Gott hjá Lífeyrissjóðnum

mynd
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hefur hafnað tilboðum þeirra sem berjast um yfirráðin.
MYND/Óskar p. friðriksson
Fréttablaðið, 02. júní. 2007 08:00

Selur ekki bréf sín í Vinnslustöðinni

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja tók þá ákvörðun á fundi sínum á fimmtudaginn að selja ekki hlut sjóðsins í Vinnslustöðinni, hvorki til Eyjamanna ehf. né Stillu sem berjast um yfirráð yfir útgerðarfyrirtækinu. Guðrún Erlingsdóttir, stjórnarformaður lífeyrissjóðsins, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið. „Eins og staðan er í dag þá teljum við ekki þörf á því að selja okkar hlut," segir Guðrún en tekur þó fram að staðan kunni að verða endurskoðuð eftir því hvernig málinu vindur fram.

Sjóðurinn á 5,32 prósenta hlut í Vinnslustöðinni sem metinn er á 707 milljónir króna miðað við gengið 8,5 krónur á hlut sem eru síðustu viðskipti sem fóru fram með hlutabréf í félaginu. Þetta er sama fjárhæð og sjóðurinn fengi með því að taka tilboði Stillu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og einn af forsvarsmönnum Eyjamanna, situr í sex manna stjórn lífeyrissjóðsins. Hann er tilnefndur af útvegsbændum í Eyjum. Guðrún segir að hann hafi ekki setið síðasta stjórnarfund þegar ákvörðun var tekin.

Lífeyrissjóðurinn keypti í Vinnslustöðinni löngu áður en hann tók við stjórnun félagsins. Guðrún segir að lífeyrissjóðurinn sé þolinmóður langtímafjárfestir. „Það er mörg ár síðan við keyptum í Vinnslustöðinni þegar kannski fáir höfðu trú á henni."



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vona að Vinnslustöðin verði áfram í eigu Vesmannaeyjinga,þar sem ég vann í 20 ár og þið systkinin öll byrjuð ykkar atvinnuþáttöku

mamma (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband