21.7.2007 | 20:57
Lundi og Þjóðhátíð
Lundaveiði hefur gengið vel í Vestmannaeyjum, þrátt fyrir að þeir rannsóknaraðilar sem eru að kanna hvaða ástæður liggja fyrir misheppnuðu varpi lundans síðastliðin 3 ár (ef það er misheppnað í ár?). Ég var staddur í Miðkletti í gær í góðri lundaveiði. Um miðjan dag, rétt áður en ég hætti, tók ég eftir mjög undarlegu skýi, sem nálgaðist hratt og skyndilega var eins og hellt úr fötu. Grenjandi rigning og þá mundi ég, hvar ég hafði séð þetta ský áður, á síðustu Þjóðhátíð. SVO ÞJÓÐHÁTÍÐARVEÐRIÐ ER BYRJAÐ AÐ LÁTA Á SÉR KRÆLA. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert íslenskara en rigning ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 22.7.2007 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.