Meira um kvótan

17. júní 2007 :

LS fundar með sjávarútvegsráðherra

Sl. föstudag kynnti LS fyrir sjávarútvegsráðherra tillögur sínar um hámarksafla næsta árs. Áhersla var lögð á að ráðherra gæfi úr 220 þús. tonna jafnstöðuafla í þorski árlega næstu þrjú árin.

LS lagði fram mikið magn upplýsinga máli sínu til stuðnings. M.a. sjónarmið stjórnarmanna félagsins sem fram komu á fundi hennar með sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar 5. júní sl.

Þá var vakin athygli á villandi framsetningu stofnunarinnar varðandi stærð hrygningarstofnsins og nýliðunar.

Varðandi nýliðunina kynnir stofnunin hana sem meðaltal frá 1955 og fær þannig út 180 milljónir nýliða. LS er afar gagnrýnið á þennan málflutning og segir hann villandi. Eðlilegt sé að miða við sl. 20 ár, en þá er meðaltalið rétt yfir 130 milljónum nýliða. Á þann hátt er hægt að heimfæra að nýliðun undangenginna ára hafi alls ekki verið slæm, þó vissulega líti út fyrir að 2001 árgangurinn sé ekki beysinn.
Með 180 milljóna meðaltali tekst stofnuninni hins vegar að vekja ugg þ.s. aðeins 2000 árgangurinn er yfir þeirri tölu. Það er aftur á móti ekki vakin athygli á að á 20 ára tímabili hefur nýliðunin aðeins árið 2000 verið yfir 180 milljónum. Árgangarnir hafa aftur á móti gefið mönnum meiri fiskgengd heldur en elstu menn muna.

Sami villandi málflutningurinn viðhefur stofnunin varðandi hrygningarstofninn. Engin tilraun er gerð til að vekja athygli á að hann var í sögulegu hámarki 2005 frá 1982 til 2006 og hefur verið allt frá þeim tíma verið vaxandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Georg, taktu eftir því að ráðamenn þjóðarinnar munu ekki gera það sem þarf að gera, þeir munu berja hausnum við klettinn(Heimaklett).

Helgi Þór Gunnarsson, 18.6.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband