Áskorun á rekstraraðila Herjólfs

Það hafa óvenju margir komið á máli við mig að undanförnu og kvartað sáran yfir fargjöldum með Herjólfi. Þetta hefur lengi verið mál sem hefur verið á milli tannanna á Eyjamönnum og það er ósköp skiljanlegt, vegna þess að fargjöldin eru allt of há og í engu samræmi við vegalengdina sem farin er. Það ganga nú orðið sögur út um allan bæ að það sé bullandi hagnaður á rekstri Herjólfs og að greiðslurnar frá ríkinu, fari beint í vasa rekstraraðila. Ekki veit ég, hvort þetta er satt, en ég skora hér með á rekstraraðila Herjólfs að birta ársuppgjör nokkur ár aftur í tímann, og þá um leið hvort og þá hversu mikill hagnaður er af rekstrinum og um leið, hversu hátt hlutfall af hagnaðinum kemur frá ríkinu (ef það er hagnaður). 

Miðað við fjölgun farþega og lækkun olíukostnaðar síðustu ár, þá hlýtur reksturinn að hafa lagast mikið síðustu ár, en samt hækkaði gjaldið með skipinu s.l. vetur. 

Ég tel að almennt séu Eyjamenn á þeirri skoðun, að gjaldtaka á þessum þjóðvegi okkar eigi ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði annara Íslendinga við að ferðast sambærilega vegalengd.

Með von um skjót svör.

Georg Eiður Arnarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, er ekkert að frétta af þessu máli??????

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.5.2016 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband