Minning um Dimmu.

Fyrir ári síðan keypti ég veiðarfærahúsnæði eftir að hafa verið þar í stuttann tíma fór ég að heyra eins og lítið mjálm í einum útveggnum. Þegar betur var að gáð var lítið gat að utanverðu þar sem einu sinni hafði verið gluggi. Nokkru seinna opnaði ég þetta innan frá og kom þá í ljós pínu lítill, kolsvartur, kettlingur. Fór ég með hana heim og var hún skírð Dimma. Fljótlega varð hún mikið eftirlæti á heimilinu. Eitt það skemmtilegasta sem að Dimma tók uppá í vetur var að opna útihurðina sjálf. Eitt sinn þegar ég kom heim, þá beið hún við útidyrnar og ákvað ég að sjá hvernig hún færi að. Eftir að hafa beðið í smá stund, gafst hún upp á að bíða eftir mér og stökk skindilega og greip með báðum framloppum um hurðarhúnann, og hékk þar þangað til hurðin opnaðist. Fyrir viku síðan kom hún ekki heim eina nóttina fyrr enn seint kvöldið eftir og þá greinilega draghölt. Eftir viku í hjúkrun á heimilinu var ákveðið að senda hana til dýralæknis. Þaðan fengum við svo símtal í gær um að hún hefði verið það illa slösuð að það var ákveðið að svæfa hana. Hennar verður sárt saknað. Dimma, takk. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Samhryggist, alltaf erfitt að missa góð gæludýr.

Ester Sveinbjarnardóttir, 7.5.2007 kl. 09:53

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk Ester, þetta var skemtileg kisa alger kelirófa.

Georg Eiður Arnarson, 7.5.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband