I am the eggman

kemur fram í texta Bítlanna við lagið I Am The Valrus en konan mín kallar mig þetta stundum í maí mánuði enda mikið tínt af eggjum.

Það mun hafa verið hjá mér á þrettánda ári sem ég tíndi mitt fyrsta egg og var ég þá í pössun hjá frænku minni sem notaði eggið til þess að baka úr því dýrindis pönnukökur og þar með var ég fallinn, þannig að það eru 45 ár í ár síðan ég byrjaði á þessu eggjabrölti

Næstu 24 árin eftir fyrsta eggið stundaði ég eggjatöku í Duftþekjunni af miklu kappi.

Eftir það fór ég að hægja á mér, en hef alltaf verið að taka í kring um 200 egg á ári, en á síðasta ári kom strákurinn minn, Svavar Þór, með mér í þetta og tíndum við þá ca. 600 egg. Í ár var það slegið hressilega og fórum við vel yfir 800 egg, en mig langar að þakka, að gefnu tilefni, öllum þeim sem komið hafa og keypt af okkur egg, en þau eru núna einfaldlega uppseld, enda tek ég alltaf ákveðin svæði til þess að tryggja að eggin mín séu 99% örugg og reyni eins og ég mögulega get að taka ekki stropuð egg. 

Kærar þakkir allir og vonandi verður heilsan þannig að maður getur farið í egg á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband