Ný ríkisstjórn

Flestir hallast að því, að best sé að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi nýjan meirihluta. Sú niðurstaða kæmi mér ekki á óvart, vegna þess, að ég hef stundum líkt Samfylkinguni við stóran Framsóknarflokk (flokk sem hagar seglum algjörlega eftir vindi). Ekki lýst mér vel á þá ríkisstjórn, frekar en núverandi ríkisstjórn. Sumir nefna Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna, en ég held að þeir flokkar séu svo ólíkir, að það muni ekki ganga. Einnig er talað um Samfylkingu, VG og Framsókn, en persónulega held ég að slík ríkisstjórn yrði ekki mjög langlíf. Nýjasta nýtt er að mér er sagt, að Framsóknarflokkurinn vilji halda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi og fá Frjálslyndaflokkin til að styrkja ríkisstjórnina. Fyrir mitt leyti tel ég þessa niðurstöðu farsælasta, enda kannski ekki svo ýkja mikill munur á þessum flokkum og verði þetta ofaná, þá vona ég að við munum sjá einhverjar breytingar í sjávarútvegsmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Goggi ertu ekki hissa á að þeir það er að segja sjálfstæðismenn og framsókn geti myndað ríkissjórn með aðeins 48% fylgi? Mér finst það voða skrýtið og mér finnst að framsókn eigi ekki erindi í ríkissjórn.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Georg Það væri gott ef satt reyndist að Frjálslyndir kæmu að stjórn.Þá sæjum við breytingar í mörgum málaflokkum en ég er ekki sammála þér að Frjálslyndir og Framsókn séu líkir flokkar það vantar mikið upp á að svo sé Frjálslyndi flokkurinn hefur sérstöðu í Íslenskum stjórnmálum. Það þarf ekki annað en að telja upp tvö atryði Sjávarútveginn og ábyrg afstaða í innflytjendamálum

Grétar Pétur Geirsson, 16.5.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Rétt Hanna við erum ekki stopp flokkur. Ég þekki mikið af framsóknar fólki sem er ekki sammála stefnu forustunnar í sjávarútvegsmálum en hefur ekki náð eirum forystunnar. Sammála þér Pétur enn þetta eru fyrst og fremst hugleiðingar hjá mér ekki staðreyndir. Framsókn ætti ekki að vera í næstu ríkisstjórn en seiglast áfram á landsigðinni, og Helgi ég hef enga trú á því að núverandi ríkisstjórn haldi áfram óbreitt enn kannski er þetta eini möguleiki fyrir Frjálslynda til að hafa áhrif .

Georg Eiður Arnarson, 16.5.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Það er rétt mat hjá þér Georg Þetta er eini möguleikinn fyrir Frjálslynda að koma að stjórnarmyndun

Grétar Pétur Geirsson, 16.5.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyr heyr, tek undir þetta, þetta er það öflugasta og viturlegasta sem Geir  mundi gera, þetta yrði góður meirihluti, hvernig samstarfið mun ganga er önnur ella, það yrði bara að koma í ljós.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 00:28

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Framsóknarflokkurinn samþykkti á síðasta landsþingi að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið þótt um það hafi ekki mikið verið rætt svo hver veit hvað menn vilja leggja á sig í því efni þegar á hólminn er komið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband