóðsaga. Það eru að vísu til skip sem ná þessari ferð, en flest af þeim heita USS eitthvað, eru öll yfir 100 metra löng og eru búinn tvöföldum kjarnakljúfum sem þarf bara að setja eldsneyti á með svona 25 ára millibili..... Gleymdu þessu.............

Beggi (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 12:34

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sælir strákar , Smyrill í Færeyjum gengur 25 mílur og er 115 metrar en er samt orðinn 10 ára gamall , hann er einnig með tvennar dyr að aftan og eina á hliðinni og getur því lagst að hvaða bryggju sem er(hlerarnir eru lagðir niður á bryggjuna og eru stillanlegir) . Varðandi verðið þá er ódýrara með honum en Herjólfi enda tekur Smyrill 250 bíla og 1000 farþega í sæti eftir því sem ég veit best og er því mun hagkvæmari en Herjólfur .  Varðandi stærðina þá er Smyrill margfalt liprari í snúningum en Herjólfur enda með gríðarlega öflugar hliðarskúfur og mér er sagt að hann geti siglt á hlið ef með þarf . varðandi höfnina í Þorlákshöfn þá hefur henni verið breitt mikið síðustu ár einmitt til þess að geta tekið á móti stærri skipum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 10.9.2010 kl. 12:55

8 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þú semsagt vilt meina að útaf því að það er ódýrara með smyrli í færeyjum en herjólfi núna þá komi ekkert til með að hækka gjald með herjólfi ?

en já svona til þess að leiðrétta nokkra hluti

þá er smyrill 5 ára gamall

hann tekur 200 bíla (ef engir vagnar eru)

og hann gegnur 21 sjómílu en ekki 25 eða 27 sem að þyrfti til þess að fara upp í þorlákshöfn á 90 mín

já og þess má geta að mesta lengd á honum er 135 metra

en já, burt séð frá því hversu langur hann er, hvar í ósköounum ætti að láta þetta skip leggjast að bryggju  hérna í eyjum ?

það eru allar bryggjur uppteknar og í notkun

en já, hvað helduru að mundi kosta með svona skipi ???

mundu að það kostaði 2660 upp í þorlákshöfn

það þarf ekki að segja mér að það yrði lækkað með gangmeira skipi

skipi úr því að þú talar um smyril

sem að er með samtals að mér sínist ca  tæp 20 þúsund hestöfl.

og já, upplýsingar um smyril eru fengnar af heimasíðu  Strandfaraskips Landsins

http://www.ssl.fo/Default.asp?sida=2982

Árni Sigurður Pétursson, 10.9.2010 kl. 13:29

9 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

já og þess má nú geta að þrátt fyrir þetta 135 metra tæplega 20.000 hestaflaskip sem að gengur 21 mílu

þá er samt sett í ferðaáætlun


Komutíðir kunnu verða broyttar munandi av veðri og streymi.
Arrival times may vary due to adverse weather conditions.

semsagt, þeir virðast ekki treysta skipinu til að fara 21 mílu í hvaða verðri sem er

Árni Sigurður Pétursson, 10.9.2010 kl. 13:38

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Árni , Ég hef nú ekki farið inná heimasíðu Smyrils en bæði spurt Færeyinga um skipið og ferðast með því en í seinni ferð minni með skipinu þá var austan 17 metrar á hlið en skipið haggaðist ekki og mælir um borð sýndi 24 mílur . Varðandi hugsanlega verðskrá með skipinu þá er hún í mínum huga aukaatriði enda snýst málið fyrst og fremst um öruggar siglingar alla daga ársins og það fáum við aldrei með Bakkafjöru,en það er bara gott Árni minn að einhver er tilbúinn að taka upp hanskann fyrir Elliða hann hefur greinilega ekki kjark til þess sjálfur . kv .

Georg Eiður Arnarson, 10.9.2010 kl. 15:27

11 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ég er ekki að taka upp hanskann fyrir einn né neinn

ég er bara að benda á það hvað (að mínu mati) þessi blessaða hugmynd með 90 mín skip upp í þorlákshöfn er vitlaus.

og ekki þykir mér verðskrá með herjólfi vera aukaatriði

þar sem að ég vill eiga kost á því að hafa efni á því að fara með skipinu, hvert svo sem það fer.

og ekki vil ég hækka vöruverð  í eyjum, það er nógu hátt fyrir þykir mér.

já og ef að flutningskostnaður hækkar þá má fastlega reikna með því að fiskverð á markaðinum lækki um það

Árni Sigurður Pétursson, 10.9.2010 kl. 15:58

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Árni , þú hlýtur að vera búinn að fatta það að allir sem fara til höfuðborgar svæðisins borga meira með Bakkafjöru leiðinn.

Við hljótum að vera sammála um það að öruggar ferðir alla daga ársins séu lykil atriðið , ekki viltu að fiskmarkaðurinn fari á hausinn ?

Varðandi það mat þitt að 90 min ferð sé raunhæf eða ekki þá hlýtur hún að vera að minnsta kosti jafn raunhæf og að byggja höfn á sandi ? . kv .

Georg Eiður Arnarson, 10.9.2010 kl. 16:45

13 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, ég hélt að þú hefðir viðurkennt orð mín hér að ofan, er ég sagði að í dag byggja menn allt öðruvísi, hér áður fyrr héldu menn auðvita að allt sykki í sandinn, en á undaförnum árum hafa menn og konur komist að því að það er hægt að byggja á sandi, ef efasemdarmenn hefðu lesið öll gögn um hönnun á Bakkafjöruhöfn, þá vissu þeir hvað ég er að tala um!

Þér til fróðleiks Georg, þá get ég sagt þér hvað skipstjóri á Herjólfi sagði við mig síðasta vetur er ég leisti af sem háseti þar um borð, "Það er ekki hægt að fara með stærra skip upp í Þorlákshöfn" Þar veistu það Georg.

Bakkafjöruhöfn er og verður samgöngubót, sama hvað þú lemur hausnum við steininn.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.9.2010 kl. 00:42

14 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þetta með að borga meira.

(þetta miðast við full fargjöld í báðum tilvikum)

1 aðili í bíl

borgar borgar 2500 krónur í ferðakostnað til bakkafjöru

akstur er ca 140 km í ártúsbrekkuna

akstur  er samkvæmt þeim upplýsingum sem að ég hef leitað af ca 35 kr/km

semsagt  4900 kr aksturinn

samtals er það því  7400 krónur að komast til höfuðborgarinnar.

sami aðili fer í þorlákshöfn og borgar 5320 í herjólf

akstur er ca 45 km  í ártúnsbrekkuna

og kostar akstur því  1575 krónur

samtals til þess að komast í höfuðborgina er því  6895 krónur eða rétt rúmlega 500 krónum dýrara

fyrir næsta aðila í bílnum þá snýst dæmið við, þannig að ef að þú ert að fara einn í höfuðborgina þá er það vissulega dýrara núna en það var áður uppí þorlákshöfn

en ef að þú tekur konuna með þá er það orðið ódýrara

nú ef að ég ætla þangað, sem að á ekki bíl, þá er það jafndýrt.

Árni Sigurður Pétursson, 11.9.2010 kl. 12:52

15 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sælir strákar ég ætla að svara þessu með nýrri grein . kv .

Georg Eiður Arnarson, 12.9.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband