Lenti eitt sinn í þessu

Landssamband smábátaeigenda

26. mars 2008 :

Aðgát skal höfð

Mörgum trillukarlinum hefur orðið tíðrætt um meðhöndlun og afgreiðslu Landhelgisgæslunnar og ákæruvaldsins varðandi atvik eins og ef haffæriskírteini er útrunnið eða ekki um borð.

Gefin er út ákæra, laganna verðir birtast og afhenda fyrirkall til sýslumanns. Málinu lokið með greiðslu sektar sem nemur tugum þúsunda.

Nýlegt dæmi þar sem bátur var í róðri. Landhelgisgæslan kallaði í hann og tilkynnti skipstjóranum að haffæriskírteinið hefði runnið út á miðnætti. Viðkomandi, sem jafnframt var eigandi bátsins, þakkaði fyrir að minna sig á og pantaði skoðun strax næsta dag. Hún rann í gegn athugasemdalaust og róðrum var framhaldið. Allt klappað og klárt, en því var nú aldeilis ekki að heilsa.

Þrem mánuðum síðar var barið að dyrum hjá þessum heiðursmanni. 12 ára sonurinn fór til dyra, kom aftur að vörmu spori, náfölur og stundi upp: „Pabbi! lögreglan er að spyrja eftir þér.“

Hér er of langt gengið. Yfirvaldinu ber að gæta hófs og meta eðli brota. Nútímaþjóðfélag gerir þær kröfur að komið sé fram við þegnana að varfærni, en ekki á sama hátt og um síbrotamenn sé að ræða.
Hafi slík framkoma sem hér er lýst lagastoð ber Alþingi að ganga í málið og breyta þeim ólögum sem hún er byggð á.

 


Er þjónusta við bílalausa Herjólfsfarþega að versna?

Dóttirin var að hringja í mig og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún ætlaði að koma með fyrri ferð Herjólfs í dag, fékk far niður á BSÍ, sat svo inni og var að borða áður en hún færi í rútuna, en tók svo eftir því, að Herjólfsrútan keyrði skyndilega í burtu, án þess að það væri kallað upp í hátalarakerfinu og missti þar með af skipinu. Til þess að vera alveg örugg á að missa ekki af seinni ferðinni, þá kom hún sér upp að Rauðavatni, stóð við vegkantinn og veifaði Herjólfsrútunni þegar hún kom, en viti menn, rútan stoppaði ekki, svo hún situr föst í bænum og þarf að reyna aftur á morgun. Frúin var að hringja á Þingvallaleið og fékk þau svör að því miður hefðu þau ekki símanúmerið í rútunni .

Varðandi spurninguna í fyrirsögninni, já, þetta getur nú varla talist boðleg þjónusta.

Það var bara eins gott, að þetta var ekki síðasta ferð frá Bakka í bæinn. Kannski maður verði að útbúa krakkana með tjald þegar og ef Bakkafjara verður einhvern tímann tilbúin?


Rólegheit um páskana

Það er rólegheit á Staðarhóli þessa dagana og veðrið alveg frábært, logn og blíða og eiginlega synd að vera ekki á sjó í þessu, en einhvertímann verður maður víst að fá að blása.

Strompurinn fór af húsinu í síðustu viku, búið að loka því og náði ég rétt að mála áður en stillansinn var tekinn. Einnig er verið að dytta að ýmsu smálegu á heimilinu, bæði inni og úti, en ætla mér að reyna að róa í nótt, því veðurspáin eftir morgundaginn er ekki góð. Nær allur flotinn er í landi, en tók þó eftir því, að uppsjávar veiðiskipið Guðmundur fór á sjó fyrir helgi.

Á þessum árstíma gríp ég sjálfan mig oftar og oftar í því að beina sjónum mínum upp til fjalla, enda aðeins 3 vikur í að lundinn komi og kominn smá fjalla hugur í kallinn. Hitti m.a. fjallageitina Már kennara úti á Eiði í dag, og sagðist hann hafa verið frekar latur, það sem af er þessu ári, eða aðeins farið ca. 30 sinnum upp á Heimaklett á þessu ári. Það væri nú munur ef maður væri svona duglegur sjálfur.

Megið þið öll eiga gleði og ánægju stundir um Páskana .


vinur


Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað.
Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan
bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það
fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til
kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og
safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu
þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu
skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu
máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða
við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu
ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
 
Lífið hélt áfram.
 
Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að
vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og
spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað
mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna
henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var
það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn
hafði fengið honum fyrir mörgum árum. "Þakka þér fyrir að gera þetta, því
eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar.
Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt
þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því
sem þeim þótti vænst um.
Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði
hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með
þessu uppátæki.
 
Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið
endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður.
Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér
mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það
verður of seint.
Eitt af því sem þú getur gert er að senda þetta áfram. Ef þú gerir það ekki
þá hefur þú misst af tækifæri til þess að gera eitthvað gott fyrir þá sem
eru þér mikilvægir.
Ef þú hefur fengið þetta bréf þá er það af því að einhverjum þykir vænt um
þig og að alla vega einni persónu finnst þú vera mikilvæg/ur.
 
Sendu þetta áfram. Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú uppskerð
eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum.
Vona að dagurinn verði þér finn og sérstakur því þú skiptir miklu máli!
 
 
 

Bakkafjara og fleira

Það er mjög dapurlegt að ráðamenn Rangárþings eystra skuli ekki geta staðið við fyrra samkomulag um eignarhlutfallið á Landeyjarhöfn og þá sérstaklega þetta atriði, þar sem þeir segjast vilja hafa meiri áhrif á frekari uppbyggingu hafnarinnar í framtíðinni. Það er alveg ljóst að með þessu er verið að gefa tóninn um að Landeyjarhöfn eigi að starfa í samkeppni við Vestmannaeyjahöfn. Varðandi þetta svokallaða samkomulag, þá man ég vel eftir því að í Höllinni í feb. í fyrra komu fram spurningar um þetta atriði, og sjálfur spurði ég Arnar Sigurmundsson um þetta atriði, og hélt ég að ég hefði skilið hann rétt að það væri sem sé tryggt að Landeyjarhöfn yrði í 60% eigu eyjamanna. Framganga ráðamanna í Rangárþingi eystra er kannski gott dæmi um það, hversu lágt fólk er tilbúið að leggjast í von um gróða og í raun og veru mjög undarlegt, því það er að sjálfsögðu alveg augljóst mál, að með því að allir þeir ferðamenn sem sækja eyjar sjóleiðina munu að sjálfsögðu koma víða við í Rangárþingi eystra. Mín skoðun er óbreytt, ef eyjamenn koma ekki til með að ráða 60% yfir sínum samgöngumálum (ferjuhöfn), þá finnst mér að við ættum kannski að skoða betur aðra möguleika.

Af öðrum fréttum, þá er vertíðin hafin fyrir alvöru og fiskiríið síðustu daga verið nánast alveg með ólíkindum. Á sunnudaginn var ég með á þriðja tonn á tólf bala, fór svo á sama stað á mánudag með tólf bala og fékk hátt á fjórða tonnið. Einnig er gríðarlegt fiskirí í netin þessa dagana og raunar nánast í öll veiðarfæri. Vandamálið hinsvegar er að, fiskverðið hefur hrunið algjörlega á fiskmörkuðum og samkv. heimildum, þá fór meirihluti leiguliða útgerða ekki einu sinni á sjó síðustu tvo dagana, enda getur enginn róið og borgað með sér.

Stærsta fréttin að mínu mati í síðustu viku er samt af heimsókn fiskifræðinga til eyja í síðustu viku, þar sem, eftir því sem mér er sagt, kom fram í máli eins fiskifræðingsins sú stórfrétt að nýlega hefði veiðst þorskur í Barentshafi, sem hafði verið merktur af fiskifræðingum við Íslandsstrendur. Þetta er í samræmi við það sem margir sjómenn hafa oft sagt, að fiskurinn hafi sporð og fari ekki alltaf eftir því sem Hafró segir.  Meira seinna.


Bakkafjara og fleira

Var að koma af bæjarstjórnarfundi áðan og langar að byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með það að bæjarstjórnin öll er sammála ályktun okkar smábátasjómanna í Farsæll í Vestmannaeyjum, þar sem við mótmælum harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að opna fyrir snurvoðaveiðar í Landeyjarsandi.

Það sem hinsvegar vakti að sjálfsögðu mesta athygli, og ég held að allir eyjamenn taki undir, eru áhyggjur okkar yfir þeirri ákvörðun ráðamanna í Eystri-rangárvöllum, að standa ekki við fyrri munlegar samþykktir um að Landeyjarhöfn yrði 60% í eign eyjamanna og 40% þeirra. Ef þeir fást ekki til að standa við fyrri umæli, þá skora ég hér með á bæjarstjórnina í Vestmannaeyjum að hætta við stuðning sinn við Bakkafjöruhöfn, og snúa sér af fullum krafti að því að fá stærri og gangmeiri Herjólf á meðan menn eru að klára rannsóknir varðandi göng.

Ég sendi inn áskorun um daginn á bæjarstjórnina varðandi skólarútu, ég tel þau svör sem ég hef fengið svona allt í lagi, ég get vel skilið það að menn vilji reyna að spara eins og hægt er, en teldi samt skinsamlegast að menn íhugi það alvarlega að útbúa einhverskonar neyðaráætlun fyrir næsta vetur, enda er ekki boðlegt að þurfa að senda börnin okkar gangandi þegar veðrið er svona slæmt eins og um daginn. Og eitt enn, mig rak í rogastans þegar ég rakst á skrif á eyjar.net eftir móður mína, Margréti Júlíusdóttir, þar sem hún kvartaði yfir því að meira væri hugsað um að ryðja fyrir ökutæki heldur en gangandi fólk, en ég sé að við þessu hefur verið brugðist að nokkru leyti, og er það mjög ánægjulegt, en víða er þó enn erfitt um gang, en ég geri mér vel grein fyrir því að allt kostar þetta peninga.

Ég var að lesa stutt viðtal við Erp, þar sem hann segir að útlitið sé frekar dökkt með lundaveiði, ekki ætla ég að dæma um það fyrirfram, þó að ýmsar vísbendingar síðastliðin ár bendi til þess að nýliðun sé mjög léleg, en er þó tilbúinn að lýsa því yfir að ég sé reiðubúinn að stytta veiðitímann í sumar um 10-15 daga (þ.e.a.s. ef einhver lundi verður), en vonast að sjálfsögðu eftir því að haft verði samráð við ALLA veiðimenn.   Meira seinna.

 

 

 


Nokkrar myndir af uppáhalds fuglinum mínum (lundanum)

Vetur 2008 016

Fyrir aftan og í miðju, drottning veidd í Miðkletti 1987, hægra megin, drottning veidd í Kervíkurfjalli og vinstra megin, prins veiddur í Sæfelli.

Vetur 2008 017

Fyrir aftan hægra megin, prins veiddur í Miðkletti, vinstra megin, prins veiddur í Miðkletti og fyrir miðju framan, prinsessa (eins og ég kalla hann, dökkbrúnn á baki) veiddur í Dalfjalli.

Vetur 2008 018

Fyrir miðju aftan, venjulegur lundi, fyrir framan, kolapiltur, báðir veiddir í Heimakletti. Vinstra megin Sæsvala sem Jóhannes Esra gaf mér. Hún er friðuð, þessi fannst dauð í Elliðaey og var að sjálfsögðu stoppuð upp.

p/s Í dag eru ca. 5 vikur í að lundinn kemur ( í fyrsta lagi), vonandi verður þetta gott sumar fyrir lundann og okkur veiðimennina.

Meira seinna.


Sérfræðingar

Þetta orð, sérfræðingur, kom upp í huga minn í dag.

Sérfræðingar Veðurstofunnar spáðu því í gærkvöldi, að þetta austan hvassviðri ætti að lægja með morgninum og snúa sér í hæga suðvestan átt fyrir hádegi og enn hægari vestan átt seinnipartinn, en skrítið, ennþá er austan strekkingur í eyjum svo ekki höfðu sérfræðingar veðurstofunnar alveg rétt fyrir sér og svo sem ekki óeðlilegt að þeir hafi rangt fyrir sér um veðurspá hér í eyjum, þrátt fyrir sífellt betri og betri gögn.

Sérfræðingar Hafró ákváðu fyrir nokkru síðan að stöðva loðnuveiðar, þrátt fyrir að samkv. mælingum þeirra frá árinu áður sem voru forsenda þess að þeir gáfu út loðnukvóta fyrirfram og í raun og veru held ég að ef ekki hefði komið til verulegur þrýstingur frá hagsmunaaðilum og skipstjórum á loðnubátunum, þá væri jafnvel ekki verið að veiða loðnu núna. Sama held ég að gildi varðandi niðurskurði á aflaheimildum í þorski, maður fær það stundum á tilfinninguna að eina leiðin til þess að sérfræðingar Hafró finni einhvern þorsk í sjónum sé sennilega að senda þá niður í kafbát, en mér segir svo hugur að sennilega myndu þeir klúðra því líka.

" Ég treysti bara sérfræðingum Siglingamálastofnunnar " er setning sem ég hef oft fengið að heyra í umfjöllun minni um Bakkafjöruhöfn. Fyrir mitt leyti, þá er ég nokkuð sammála þessu, enda hef ég ekkert vit á hafnargerð, en samt, þessir sömu sérfræðingar hafa lýst því yfir að frátafir verði mun fleiri í Bakkafjöru heldur en í Þorlákshöfn, svo maður spyr sig, hverju á maður að trúa?

Ég efast ekki um það að margur sérfræðingurinn yrði (verður) ekki hrifinn af að lesa svona skrif, en það sem mér hefur alltaf fundið merkilegast er, að t.d. þó að sérfræðingar Hafró hafi ítrekað gert mistök í sínum útreikningum, samanber útreikningar varðandi ýsukvóta, þorskkvóta og loðnukvóta, þá er það furðulegasta í þessu öllu saman að í staðinn fyrir að menn séu látnir taka ábyrgð á sínum útreikningum, að þá er endalaust dælt meiri peningum í þessa sérfræðinga til þess að þeir geti rannsakað málið betur. Ég leyfi mér að fullyrða það, að ef sérfræðingar væru látnir sæta ábyrgð þá yrðu vinnubrögðin betri. Svo er aftur stór spurning hvort við höfum einkvað betra í höndunum?


Þeir eru að fáann í eyjum

Mjög ánægjulegt fyrir eyjamenn að fá þessa aukningu í loðnukvóta og stefnir í að þetta verði ágætis loðnuvertíð (þrátt fyrir að þetta sé ekkert miðað við það þegar við vorum að veiða um og yfir milljón tonn af loðnu). Af öðrum fréttum, þá fór ég á sjó á laugardaginn, rétt sunnan við eyjar með 8 bjóð, fiskaði 1700 kg, mest löngu, en það sem vakti mesta athygli mína er, að ekki var ein einasta loðna í einum einasta fiski, svo varla hefur verið mikil loðna þarna á ferðinni, allavega hefur hún ekki dreyft sér mikið, en þar sem önnur ganga er víst á leiðinni, þá ætla ég rétt að vona að hún fari dýpra yfir, ekki veitir lífríkinu af.

Af öðrum fréttum, Gandí var víst að draga netin úti í Kanti í dag og fékk 100 kör af þorski, svo ekki virðist þorskurinn vera útdauður (eins og Hafró heldur fram),  er þetta netafiskirí samt í algjöru samræmi við mikið netafiskirí s.l. vor, sem Hafró segir að sé ekkert að marka.

Margar sögur eru í gangi um hugsanlegar breytingar á flotanum í eyjum, sú stærsta er hugsanleg sala á frystitogaranum Snorra Sturlusyni, en einn bloggvinur minn tjáði mér að þar væru hátt í 40 störf í veði. Slæmt mál. Eins og staðan er núna, þá eru aðeins tveir netabátar á veiðum frá eyjum og hafa þeir aldrei verið færri (Gandí VE og Narfi VE). Ég hef heyrt einhverjar sögur um að þeir Portlands-menn séu hugsanlega að selja netabátinn og hafi jafnvel hug á að fá sér snurvoðabát (vonandi er það ekki rétt). Einnig var á síðustu vertíð lítill netabátur á netum, en hefur ekki róið frá áramótum, Magnhildur VE sem vinur minn Jóhannes Sigurðsson á. Jonni gerði þau slæmu mistök s.l. vor að kaupa 15 tonn af þorski og missti svo meirihlutann af þeim vegna niðurskurðar á þorskkvóta, svo ég veit ekki hvort að hann sjái sér stætt á að halda þessu áfram. Þegar ég frétti af þessum kaupum hjá honum, þá fór ég til hans og sagði:"Ég samhryggist innilega með þessi kaup."

Meira seinna.


Skrítið að kvíða fyrir vertíðinni

Landssamband smábátaeigenda

27. febrúar 2008 :

Noregur – landburður af þorski

Í dag greinir fréttavefurinn www.interseafood.com frá óhemjugóðri þorskveiði við Noreg. Smábátasjómenn hafa verið að koma með drekkhlaðna bátana að landi af vænum þorski.

Þorskur í hverjum möskva hjá netabátunum, 100 – 150 kg á balann hjá línubátum og 10 – 12 tonn í róðri hjá dragnótabátum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband