Tvöföldun strax

Við getum ekki beðið lengur
mbl.is Þyrla kölluð til vegna slyss á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Viltu tvöfalda alla vegi á Íslandi? Ég mæli frekar með því að fólk einbeiti sér að akstrinum...

GK, 31.5.2007 kl. 18:39

2 Smámynd: Sverrir Daði

Já, þetta er eitthvað sem á að vera byrjað á, ég vil heldur ekki sjá aðgreinarnar aðskyldar með stálvír, það eina sem það gerir er að valda meiri skemdum á ökutækjunum og klippa ökumenn bifhjóla í sundur! Frekar á að setja svona steyptar vegriðseiningar eins og notað er mikið erlendis, við eigum að leita til landa eins og Þýskalands til að afla okkur upplýsinga um hvernig skal gera alvöru vegi.

Ég fékk bækling frá Mest inn um bréfalúguna um daginn og sá þar góða mynd af vegriði í notkun erlendis.

Hægt að sjá hérna.

Sverrir Daði, 31.5.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: GK

Sammála þér með víravegriðin. Reyndar er vegurinn í Svínahrauni ekki góð auglýsing fyrir víravegrið þar sem það var sett upp á síðustu stundu og vegurinn ekki hannaður fyrir vegrið sem þetta.

GK, 31.5.2007 kl. 19:16

4 Smámynd: Pétur Örn Guðmundsson

Hr.Gk. Það er ekki hægt að treysta á að allir séu ekki fífl í umferðinni.

Hvað með fólk sem missir meðvitund undir stýri og aðrir ófyrirséðir þættir ?

Auðvitað ættu allir að einbeita sér að akstrinum en þegar það sést allsstaðar að fólk er til dæmis að tala í farsíma undir stýri og jafnvel sendandi sms þá er ekki raunhæft að ætlast til þess að aukin einbeiting sé lausn vandamála umferðarslysa.

Svo vitum við ekki enn hvað var í gangi í þessu slysi. Hefur kannski ekkert með einbeitingu að gera.

Er þá ekki tvöföldun Suðurlandsvegar betri kostur heldur en að bíða eftir því að allir "einbeiti" sér að akstrinum?

Og hví í ósköpunum ertu á móti tvöföldun vega ef það kemur í veg fyrir slys og banaslys á fólki?

Pétur Örn Guðmundsson, 31.5.2007 kl. 19:27

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 31.5.2007 kl. 19:35

6 Smámynd: GK

Hr. Pétur
Ég er alls ekki á móti tvöföldun vega - hvorki Suðurlandsvegar né annarra. Auðvitað er það þannig að þó að maður keyri eins og maður þá veit maður aldrei hverju næsti bíll tekur uppá.
Tvöföldun Suðurlandsvegar er mjög góður kostur - og fríar þá eflaust einhverja "heppna" við einbeitingarskorti. Mér finnst bara óþarfi að fólk rjúki upp til handa og fóta í hvert skipti sem verður slys og heimti tvöföldun. Það hefur t.d. ekki verið í umræðunni að tvöfalda vegarkaflann þar sem þetta slys varð. Bloggarar urðu hins vegar margir fljótir til að heimta tvöföldun strax og kenna jafnvel Alþingi um.
Ég var þarna á slysstað í dag og miðað við þær upplýsingar sem lögreglan gaf mér þá finnst mér líklegt að athyglisskortur sé ástæða þessa hörmulega slyss.
Bestu kveðjur,
Hr. GK

GK, 31.5.2007 kl. 19:38

7 Smámynd: GK

...og það að Rannveig frænka mín sé sammála Hr. Pétri finnst mér bara ágætt.

GK, 31.5.2007 kl. 19:39

8 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Þessi GK gaur er klárlega mannfífl, og hann ber ekki að taka alvarlega. Farandi bloggana á milli vælandi um að fólk eigi að eindbeita sér að akstrinum. Hann ætti kanski að einbeita sér að því að trolla fréttir um annað en líkamlegan skaða á fólki.

Freyr Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 19:41

9 Smámynd: GK

Þessi málefnalegu ummæli Freys dæma sig sjálf...

GK, 31.5.2007 kl. 19:50

10 Smámynd: Pétur Örn Guðmundsson

Þakka Fr.Rannveigu frænku HR.GK fyrir stuðninginn og þakka þér Hr.GK fyrir svar.

Bestu kveðjur,

Pétur

Pétur Örn Guðmundsson, 31.5.2007 kl. 19:53

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég hef skrifað reglulega um tvöföldun Suðurlandsvegar svo þetta er ekki ný til komið hjá mér, en er það ekki rétt hjá mér að flest dauðaslys á þjóðveginum okkar eru einmitt á Suðurlandsveginum. Þannig að tvöföldun hans hlíttur að ganga fyrir öðrum vegaframkvæmdum.

Georg Eiður Arnarson, 31.5.2007 kl. 19:55

12 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

haha ég hef aldrei nokkurntíma heyrt GK vera kallaðan mannfífl áður og verður þú nú bara að eiga þá skoðun við sjálfan þig. Hann veit nú sitthvað um það sem hann syngur í þessum málum og hefur alveg rétt á sinni skoðun. Ég les nú ekki út úr þessi neinar ásakanir hjá honum, það verða slys allsstaðar því miður.

Persónulega vil ég tvöfalda leiðina milli Selfoss og Reykjarvíkur TAFARLAUST og helst mætti þessi tvöföldun ná niður að Þjórsá. En engu að síður þá minnkar umferðin helling við Selfoss og því ekki alveg víst að þessi vegarkafli sé í forgang fyrir tvöföldun (en það hefur verið í umræðunni). Fyrir utan að þetta er beinn og nokkuð breiður vegur og einfaldur yfirferðar allajafna og sjaldan mikil umferð á honum þannig að það er nú frekar merki um raunsæan mann heldur en mannfífl að álíta þennan vegarkafla ekki í forgang fyrir tvöföldun alveg strax.

En ég vil senda þeim sem lentu í slysinu í dag baráttukveðjur

kv. moggalesandi  

Einar Matthías Kristjánsson, 31.5.2007 kl. 20:05

13 identicon

Var slysið á milli Selfoss og Reykjavíkur?

Hallgrímur Snær Frostason (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:09

14 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

Nei, milli Selfoss og Þjórsárbrúar (nokkra km frá Selfossi í austurátt semsagt)

Einar Matthías Kristjánsson, 31.5.2007 kl. 20:17

15 Smámynd: Josiha

Slysið var ekki á milli Selfoss og Reykjavíkur. Ég held að fólk átti sig ekki á hvað Suðurlandsvegur er í raun langur. Um leið og fólk heyrir að slys hafi orðið á Suðurlandsvegi þá æsast allir upp og heimta tvöföldun strax. Fólk er ekkert að skoða fyrst á landakorti hvað slysið varð. Í þessu tilfelli var það hjá Langstöðum í Flóahreppi.

Josiha, 31.5.2007 kl. 20:18

16 identicon

Langastaðir eru í Flóanum og því hefur slysið ekki verið milli Selfoss og Reykjavíkur heldur þegar komið er í gegnum Selfoss. Ég hef ekki orðið var við umræðu um tvöföldun þess vegar. Ef það er málið þarf að tvöfalda ansi stóran hluta vega landsins ef miðað er við akstursálag þess vegar sem slysið varð á.

Það sem mér finnst athyglisvert í þessari umræðu er að það veit enginn hvernig slysið átti sér stað. E.t.v. var annar bílinn að beygja inn á veginn og þá hefði tvöföldun ekki komið í veg fyrir slysið nema um mislæg gatnamót eða hringtorg væri að ræða. Það er ég ekki viss um að allir myndu samþykkja að sjá hringtorg á þjóðvegi 1 í hvert sinn sem einhver sveitavegur liggur að honum.

Ég sendi fólkinu sem lenti í þessu slysi samúðar og baráttukveðjur

Steinn (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:21

17 Smámynd: GK

Allt bendir til þess að slysið hafi orðið með þeim hætti, að ökumaður annarrar bifreiðarinnar hafi verið að taka u-beygju og aðvífandi bifreið lenti inn í hliðinni á bílnum.

GK, 31.5.2007 kl. 20:33

18 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Flest slys sem verða þarna eru vegna þess að það er auðvelt að keyra hratt þarna. Hraðinn mun ekki minka við tvöföldun en öryggið mun aukast verulega.

Georg Eiður Arnarson, 31.5.2007 kl. 20:35

19 identicon

Þið hljótið allir að vita eitthvað sem enginn annar veit

  1. Slysið orsakaðist af því að bifreið fór yfir á annan vegarhelming - stóð ekki í fréttinni en getur þó verið satt
  2. Víravegrið eru ekki öruggustu vegrið til að hafa í miðdeili - þó að það sé margsannað og sannreynt í t.d. Svíþjóð og Breskum rannsóknarstofum vitið þið augljósleg betur.....
  3. Það er ekki hægt að aðskilja akstursstefnur á fimm sinnum lengri vegakafla með 2+1 heldur en með 2+2 og þar með bjarga margfalt fleiri mannslífum - þó svo að allri sérfræðingar sem lagst hafa yfir málið hafi komist að þessari niðurstöðu vitið þið augljóslega betur...

Að lokum vil ég óska öllum aðstandum þeirra sem lentu í þessu slysi og þeirra sem munu lenda í þeim slysum sem við hefðum losnað við ef sunnlendingar hefðu ekki frestað aðgerðum við 2+1 til að bæta við ónauðsynlegu lúxusakreininni mína dýpstu samúð.

Samgönguverkfræðingurinn (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:37

20 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

Það hljóta allir að vera sammála um það að öryggið myndi aukast verulega, en þetta er hægt að heimfæra upp á flesta vegakafla landsins. Allavega byrja á því að klára Reykjanesbrautina og Reykjavík- Selfoss áður en farið er í aðra vegakafla. (sem verður þá líklega Kjalanesið og þar í kring)

Einar Matthías Kristjánsson, 31.5.2007 kl. 20:44

21 identicon

Komið þið sæl.

Mér finnst þetta undarlegar umræður og hálfgert leiðindaþvarg um hvar áreksturinn varð.  Öll slys á fólki eru hörmuleg, hvar svo sem þau gerast.

Hver sem keyrir veginn á milli Reykjavíkur og Selfoss veit, að tvöföldun er nauðsynleg.  Oft er mikill umferðaþungi á þessum vegi og fólk keyrir mishratt.  Þetta leiðir til framúraksturs, sem oft er framkvæmdur af gáleysi.  Og það fyndna er, að maður hittir þetta fólk við næstu umferðarljós þó að viðkomandi hafi farið fram úr mörgum bílum.  Þetta er nú allur tímasparnaðurinn við framúrakstur.  Það þarf að tvöfalda veginn og setja steyptar einingar á milli.  Auðvitað verða slys þrátt fyrir tvöföldun, því miður, en von mín er að þeim fækki.

Katrín (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 21:24

22 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Nú þegar er búið að tvöfalda reykjanesbrautina að hluta til, hana þarf að klára. En vegna þess sem búið er hefur slysum fækkað þar verulega. Í dag er orðið mun meiri umferð um suðurlandsveg og ljóst að tvöföldun þar hlýtur að vera næst á dagskrá. En þetta er alltaf spurning um forgangsröðun.

Georg Eiður Arnarson, 31.5.2007 kl. 21:44

23 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Það hefur aldrei komið til tals að tvöfalda þennan kafla, vona að 2+2 Reykjavík - Selfoss verði sem fyrst. 

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.5.2007 kl. 22:00

24 identicon

Ja tvöföldun strax!!

 Georg Eiður hefur algjörlega rétt fyrir sér.

1. Síðan tvöföldunin af hætturlegasta hluta Reykjanesbrautarinnar hafa ENGIN dauðaslys átt sér stað, síðast ég vissi. Það segir sitt.

2. Suðurlandsvegurinn er ein slysamesta og hætturlegasta braut á Íslandi og er ekkert nema sjálfsagt að þetta verkefni hafi 100 % forgang í vegavinnugerð.

Við munum nú öll eftir dauðaslysinu sem varð stuttlega eftir að þessi umræða kom upp, litla 5 ára Svandís Þula sem lést og bróðir hennar sem lamaðist fyrir neðan mitti og vonandi nær fullum bata (ekki vitað enn, en ekki veitti af bænum). Mér gjörsamlega misbýður svona aðgerðarleysi og ég vona innilega að við vöknum upp og gerum eitthvað í málunum svo að tvöföldunin verði sem fyrst!..

Fríða (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband