Upppantað fyrir bíla í Herjólf

Vonandi reddast það með aukaferðinni í nótt, það er orðið löngu ljóst að við þurfum að fá stærra og gangmeira skip, því fyrr, því betra. Nýjustu fréttir af samningarviðræðum milli ríkisins og Eimskips, benda til þess, að samningar munu hugsanlega ekki nást um fleiri aukaferðir. Vonandi verður það ekki til þess að hækka fargjöldin. Það er áberandi hvað fólki sem kemur í helgarferðir til Vestmannaeyja, bregður mikið, þegar það gerir sér grein fyrir því, hvað þetta kostar mikið. Það er krafa okkar, að ríkið viðurkenni Herjólf, sem þjóðveginn okkar allra og setji meira fjármagn í að niðurgreiða fargjöldin. Spurning hvort að heimafólk sem neyðist til að fara þessa leið eigi ekki að borga mun lægra gjald, heldur en fólk sem er bara á ferðalagi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband