Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum

Hefur verið draumur margra hér í Vestmannaeyjum árum og áratugum saman og reglulega setja framboð, sem bjóða fram hér í Eyjum, fram mjög vel útfærðar hugmyndir, en ekkert gerist. 

Á 183. fundi framkvæmda og hafnarráðs þann 29.09.2015 var á dagskrá mál sem heitir bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa. Framkvæmdastjóri lagði fram uppfærða kostnaðaráætlun á flotbryggju norðan Eiðis. Hafnsögumaður fór yfir möguleika á móttöku skemmtiferðaskipa og sérstaklega ræddur möguleiki á aðstöðu norðan Eiðis og í Skansfjöru. 

Mín afstaða á þessu hefur alltaf verið skýr. Stórskipa viðlegukantur við Eiðið er málið en hugmyndir um viðlögukant við Skansfjöru myndi fyrst og fremst aðeins nýtast skemmtiferðaskipum og þá aðeins þegar best og blíðast væri. 

Vandamálið er kannski fyrst og fremst kostnaðar áætlunin, en Skans hugmyndin var áætlað að myndi kosta ca. 1300 milljónir en þá að sjálfsögðu fyrir utan allar framkvæmdir á landinu sjálfu, en stórskipa viðlögubryggja fyrir Eiðinu áætlað að kosti milli 6-7 milljarða. 

Stærsti munurinn er hins vegar sá að slík bryggja myndi að sjálfsögðu auka verulega möguleika okkar á að taka allar stærðir af skipum, bæði skemmtiferðaskipum en líka gámaskipum. Einnig væri möguleiki þar að landa hugsanlega beint í gáma, enda er löndunar höfnin okkar nánast sprungin, eitthvað sem mun klárlega ekki lagast með komu tveggja nýrra togara núna í sumar, en að sjálfsögðu gerist þetta ekki af sjálfu sér.

Á 184. fundi framkvæmda og hafnarráðs þann 03.11.2015 óskaði ég eftir því að við tækjum aftur upp umræðuna um móttöku skemmtiferðaskipa og bókaði þar, að stefnt yrði að því að koma upp flotbryggju með landgangi við Eiðiðsfjöru, strax næsta sumar. framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir og ræða við hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni, sem hafa áhuga á að nýta sér flotbryggjuna í suðlægum áttum, með það í huga að í staðinn komi þeir að, eða sjái um, uppbyggingu á aðstöðu á Eiðinu. Ekki er gert ráð fyrir að ferðamenn fari gangandi frá Eiðinu og framkvæmdastjóra því falið að ræða við ferðaþjónustaðila um það mál.

Hugmyndin á bak við þessa bókun var bæði til þess að reyna að ýta málinu af stað, en að sjálfsögðu líka til þess að reyna að beina meirihlutanum á rétta leið, því að að mínu mati er þessi Skansfjöru hugmynd að mestu leyti tóm þvæla, enda augljóst að mínu mati, að aðstæður þar bjóði ekki upp á skíka aðstöðu, fyrir utan það að það er náttúrlulega alveg galið að hægt verði að þjónusta gámaskip þar með tilheyrandi flutningum á gámum í gegn um miðbæinn. 

Að sjálfsögðu var meirihlutinn algjörlega ósammála mér, en enn meiri vonbrigðum olli það mér að það voru bæjarfulltrúar minnihlutans líka og m.a. minnir mig að amk. annar bæjarfulltrúinn hafi greitt atkvæði gegn minni hugmynd. 

Nú er til kynningar framtíðar skipulagsáætlun sem á að gilda til 2035. Þar er einnig talað um viðlögukant fyrir Eiðinu og/eða í Skansfjöru. Þetta er nú sennilega það mál sem ég hef mest rifist um í nefndum bæjarins, en það er mín skoðun að framboð sem setja fram þessa hugmynd og halda inni Skans hugmyndinni, geri það bara til þess að tefja málið. Eiðis hugmyndin er ágæt eins hún er kynnt í þessu framtíðar skipulagi, en það er þó einn stór galli á henni sem ég hefði viljað sjá breytt, en í útfærslunni er aðeins talað um að hægt væri að leggjast að viðlögukantinum að sunnan verðu.

Mín skoðun er hins vegar sú, að ef þetta verður einhvern tímann að veruleika þá eigi að gera þetta þannig að hægt sé að leggjast að kantinum, bæði norðan og sunnan megin og tvöfalda þannig nýtingar möguleikana og að sjálfsögðu þá líka tekjurnar. 

Góður vinur minn úr starfinu með Eyjalistanum (en störfum mínum fyrir Eyjalistan lauk formlega í dag) spáði því í samtali okkar um síðustu helgi að stórskipa viðlögukanntur fyrir Eiðinu myndi aldrei verða að veruleika vegna kostnaðar.

Fyrir mig hins vegar snýst þetta ekki bara um að eyða fullt af peningum, heldur einmitt þver öfugt að auka verulega tekjurnar til lengri tíma litið, en kannski má segja að þetta mál sé einmitt svona mál sem að þeir sem byggðu upp Eyjuna okkar á sínum tíma, hefðu einfaldlega bara vaðið í, en í dag virðist vera ríkjandi einhvers konar kjarkleysi og það ekki bara hjá meirihlutanum, heldur minnihlutanum líka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, Ekki er það gott að svona menn eins og þú skulir hætta í bæjarpólitík, hvað verður um hafnarmálin?

Vonandi kemur einhver í staðin fyrir þig.

Góðar stundir.

Helgi Þór Gunnarsson, 1.4.2018 kl. 16:52

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi, Stebbi er í hafnarráði og ætlar að halda áfram, varðandi bæjarpólitikina þá ætlaði ég að halda áfram en hafði ekki stuðning til þess innan eyjalistans ekki frekar en sonja, en við vorum þarna sem fulltrúar óháðra, en eins og þú veist þá er eingin óháður í efstu sætum listans, annars mun ég gera þetta upp einhvern tíman eftir kostningar af tillits semi við þá sem eru þarna sem nýjir frambjóðendur .  kv .

Georg Eiður Arnarson, 16.4.2018 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband