Bakkafjara= 2,8 metrar. Fært, ófært ?

Vinur minn fór nýlega upp í sveit við Bakkafjöru. Lenti hann þar á spjalli við nokkra bændur barst talið að mögulegri Bakkafjöruhöfn, Bændunum þótti merkilegast að framkvæmdir ættu að hefjast á þessu ári því að enginn er farinn að tala við þá um hvort þeir vilji selja landið við Bakkafjöru eða hvort það væri yfirleitt til sölu. Þessir bændur sem margir geta rakið ætt sína 100 ár aftur í tímann( og lengra) sögðu margar tilraunir hafa verið gerðar til að græða upp fjöruna en allar mistekist. Fyrir þó nokkru síðan skrifaði ég þá skoðun mína að Bakkafjöruhöfn væri bara plat til að tefja fyrir raunverulegum  samgöngubótum milli lands og eyja, það skildi þó aldrei fara svo að við þyrftum að bíða fram að næstu kosningum eftir að fá raunverulegar samgöngubætur en það kemur allt í ljós. Meira seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Mikil ósköp auðvitað er ekki farið að hugsa út í allar hliðar mála , frekar en fyrri daginn he he.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.5.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Bakkafjöru geturðu allavega afskrifað eins og hvert annað rugl og tímasóun, ótrúlegt hvað búið er að eyða þarna miklu púðri...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.5.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband