Landeyjahöfn, staðan í dag 12.03.2017

Landeyjahöfn opnaði í vikunni sem er óvenju snemmt. en fyrst og fremst ánægjulegt. Ástæðan er fyrst og fremst hagstæðar vindáttir að undanförnu þannig að Galilei fékk nægan tíma til þess að dæla út úr höfninni. Ég minni þó á að það er enn vetur og er t.d. ölduspáin að sýna allt að 7 metra ölduhæð um miðja vikuna, en veðurspáin fyrir næstu helgi er mun betri.

Eins og svo oft áður, þá rignir inn kjaftasögunum, fyrir sumum er einhver fótur en aðrar eru oft á tíðum tóm þvæla. Það vakti þó athygli mína að í morgunfréttum á Bylgjunni í síðustu viku kom fram að í gagnið væri komin ný aðferð til að losna við sandinn úr höfninni, sem gengi út á það að Galilei dældi niður sjó í höfninni, sem gerði það að verkum að sandurinn þyrlaðist upp og straumurinn bæri síðan sandinn í burtu. Þetta er, eftir því sem ég veit best, tóm þvæla, en rörið sem er framan á Galilei sem vissulega er ætlað til þess að dæla niður í sjó, en er fyrst og fremst til þess að ná betur sandinum frá görðunum, en rörið sem Galilei notar til að dæla sandi upp í skipið nær einfaldlega ekki til að dæla meðfram görðunum, og þess vegna var þessi aðferð fundin upp.

Mér er hins vegar sagt að það sé byrjað að setja upp einhvers konar þil í kring um höfnina landmegin, til þess að reyna að minnka foksandinn í höfninni, en það verður svo bara að koma í ljós hvort að það virkar eða ekki.

Sumar kjaftasögur eru svo ágengar að maður hefur heyrt þær oft, að maður leggur það á sig að leita eftir svörum m.a. hafði ég heyrt það nokkrum sinnum í vetur að ekki yrðu neinar festingar á bílaþilfarinu á nýju ferjunni m.a. til þess að geta fækkað verulega í áhöfninni. Mér þótti þessi saga frekar galin en sannleikurinn er sá, að á þilfari nýju ferjunnar verða svokallaðir fýlsfætur, eða í staðin fyrir raufar eins og á núverandi ferju, verða kúlur með götum í sem hægt er að krækja í þegar binda þarf farartæki niður. Um leið er nokkuð ljóst að ekki verður um verulega fækkun á nýju ferjunni, en hef þó nýlega heyrt það að hugsanlega verður fækkað úr 12 niður í 10 í áhöfn nýju ferjunnar. 

Aðrar kjaftasögur hins vegar, vekja meiri athygli mína og sú nýjasta gengur út á það, að nýlega hafi siglingarleiðinni milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar verið færð yfir í svokallað B svæði. Ef það er eitthvað til í því, að nýja ferjan muni aðeins fá siglingaleyfi til siglinga á A og B svæðum, þá er staðan ótrúlega slæm því að veruleikinn er sá, að hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar telst vera C svæði og ef þetta er rétt, þá skiptir það engu máli þó að nýja ferjan gæti siglt til Þorlákshafnar, þá hefði hún einfaldlega ekki leyfi til þess. Þessu til viðbótar er mér sagt, enn einu sinni, að það sé nánast forms atriði að ganga frá sölu á núverandi ferju og að henni verði hugsanlega flaggað út sama dag og nýja ferjan kemur til Eyja. Í mínum huga er þetta graf alvarlegt mál ef eitthvað af þessu er satt og ég skora hér með á þá, sem hugsanlega vita betur að svara þessu. 

Það skiptir í mínum huga engu máli, þó að sumir geri grín að því að það þurfi B plan þ.e.a.s. að halda núverandi ferju í einhvern tíma eftir að nýja ferjan kemur. Það er hins vegar ekki búið að ganga frá þessu máli. 

Að lokum þetta: Það hefur verið bara gaman að fylgjast með skrifum annarra um samgöngumálin okkar og fer þar fremstur í flokki bæjarstjórinn okkar. Ég er nú sammála Elliða í því, að ef ekki hefði verið búið að skrifa undir samning varðandi nýju ferjuna, þá hefði sá samningur að öllum líkindum hugsanlega lent undir niðurskurðar hnífnum hjá núverandi ríkisstjórn. Hin hliðin á þessu máli er sú að, nokkuð augljóslega erum við ekki að fara að fá háar upphæðir í nauðsinlegar breytingar og eða lagfæringar á Landeyjahöfn.

Elliði skrifar einnig um að hugsanlega muni fólki fjölga með tilkomu nýrrar ferju, ég hef hins vegar heyrt í fólki á öllum aldri sem er tilbúið að forða sér héðan ef þetta reynist ein illa og margir sjómenn spá. Reyndar hefur því miður líka orðið sú þróun að fólk sem á eldri fasteignir hér í bæ stendur frammi fyrir því að losna ekki við þær, nema jafnvel niður í hálfvirði, sem aftur hefur orðið til þess að fólk svilítið situr fast hérna.

