Bakkafjara 3,4 m

Ekki veit ég hversu nákvæmt matið er í skýrslu Gísla Viggóssonar, en kannski fært, kannski ekki.

Á eyjar.net í dag svarar vinur minn og bæjarfulltrúi V-listans, Páll Scheving nokkrum spurningum um Bakkafjöru. Kemur þar fram skoðun hans, þar sem hann segir: Þótt ófært sé í Bakkafjöru, þá mun ég leggjast gegn því, að skipið eigi þá að fara til Þorlákshafnar. Mér þykir vinur minn Páll Scheving vara tilbúinn að leggja ansi mikið undir og alveg ljóst að hann og aðrir bæjarfulltrúar sem eru sama sinnis, munu þurfa að axla þunga byrði af gerðum sínum ef þessi Bakkafjöruhöfn reynist vera mistök.

Kannski er ég bara svona kjarklaus, en ég hefði aldrei verið tilbúinn að fórna öruggum samgöngum (Herjólfi) fyrir svona ævintýri án þess að vera alveg 100% viss um að þetta gengi, svo við skulum bara rétt vona að þetta gangi alt eftir, en ég efast um það. Ítreka að skoðanakönnunin mín um Bakkafjöru já eða nei, stendur aðeins í 5 daga í viðbót. Margir hafa kosið í þessari viku, og verður spennandi að sjá, hvernig þetta endar. Meira seinna.


Bakkafjara = 3,7 metrar ófært

Þetta er nú allt í lagi því Hjölli komst fram og aftur í gær, nú er bara að fara um borð og bíða. Það lægir sem betur fer einhvern tíman.

Bakkafjara

Nokkur umræða hefur spunnist um þetta svokallaða öldudufl við Bakkafjöru. Í skýrslu Gísla Viggóssonar stendur: Ef duflið sýnir 3,5 metra er ófært. Spurningin sem vaknar síðustu daga, er hversu nákvæmt er þetta. Þessu getur enginn svarað, en eftir að ég hef sjálfur rætt við þá aðila sem unnu við að leggja síðustu vatnsleiðsluna, þar sem viðmiðið var 2 metrar, þá væri orðið ófært, þá velti ég því fyrir mér hversu nákvæmt þetta dufl er, og á spjalli mínu í dag við einn af okkar reyndustu skipstjórum, þá lýsti hann þeirri skoðun sinni að duflið væri ekki marktækt, vegna þess, að það myndi aldrei sýna brot t.d. Þessa athugasemd hef ég heyrt frá mörgum sjómönnum, en hef ekki getað tekið afstöðu til hennar sjálfur.

Í dag fór ég að heimsækja Guðjón Hjörleifsson og barst talið að sjálfsögðu að Bakkafjöru. Guðjón er að sjálfsögðu fylgjandi þessu, enda unnið að þessu í mörg ár. Hann hefur ekki áhyggjur af höfninni eða sjógangi (enda ekki sjómaður) einu áhyggjur Guðjóns snúa að því, hvort og hvernig gangi að græða upp sandana.

Inni á skrifstofu Guðjóns var einn af okkar reyndustu skipstjórum sem hefur verið á loðnubátum frá eyjum í 30 ár, Ólafur Einarsson, oftast kenndur við Kap VE. Óli er nýbúinn að taka við nýju Álseynni hjá Ísfélaginu. Ólafur er á móti Bakkafjöru og ætla ég hér að reyna að útskýra hans sjónarmið. Margir sem eru fylgjandi þessu, hafa talað um hversu vel hafi tekist til við hönnun og byggingu á Þorlákshafnarhöfn. Ólafur hefur nokkrum sinnum landað í Þorlákshöfn og hefur ekki fagrar sögur þaðan. Sandurinn er það gríðarlega mikill inn höfnina, að yfirleitt, þegar hann hefur verið sendur þangað, þá reynir hann að stilla sig inn á að vera rétt fyrir háflóð, en hefur samt oftsinnis tekið niðri í höfninni og eftir því sem Ólafur segir, þá sé vandamálið það mikið, að hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn séu í stöðugum samningarviðræðum við ríkið um að reyna að fá frekari fjármagn, til að geta hreinsað út úr höfninni svo vel sé. Ólafur las kafla í skýrslu Gísla Viggóssonar (sem ég hef ekki séð) þar sem fram kemur áætlaður kostnaður við að dæla sandi úr Bakkafjöruhöfn og eftir því sem Ólafur segir, þá myndi það fjármagn sennilega ekki duga nema rétt til að ryðja veginn niður að bakkafjöru einu sinni. Mér þótti þetta spjall við Ólaf nokkuð merkilegt, en ætla mér ekki að dæma um hans skoðanir.

Í dag var birt opinberlega í fyrsta skipti óskalisti Bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Ég get ekki sagt annað en að vonandi fáum við allar okkar óskir uppfylltar, en mér þykja þó viðbrögð Róberts Marshall benda til þess, að svo verði ekki. Nú er bara að vona að bæjarstjórinn nái góðu taki á honum og snúi hann niður.

Ég hef reynt eins og ég get að halda þessum skrifum mínum (og annarra) frá því að vera talin einhverskonar pólitík, enda finnst mér samgöngumál okkar miklu mikilvægari heldur en eitthvað pólitískt kjaftæði. Margir stuðningsmenn Bakkafjöru hafa hinsvegar ítrekað reynt að skrifa um þetta sem pólitík og jafnvel ítrekað talað niður skoðanakönnunina hjá mér og sagt að það þurfi ekki að kjósa, en því er ég ekki sammála. Ég minni á skoðanakönnunina, það eru aðeins 5 dagar eftir til að kjósa, svo endilega takið þátt.

Meira seinna.


Bakkafjara = 3,5 ófært

Enn er ófært en kannski verður fært seinna í dag , eða á morgun , eða hinn ?

Ég er búin að sjá óskalista bæjarstjórnarinnar og svar Róberts Marshall. Meira seinna.


Bakkafjara = 3,6 ófært

Samkvæmt skýrslu Gísla Viggóssonar, þá er búið að vera ófært meira og minna alla þessa viku.

 Og að gefnu tilefni þá skal það tekið fram að ef skoðanir Frjálslyndra og óháðra frá síðustu bæjarstjórnarkostningum hefðu náð fram að ganga, þá hefðum við sennilega fengið nían Herjólf núna í sumar í staðin fyrir að þurfa en að bíða í allavega 4 ár í viðbót eftir einhverju sem eingin veit hvernig mun reynast.

 Minni á kosninguna Bakkafjara , já eða nei . Meira seinna.


Bakkafjara = 3,5 metrar

Enn er ófært í Bakkafjöru og veðurspáin slæm.

Yfirfullt er á hótel bakka og tjaldsvæðið er að fyllast. Það er verst að ef svona tíðarfar verður um mánaðarmótin Júlí, Ágúst, 2011 þá er spurning hvort þjóðhátíðin það árið verði kannski haldin á Bakka. Annars finnst mér allt í lagi þótt fátt sé á þjóðhátíð í eyjum.

Ítreka áskorun mína á íhaldsmenn í eyjum að taka þátt í skoðandakönnunni hjá mér, ég sé reyndar að nokkrir hafa þegar kosið í dag og merkilekt nokkuð allir sagt nei við Bakkafjöru. Meira seinna.


Bakkafjara ófært = 3,5 metrar

Það er eins gott að Bakkaferjan verði hraðskreið til að geta sætt færis þegar hann dettur niður.

Það væri slæmt að vera búin að skrá sig út af hótel Bakka og orðið ófært áður en ferjan væri kominn, og hótelið orðið fullt þegar maður ætlaði að skrá sig inn aftur.


Bakkafjara Fært

W00t Fyrir ykkur sem hafa áhuga að lesa góða grein um Bakkafjöru þá langar mig að benda á bloggin minn : Jóhann Elíasson.

 Skoðannakönnunin mín um Bakkafjöru já eða nei mun aðeins standa í viku í viðbót svo endilega takið þátt, sérstaklega vil ég benda íhaldsmönnum í eyjum á þetta því sumir í þeim flokk virðast halda að kosið hafi verið um þetta á síðasta áriPolice

Að lokum ítreka ég þá áskorun mína á bæjarstjórnina að leifa okkur að kjósa um Bakkafjöru og ef meirihluti eyjamanna sé fylgjandi Bakkafjöru þá heiti ég því að hætta að gagnrýna þessa framkvæmt.

 Meira seinna.


Bakkafjara = 3,6 metrar

Enn er ófært í Bakkafjöru en kannski lægir í dag , eða á morgun?

Sæll Jarl , og vertu velkominn með (ÞÍNAR)skoðanir á þessu Bakkafjöru ævintýri.

 Að gefnu tilefni Jarl, síðasta árið sem þú varst á Guðrúnu ve, manstu þegar ég hringdi eina nóttina og við áttum ágætis spjall um ýmislegt, er það ekki rétt hjá mér að þá hafir þá sagt mér að þér litist frekar ýlla á þetta Bakkafjöru dæmi? Hvað hefur breyst? Takk fyrir þetta með málpípuna og þú ræður hvort þú svarar þessum spurningum.

PS, er einhver skoðanakönnun í gangi á vef Frjálslynda flokksins? Ég hef ekki séð hana. Þinn vinur.Smile


Bakkafjara ófært = 3,9 metrar

Ef tekið er mið af reynslu þeirra sem unnu við að leggja síðustu vatnsleiðsluna , þá er búið að vera ófært í Bakkafjöru alla þessa viku. Ef tekið er mið af skírslu Gisla Viggóssonar  þá var ófært frá kl 1800 í gær fram að hádegi í dag  og nú er aftur orðið ófært.

 Sigursveinn Þórðarson fer mikinn á bloggi sínu og finnur okkur sem viljum ræða samgöngumál eyjamanna á opinskáan hátt allt til foráttu. Eftir að hafa lesið vel og vandlega yfir þá varð ég frekar dapur því ekki er eitt einasta orð í skrifum hans satt og mjög dapurlegt að hann skuli reina að draga umræðuna niður í einkvað pólitískt skítkast.

Svenni minn þú veist betur, þú hefur ítrekað reynt að gera lítið úr skoðunum mínum og þeim fjölmörgu eyjamönnum sem nú þegar hafa tekið þátt í skoðanakönnunni minni um Bakkafjöru já eða nei. Liðlega 54 % eyjamanna segja nei við Bakkafjöru, það er að mínu mati nægilegt til að gera skrif þín hlægileg en að öðru leiti ekki svaraverð. Þinn vinur.Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband