16.10.2007 | 14:18
Bakkafjara, já eða nei
15.10.2007 | 20:45
Bakkafjara já eða nei
14.10.2007 | 20:25
Bakkafjara, bæjarstjórinn og Vestmannaeyjar
Nokkur atriði langar mig að bæta við í umræðunni um Bakkafjöruhöfn. Síðastliðinn vetur las ég á bloggsíðu bæjarstjórans okkar, að ef í ljós kæmi, að ófært væri oftar en 4-7 daga á ári, þá væri Bakkafjara ekki valkostur (þetta sama sjónarmið hef ég heyrt hjá fulltrúum V-listans). Það sem af er þessu ári, eru komnir liðlega 30 dagar, þar sem ófært er í Bakkafjöru vegna sjógangs (samkvæmt upplýsingum í skýrslu Gísla Viggóssonar, þá á að miða við 3,7 metra á Bakkafjörudufli). Febrúar og mars voru mjög erfiðir og mjög oft ófært og skrifaði ég mjög oft um Bakkafjöru, ófært. Síðastliðið sumar átti ég samtal við einn úr kunningjahóp bæjarstjórans sem tjáði mér nýjustu skoðun bæjarstjórans. Sú skoðun er á þann veg, að bæjarstjórinn gerir sér vonir um að ekki verð ófært oftar en c.a. 5-7 % að jafnaði á hverju ári. (Eða c.a. 15-25 dagar á ári). Þarna tel ég að bæjarstjórinn sé búinn að viðurkenna það, að hann sé tilbúinn að fórna stöðugum og öruggum samgöngum (Herjólfi) fyrir þetta ævintýri við Bakkafjöru.
Margir af þeim sem ég hef rætt við um Bakkafjöru, telja það ekki vera nokkra spurningu að eitthvað meira búi að baki þessum mikla áhuga bæjarstjórnarinnar á Bakkafjöru. Það sem helst er nefnt er hugsanlegir möguleikar á því, að ef Bakkafjara gangi, þá verði kannski hægt að reisa stórskipahöfn við hliðina og stækka þar með atvinnusvæði okkar, því að í samningum um Bakkafjöru, þá er tryggt að eyjamenn komi til með að eiga 60% í höfninni. Þetta hljómar alt svolítið ævintýralega, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, að í Morgunblaðinu í dag, á bls. 26 í atvinnuhlutanum, er auglýst útboð á forvali um ferjusiglingar milli Vestmannaeyjar og Bakkafjöru. Í útboðinu kemur annars fram, að ferja skuli veri í eigu bjóðanda. Stefnt er að 15 ára samningi, ferjan skuli taka að lágmarki 250 farþega og 45 bíla, og hugsanlegt að rekstur hafnar í Bakkafjöru verði innifalinn í verkefninu.
Það er mjög undarlegt að lesa þessa auglýsingu, því eftir því sem ég veit best, þá er hvorki byrjað að hanna eða teikna ferjuna, né heldur hafa nokkrar viðræður farið afstað við bændur á Bakka, bæði vegna hafnarinnar og þeirra vegaframkvæmda, sem augljóslega þurfa að fara þar fram.
Ég var að koma áðan af fundi smábátafélagsins Farsæls í Vestmannaeyjum. Á fundinn voru mættir 9 útgerðarmenn smábáta og var að sjálfsögðu rætt aðeins um Bakkafjöru. Ég held ég tali fyrir hönd okkar allra, þegar ég segi að þessi Bakkafjöru hugmynd sé dæmd til að mistakast og skiptir þá engu máli, hvar í flokki menn setja sig.
Ég hafði gert mér vonir um, og geri það enn, að við eyjamenn gætum haldið þessari umræðu um framtíðar samgöngur okkar utanvið pólitík, þó vissulega séu skoðanir flokkanna í Vestmannaeyjum ólíkar. Mín skoðun er því sú, að við eigum öll að fá að kjósa um þetta. Meira seinna.
12.10.2007 | 15:55
Bakkafjara
Nú hafa 220 kosið í skoðanakönnunni minni, Bakkafjara-já, eða nei. Í dag eru aðeins 4 dagar eftir og skora ég enn og aftur á fólk, sem hefur skoðun á þessu máli að taka þátt.
Vinur minn, Sigursveinn Þórðarson, skrifaði grein á blogginu sínu, þar sem að hann minnist á mína skoðanakönnun og þá skoðanakönnun sem Grétar Ómarsson stendur fyrir. Í bloggi sínu segir Svenni, að þessar tvær skoðanakannanir séu sambærilegar að mörgu leiti, nema kannski hvernig kosningin stendur, því er ég honum algjörlega ósammála. Því að þó að fleiri séu samþykkur Bakkafjöru í könnunni hjá Grétari heldur en hjá mér, þá hafa, eins og staðan er núna, aðeins 56 kosið hjá Grétari, en 220 hjá mér (enda hef ég bæði auglýst könnunina í Vaktinni og írtrekað beðið fólk endilega um að taka þátt, því þetta er sennilega eini möguleiki okkar að segja okkar skoðun). Grétar og Svenni eiga það sameiginlegt að hafa báðir lýst því yfir, að þeir treysti vísindamönnunum fyrir þessu og finnst mér það vera ósköp eðlilegt, þar sem hvorugur þeirra hefur litla eða enga reynslu af því að vera á sjó eða í Bakkafjöru.
Síðastliðna viku á ferð minni á Tenerife barst Bakkafjara oft á tal meðal okkar eyjamanna. Flestir voru á móti Bakkafjöru, en að sjálfsögðu talaði ég líka við menn, sem ég veit að eru fylgjandi Bakkafjöru. Vinur minn, Vignir, faðir bæjarstjórans orðaði þetta einfaldlega þannig. Bæjarstjórnin hefur tekið sína ákvörðun og við eyjamenn eigum einfaldlega að þjappa okkur á bak við bæjarstjórnina vegna þess, að úr þessu kemur þetta eiginlega okkur ekki við. Ég sagði honum það, að ég væri nú ekki alveg tilbúinn að samþykkja þetta.
Langar að nefna nokkur sjónarmið. Áðan hitti ég konu að máli, sem sagðist vera hlynnt Bakkafjöru vegna þess einfaldlega, að hún þoli ekki að þurfa að þvælast með Herjólfi í þrjá klukkutíma, sjóveik og illa höfð. Þetta sjónarmið skil ég vel, enda er ég ekki talsmaður núverandi Herjólfs heldur mun stærri og gangmeiri Herjólfs.
Fyrir nokkru síðan nefndi ég vin minn, sem er búinn að kjósa já hjá mér. Hans afstaða var þessi. Mér er alveg sama, þó stundum verði ófært yfir vetrarmánuðina, bara ef ég kemst þegar mér hentar á sumrin. Í þessu sambandi langar mig að nefna annað sjónarmið. Ég ræddi við einn af þeim sem stjórnar í fiskvinnslunni Godtháb. Sagði hann mér, að þeir yfirmenn þar væru alfarið á móti Bakkafjöru, vegna þess að þeir kaupa stundum mikinn fisk ofan af landi og þurfa að treysta á öruggar og traustar samgöngur allan ársins hring. Sjálfur get ég nefnt það, að stundum landa ég fiski á fiskmarkað Vestmannaeyja og þarf að treysta á að kaupendur ofan af landi, geti treyst því að geta fengið fiskinn með fyrstu ferð. Annað er ekki hægt að bjóða upp á.
Eitt langar mig að nefna í viðbót, og það er varðandi þetta svokallaða áhættumat. Það er mjög einfalt að reikna siglingaleiðina upp á Bakka sem einn, í áhættu = 30 mín. á móti Þorlákshafnar leiðin sem 6 deilt í þrjá klukkutíma. Ef hinsvegar við tökum inn í dæmið hvert við erum flest að fara, þ.e.a.s. á höfuðborgarsvæðið og tökum aksturinn inn í áhættumatið, þá er nokkuð ljóst að sennilega væri leiðin til Þorlákshafnar einn, á móti Bakkafjöru, sennilega c.a., 200, því eins og við vitum öll, þá er það staðreynd að slys umborð í Herjólfi eru nánast ekki þekkt, en slys á suðurlandsvegi mörg á hverju ári. Bara þetta atriði finnst mér næg ástæða til að staldra við og ítreka þá skoðun mína að við eyjamenn ættum að fá að kjósa um þetta.
Um borð í Herjólfi í gær lenti ég á spjalli við mann og barst á tal með okkur þessi nýjasta seinkun á framkvæmdinni, sem allt bendir til þess að verði, og sagði hann mér þá skoðun sína, að hann spái því, að Bakkafjöruhöfn verði ekki tilbúin eftir þrjú ár, fjögur ár eða jafnvel hugsanlega ekki eftir fimm ár.
Vonandi verður þetta bara í lagi, en ég hef áhyggjur af því að þetta muni skaða eyjarnar miklu frekar en að bæta. Meira seinna.
12.10.2007 | 13:39
Kvótinn
Breytt viðmiðunarmörk ýsu við skyndilokanir
Á aðalfundi Kletts félagi smábátaeigenda Ólafsfjörður Tjörnes, sem haldinn var 7. október sl. var mikið rætt um stærð ýsunnar. Í umræðum kom fram að mikið magn af ýsu væri rétt undir 45 cm viðmiðunarmörkunum, stærstur hlutinn væri á bilinu 40 43 cm. Bent var á dæmi þar sem 83% hefði verið minna en 45 cm, en ekki nema 17% undir 40 cm. Í framhaldi af umræðunni samþykkti fundurinn að óska eftir að viðmiðunarmörkum skyndilokunar yrðu færð niður í 42 cm.
Engu líkara er en að sjávarútvegsráðuneytið hafi haft veður af samþykkt þeirrra Klettsmanna, þar sem Hafrannsóknastofnun hefur nú fallist á tillögu þess um breytt viðmiðunarmörk til skyndilokunar á ýsu úr 30% undir 45 cm í 25% undir 41 cm.
12.10.2007 | 13:34
Kvótinn
Smábátafélagið Strandir rækjubætur skertar þvert ofan í gefin loforð
Aðalfundur Smábátafélagsins Stranda var haldinn á Drangsnesi 2. október sl. Strandamenn fjölmenntu til fundar og hefur mæting ekki verið betri um langt árabil.
Formaður Stranda Haraldur Ingólfsson setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti formann og framkvæmdastjóra LS - velkomna. Að því loknu var gengið til dagskrár.
Umræður voru afar líflegar og greinilegt að Strandamenn ætla að berjast áfram þrátt fyrir hina gríðarlegu skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram megn óánægja með minni úthlutun til báta sem notið hafa rækjuuppbóta. Fullyrt var að sjávarútvegsráðherra hefði fullyrt fyrir kosningar á fundum á Dragnsnesi og Hólmavík að þær yrðu óbreyttar til ársins 2011. Úthlutun nú segði annað og því væri það krafa fundarins að hún yrði leiðrétt þegar í stað.
Þá kom fram óánægja með andvaraleysi Hafrannsóknastofnunar gagnvart snurvoðaveiðum. Strax þyrfti að breyta reglum í þá átt að snurvoð liti sömu lokunum og botntroll. Í þessu sambandi var bent á að Hornbanki og Reykjafjarðaráll væri lokað fyrir botnvörpu og línu en þar mætti veiða með snurvoð.
Helstu ályktanir aðalfundar Stranda eru þessar:
Mótmælt er harðlega niðurskurði í þorskveiðiheimildum á yfirstandandi fiskveiðiári.
Fundurinn telur engin rök vera fyrir svo miklum niðurskurði, sem hafi miklar neikvæðar afleiðingar fyrir atvinnulíf á Ströndum.
Ennfremur mótmælti fundurinn harðlega öllum hugmyndum um að opna ný veiðisvæði fyrir togveiðarfærum, frekar ætti að loka fleiri veiðisvæðum fyrir dregnum veiðarfærum.
Tilhögun grásleppuveiða verði með sama hætti og á síðasta fiskveiðiári.
Mótmælt er harðlega skerðingum; rækjubótum hjá bátum við Húnaflóa, þvert á gefin loforð sjávarútvegsráðherra. Þar sem ráðherrann lofaði á fundum bæði á Hólmavík og Drangsnesi síðastliðið vor, að bæturnar yrðu ekki skertar fram að árinu 2011.
Skorað var á sjávarútvegsráðherra að kvika í engu frá núgildandi slægingaprósentum.
Mótmælt er þeim mikla seinagangi við úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006-2007. Fundurinn telur vinnubrögð varðandi úthlutunina alveg óásættanlega og sjávarráðuneytinu til skammar.
Að lokum samþykkti fundurinn að skora á stjórnvöld að stórhækka sjómannaafslátt.
Hækkunin yrði liður í mótvægisaðgerðum stjórnvalda.
Stjórn Stranda skipa eftirtalin:
Haraldur Ingólfsson formaður
Anna Þorbjörg Stefánsdóttir ritari
Már Ólafsson gjaldkeri
Fulltrúi Stranda í stjórn LS er
Már Ólafsson
12.10.2007 | 13:32
Kvótinn
Trillukarlar á Austurlandi krefjast þess að stjórnvöld hækki sjómannaafslátt verulega til að koma til móts við fyrirsjáanlega tekjuskerðingu sjómanna
Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi var haldinn á Egilsstöðum í dag.
Fundurinn var fjörugur og fjöldi ályktana samþykktar. Meðal þeirra var að krefjast þess að stjórnvöld hækki sjómannaafslátt verulega til að koma til móts við fyrirsjáanlega kjaraskerðingu sjómanna.
Á fundinum var mikið rætt um ákvörðun stjórnvalda að fara að tillögum Hafrannsóknastofnunar að skerða þorskkvótann um þriðjung. Mikillar óánægju gætti með störf stofnunarinnar eins og fram kemur í eftirfarandi ályktun fundarins:
Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi haldinn á Egilsstöðum 28. september 2007 mótmælir harðlega kvótaniðurskurði í þorski. Niðurstöður Hafró taka í engu mið af reynslu sjómanna og mati þeirra á ástandi þorsksins. Það leiðir til þess að tillögur stofnunarinnar eru ekki í samræmi við raunveruleikann á miðunum allt í kringum landið.
Einnig benda trillukarlar á Austurlandi á að vísindi, sem taka ekki tillit til breytts umhverfis í hafinu svo sem hitastigs og göngur ætis, eru ótrúverðug.
Smábátaeigendur á Austurlandi harma að þeir sem standa á bakvið bestu fáanlegu þekkinguna á lífríki sjávar að mati stjórnvalda, skuli hunsa skoðanir sjómannsins á lífríkinu.
Þá bendir fundurinn á þverstæðu í málflutningi Hafró að á sama tíma og stofnunin lýsir því yfir að þorskinn vanti æti leggi hún til að loðnuveiðar verði hafnar í haust. Aðalfundurinn skorar á stofnunina að koma meiru skikki á málflutning sinn og banna alfarið loðnuveiðar í flottroll.
Einnig telur fundurinn engin rök fyrir rúmlega 30% niðurskurði á þorskkvóta, sem leiðir óhjákvæmilega til samþjöppunar aflaheimilda með tilheyrandi byggðaröskun.
Vill fundurinn að línuskipum 100 brl og stærri verði bannaðar veiðar innan 3 sml frá landi, og skipum sem veiða með dragnót verði óheimilar veiðar í fjörðum og innan 3 sml frá landi í flóum, þá verði trollveiðar bannaðar innan 6 sml.
Fundurinn telur að sú aðgerð að létta sókninni af viðkvæmum svæðum á grunnslóð sé meiri friðunaraðgerð en niðurskurður aflaheimilda og líklegri til að skila árangri í uppbyggingu þorskstofnsins.
Meðal annarra ályktana sem samþykktar voru eru eftirtaldar:
Fundurinn fordæmir allar tilslakanir stjórnvalda um dragnótaveiðar og troll og harmar að ekki sé lengur tekið tillit til sjónarmiða sveitar- og bæjarstjórna um nýtingu heimamiða.
Fundurinn er andvígur öllum hugmyndum um frekari stækkun báta í krókaaflamarkskerfinu.
Smábátaeigendur á Austurlandi skora á Alþingi að létta öllum veiðitakmörkunum af bátum sem einungis eru útbúnir með tvær handfærarúllur.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi er Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði. Með honum í stjórn eru eftirtaldir:
Guðni Ársælsson Fáskrúðsfirði
Ívar Björgvinsson Djúpavogi
Kári Borgar Ásgrímsson Borgarfirði
Kristinn Hjartarson Neskaupstað.
12.10.2007 | 13:30
Kvótinn
Veiðigjald rukkað fyrir þorsk í fyrstu lotu
Útgerðum hafa nú borist greiðsluseðlar frá Fiskistofu um veiðigjald. Undrun vekur að á seðlunum er þorskurinn ekki undanskilinn eins og búast hefði mátt við af yfirlýsingu stjórnvalda um mótvægisaðgerðir.
Skýringin á þessu er sú að sbr. 23. gr. laga nr. 116 um stjórn fiskveiða skal Fiskistofa innheimta veiðigjald. Gjalddagar eru þrír, 1. október, 1. janúar og 1. maí. Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. Þar sem engar breytingar hafa enn verið gerðar á lögunum var því ekki heimilt að undanskilja þorskinn á greiðsluseðlinum.
Gera má ráð fyrir að frumvarp sem afnemur veiðigjald á þorski verði fljótlega að lögum og í kjölfarið verður þá væntanlega sendur nýr greiðsluseðill, þar til gildir áðurnefndur greiðsluseðill.
12.10.2007 | 10:59
Kominn heim frá Tenerife
6.10.2007 | 22:50
Tenerife i dag
thakka theim morgu sem tekid hafa thátt í thessari skodunarkonnun, og minni á ad hún stendur til 15. okt, og mun nidurstada hennar vera birt í baejarblodunum.
Hér á Tenerife er alt gott ad frétta. Hitinn fer aldrei nidur fyrir 20 grádur og upp undir 30 grádur á daginn, thegar best er.
Ég gerdi mér ferd í dag til hafnarinnar hérna á Tenerife og fór ferd med hvalaskodunarbát, mér til gamans, og ljóst, ad midad vid allan thann fjolda af bátum sem gera bara út á thetta, munum vid eyjamenn seint ná teim.
Meira seinna
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð af síðunni.