1.4.2007 | 18:37
Vorið er komið ( og Lundinn á leiðinni)
Sól og blíða í eyjum 8 stiga hiti á Stórhöfða, tún farin að grænnka og gargið í fuglunum hækkar, eftir því sem þeim fjölgar í fjöllunum. Ungt og efnilegt fólk gengur til kirkju, játar trú sína, og tekur við helling af peningum. Sjálfur er ég farinn að gjóa augunum æ oftar upp til fjalla í von um að sjá minn uppáhalds farfugl bregða fyrir, LUNDANN. Lundinn kemur yfirleitt á tímabilinu 10 til 17 Apríl. Sumardagurinn fyrsti er hjá mér daginn sem lundinn sest upp í fyrsta skipti ár hvert. Vonandi fáum við gott sumar . Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar sem lundinn er fegurstur fugla... vorið var komið undir fjöllin þegar lóan kom. En hér í höfðuborginni þegar fólkið hópast í göngutúra á kvöldin og vorlaukarnir þjóta upp.
Ester Sveinbjarnardóttir, 1.4.2007 kl. 20:11
Ójá það er yndislegt þegar vorar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2007 kl. 00:58
ungt og efnilegt fólk gengur til kirkju, játar trú sína, og tekur við helling af peningum..... Áttu þá við fermingarbörnin?
Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 18:54
Svo segja unglingarnir.
Georg Eiður Arnarson, 3.4.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.