Grein Ómars Garðarssonar frá því fyrr í vetur vakti líka athygli mína, en Ómar furðaði sig á því, hvers vegna ekki fengust neinir fjármunir í að bæta heilsugæsluna okkar og þeirri fáránlegu stöðu að Eyjamenn skuli þurfa að flytja til Reykjavíkur til að fæða börnin okkar. Margir hafa nú fjallað um þetta undanfarin ár og bent þá sérstaklega á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn með allri sitt vald hér í Eyjum og á Alþingi Íslendinga, skuli ekki skila okkur neinu. 

Varðandi hins vegar niðurskurðinn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, þá fjallaði ég nokkrum sinnum um hann áður en Landeyjahöfn var opnuð, þar sem ég varaði m.a. við því að ef Landeyjahafnar leiðin yrði valin, þá myndi það þýða niðurskurð á hinum ýmsu stofnunum á vegum ríkisins hér í bæ, svo þessi niðurskurður í sjálfu sér hefur ekki komið mér á óvart. Þetta er hins vegar að mínu mati, mikið réttlætismál og í því þurfum við öll að standa saman, en ég harma það enn einu sinni að spádómar mínir um afleiðingar Landeyjahafnar skuli enn einu sinn hafa staðist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Zermatt er með fegurstu bæjum svissnesku Alpanna, með útsýn á Matterhorn. Í Zermatt, með  tæplega 6000 íbúa, er öll bílaumferð bönnuð, nema rafbílar. Íbúar og ferðamenn verða að skilja eftir farartæki sín í bænum Täsch, ca. 10 km frá Zermatt og taka þaðan lest upp til Zermatt. Hvernig væri að gera Vestmannaeyjar að bæ án bíla, nema rafbíla. Bærinn er það lítill, að það tekur varla margar mínútur að ganga bæinn enda á milli, hvað þá með rafbíl. Mér hefur alltaf fundist það frekar fyndið þegar Vestmannaeyingar koma keyrandi á stórum bílum, ferja þá með miklum kostnaði út í eyjuna, til að keyra þá svo nokkra metra húsa á milli. Vestmannaeyjar án bíla þyrfti minni og ódýrari ferju.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 16:38

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Haukur og takk fyrir góða hugmynd ,vandamálið er það að hér í Eyjum gengur allt út á sjávarútveg með tilheirandi mengun og þess vegna er þetta ekki raunhæft , en hver veit , kanski í framtíðinni . kv .

Georg Eiður Arnarson, 12.3.2017 kl. 20:00

3 identicon

Var búinn að benda á þetta með C svæðið fyrir nokkru. þetta endar með leiðindum. Nær hefði verið að kaupa risaloftpúðaskip eins og eru notuð víða yd. í Alaska. Gaman að sjá þau fara yfir brimskaflana og upp í fjöru eftir þörfum í nær öllum veðrum.

GB (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 22:06

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sæll vertu Gb ,hver sem það annars er ,varðandi loftpúðaskip þá er búið að reina slíkt við Eyjar , en ef ég man rétt þá þola þaug ekki hærri öldu en 1´5 til 2 metra svo klárlega gengur það ekki , en takk samt fyrir þessa hugmynd . kv .

Georg Eiður Arnarson, 12.3.2017 kl. 23:32

5 identicon

Prufuðu lítinn breskan ég er að tala um alvöru skip.

GB (IP-tala skráð) 13.3.2017 kl. 06:40

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll aftur , þú segir nokkuð, sennilega rétt hjá þér en þá er það spurningin um kostnað , gaman væri ef þú hefír eihverjar tölur um það hvað tildæmis 800 manna ferja sem tæki ca 200 bíla myndi kosta . kv .

Georg Eiður Arnarson, 13.3.2017 kl. 12:15

7 identicon

Af hverju svona stór? Er bara 5 mín. á milli....

GB (IP-tala skráð) 13.3.2017 kl. 15:56

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Aftur , það mætti alveg skoða ýmsar stærðir en hafa verður í huga að það tekur tíma að koma fólki og bílum um borð og frá borði og til dæmis eru margir efins um að hægt verði að sigla 8 ferðir á dag eins og ætlunin er með nýju ferjunn , enda er í lögum ákveðin lágmarki hvíldartími ,einnig verður að reikna með því að yfir vetrar mánuðina verði stundum ófært í landeyjahöfn og þá  þarf að vera hægt að sigla til þorlákshafnar á öruggan hátt . Ég myndi halda að yfir há sumarið yrði flutninsgetan að vera ca 2 til 3 þúsund mans og ca þúsund bílar yfir daginn , set þetta upp svona án þess að skoða þetta einhvað sérstaklega , en þú kannski skoðar málið . kv .

Georg Eiður Arnarson, 13.3.2017 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband