23.5.2007 | 19:50
Samúðarkveðjur
Ég var að renna yfir stefnuskrá ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Ég samhryggist innilega öllum sjómönnum, leiguliðum, bæði á stórum og litlum bátum. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar ekki að breyta neinu í þessu kvótakerfi. Samhryggist einnig þeim sem munu missa vinnuna vegna þessa kerfis á næstu árum og sennilega sitja uppi með verðlausar eignir í litlum sjávarþorpum. Samhryggist einnig þeim sjómönnum og verkafólki, sem kusu þessa flokka yfir okkur í þeirri trú að breytingar yrðu gerðar á kvótakerfinu. Ég hef oft sagt það að samfylkingin er að mínu mati bara stór framsóknarflokkur, sem hagar seglum algjörlega eftir vindi. Stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar sannar mitt mál.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.