3.4.2007 | 20:22
Róður á Blíðu
Fór á sjó í gær Stefnan var tekin vestur að Dröngum veðrið var ágætt skíað en hlítt. Við drangana var frekar þungur sjór eftir sv brælu frá deginum áður. Um borð voru 10 bjóð og hafði ég klárað að leggja bjóðin fyrir kl 8. Um kl 10 birjaði ég að draga fyrstu bjóðinn fiskirí var ágætt eða rúm 100 kg per bjóð, svolítið var um festur enda Dranga svæðið gamallt netasvæði. Þegar línan hafði öll verið dreginn kom í ljós að aflinn losaði 1300 kg af blönduðum fiski mest ýsa. í löndun var ég kominn kl 17 30 . Dranga svæðið var hér á árum áður eitt fiskimesta neta svæðið á vertíðum, í dag leggur engin net þar enda ekki fengist fiskur þar í net í mörg ár og greinilekt að fiskurinn hefur flutt sig annað það sést best á gríðarlegu fiskiríi víða annarstaðar. Netarall Hafró byrjar í þessari viku og verða netinn lögð á sömu staðina og þau hafa alltaf verið lögð á . Stundum talar Hafró um breitingar í sjónum vegna breitinga á hitastigi sjávar og að fiskurinn færi sig vegna þessara breitinga. En alltaf eru netinn lögð á sömu staðina ár eftir ár . Er ekki einhvað bogið við þetta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður að leggja þessa "Stalínsku" stofnun "Hafró" niður strax um næstu áramót og færa þessar ransóknir til háskólannna og til einkaaðila. Stofnum svo eitt fiskveiðiráð sem verður skipað af 2/3 hluta sjómönnum og 1/3 hluta vísindamönnum. Sex sjómenn og þrír vísindamenn. Samtals níu hausar. Fiskveiðiráðið komi saman á 1/2 mánaðar fresti og fjalli um allt sem við kemur sjávarútvegs og fiskveiðiráðgjöf. Ráðið hafi öll þau lagalegu völd sem þurfa þykir til að stjórna með tilskipunum innan sjávarútvegsins.
Níels A. Ársælsson., 3.4.2007 kl. 20:46
Jú það segir sig sjálft, það er sko hellingur bogið við þetta. Netadræsur og drasl fæla fiskinn líka frá svæðum trúi ég, það eru miklar líkur á að fiskurinn færi sig einnig til vegna hitabreitinga, á þá það náttúrulega með eindæmum að Hafró skuli ekki gera það líka. Velkomin í land Georg.
Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 21:02
Takk Sigfús, já ég tók þátt í netaralli fyrir 2 árum og mér þótti það skrítið með sumar lagnirnar að sjómenn sem höfðu verið þar lengi um borð og tekið þátt í mörgum netaröllum gátu sagt um fyrirframm hvort enhvað fengist eða ekki. Annað sem mér þótti skrítið var að það var alltaf farið kl 8 og alltaf reint að vera komnir inn fyrir kl 1700 svo hafró þyrfti ekki að borga yfirvinnu. Aldrei var gert ráð fyrir góðu fiskiríi
Georg Eiður Arnarson, 3.4.2007 kl. 21:30
Alltaf farið klukkan 8 og komið í land klukkan 17.00, hahahaha svona viljum við báðir að sjómenskan sé, en bara því miður, fiskurinn fer alsendis ekki eftir okkar vinnudegi, eða réttara sagt eftir dagvinnu landkrabbans. Já ég er nú búin að vera með mörgum á sjó sem hafa verið hjá Hafró, ég minnst sérstaklega að þeim fannst allt þar stórfuðulegt og alltaf sögðu þeir það sama, þessu er stjónað úr leðurstólum í Reykjavík.
Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 21:36
Ef ég færi og legði línu þar sem ég fiskaði best fyrir 10 árum þá fengi ég sennilega ekki neitt. Fiskurinn er nefnilega með sporð og færir sig eftir fæðu og hitastigi og svo framvegis.
Georg Eiður Arnarson, 3.4.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.