Kvótinn ( tekið af LS )

4. júlí 2007 :

„Skortur á fagmennsku"

Fyrir skömmu kom út Brimfaxi, félagsblað LS og kennir þar ýmissa grasa. Eins og við var að búast snýst efni blaðsins þó að stórum hluta um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir komandi fiskveiðiár. Í blaðinu er t.d. rakið tal stjórnarmanna LS af fundi með Hafrannsóknastofnunnni hinn 5. júní s.l. Að loknum þeim fundi ítrekaði stjórnin fyrri áskoranir sínar til sjávarútvegsráðherra um að gefa út 220 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski til a.m.k. þriggja ára.

Hér skal sérstaklega vakin athygli á grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing, „Aflaráðgjöf Hafró ber vott um fádæma skort á fagmennsku og sjálfsgagnrýni".

Í greininni gagnrýnir Jón Hafrannsóknastofnunina harkalega og færir sterk rök fyrir máli sínu. Togararallið er þar ekki undanskilið og nefnir hann dæmi um hvers konar markleysa slík aðferðafræði getur verið með dæmi af togararalli af Flæmska hattinum:

„Reiknað var út frá svæðinu sem varpan fór yfir, afla á togtíma og heildarsókn. Þá fékkst að rækjustofninn væri 25 þús tonn og væri ekki í frásögu færandi nema að aflinn var 50 þúsund tonn á ári og a.m.k. 5 árgangar í veiðinni. Þetta mat var notað við ráðgjöfina sem annað hvort var að hætta veiðum eða halda þeim í lágmarki. Árin 1995-2004 voru veidd 300 þús tonn umfram ráðgjöf og ekkert lát á afla, um 50 þús tonn á ári".

Lesendur eru hvattir til að kynna sér þessi skrif Jóns Krstjánssonar fiskifræðings.

WWW.fiski.com og www.fiski.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband