Bakkafjara og Vestmannaeyjar

Það er búið að vera hvasst í dag, en fært við Bakkafjöru. Hinsvegar er rokið það mikið, að mjög erfitt yrði að komast gegnum moldar og sandrokið, og eiginlega hálf ótrúlegt að Landgræðslustjóri ætli sér að græða upp lítið svæði við Bakkafjöru, þegar við sjáum nánast alla suðurströndina, sem einn sand og moldarmökk.

En að öðru. Mér þótti dapurt að sjá að vinur minn, Friðfinnur í Eyjabúð, er búinn að setja búðina á sölu, og til að bæta gráu ofaná svart, þá átti ég ágætis samtal við kunningja minn, sem rekur aðra verslun hér í bæ, sem sagði mér þær fréttir, að hann væri líka að íhuga að setja sína verslun á sölu. Þetta er svolítið merkilegt, þegar horft er til þess, að í viðtölum, þá sér bæjarstjórnin okkar, nánast ekkert nema bjart framundan. Vonandi fáum við betri fréttir á næstunni.

Eitt af því sem vakti athygli í þessari viku, er sú staðreynd, að fjöldi báta kemst ekki á sjó, vegna manneklu. Þetta er kannski ríkjandi dæmi um að sjómenn eru farnir að taka mark á þeim skilaboðum, sem Ríkisstjórnin er að senda okkur. Það á að fækka sjómönnum og fiskverkafólki, og þegar horft er á þessar fátæklegu mótvægisaðgerðir, sem Ríkisstjórnin boðar, er þá nema furða, þó að sjómenn séu fljótir að hlaupa í eitthvað annað, ef eitthvað annað býðst. Það er því miður staðreynd að hér í Vestmannaeyjum er alveg sama, hvað menn hafa reynt, við höfum ekki fundið neitt sem getur komið í staðinn fyrir fiskveiðar og fiskvinnslu. Ég sá reyndar frétt í vikunni þar sem að fyrirtæki sem mist hafa mikinn kvóta vegna niðurskurðar á Þorsk kvótum ætla að svara því með því að reyna að fullvinna fiskinn í neitenda pakkningar, mjög jákvætt.

Eitt að lokum , mér er sagt að stórútgerðin sé kominn með svarið við niðurskurði á kvótanum: 30 % niðurskurður = 30 % hækkun á kvótanum sem þíðir að hér eftir kostar það 4400 kr að kaupa eitt kg af þorski óveitt í sjónum. Er nema furða að menn hristi höfuðið yfir þessu. Meira seinna.


Kvótinn

Landssamband smábátaeigenda

11. september 2007 :

Sirrý aflahæst krókaaflamarksbáta – 9 bátar yfir 1000 tonn

Á sl. fiskveiðiári náðu 9 krókaaflamarksbátar þeim frábæra árangri að afla meira en 1000 tonn. Eins og oft áður röðuðu Bolungarvíkurbátar sér í þrjú efstu sætin og var Sirrý með mestan afla 1360 tonn.

Röð 9 efstu er eftirfarandi:

1. Sirrý.........................Bolungarvík...... 1.360 tonn
2. Hrólfur Einarsson....... Bolungarvík...... 1.337 tonn
3. Guðmundur Einarsson Bolungarvík..... 1.282 tonn
4. Auður Vésteins.......... Grindavík........ 1.116 tonn
5. Happadís.................. Garður............. 1.111 tonn
6. Gísli Súrsson............. Grindavík........ 1.075 tonn
7. Þórkatla.................... Grindavík........ 1.075 tonn
8. Narfi......................... Stöðvarfjörður.. 1.037 tonn
9. Karólína.................... Húsavík.......... 1.009 tonn

 


Meira um Bakkafjöru

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

 

Sæll Grétar!

Smá viðbót frá mér. Ég var að lesa yfir það sem þú hefur verið að skrifa, og meðal annars segir þú að enginn eyjamaður hafi opinberlega sett út á þessa framkvæmd, svo mig langar aðeins að rifja upp. Bloggvinur minn, Jóhann Elíasson skrifaði athyglisverða grein á blogginu sínu, þar sem meðal annars kemur fram gagnrýni hans á þetta svokallaða norska áhættumats fyrirtæki, sem gaf það út, að það væri 6 sinnum hættulegra að sigla til Þorlákshafnar en Bakkafjöru, eða sem sé, að hálftíma sigling x 1 deilt í 3 tímar x 6 (hvað skyldu þeir hafa fengið borgað fyrir þetta rugl?). Guðmundur organisti hefur gagnrýnt harðlega í skrifum sínum og lýst ekki á þetta. Ég veit hinsvegar ekki, hvaða reynslu og þekkingu hann hefur á málinu. Gísli Jónasson hefur marg ítrekað skrifað greinar um Bakkafjöru, þar sem hann gagnrýnir þessa hugmynd harðlega. Gísli er alinn upp undir eyjafjöllum og þekkir fjöruna og brimið eins og lófann á sér. Gagnrýni hans byggist fyrst og fremst á því, að höfnin verði of lítil, að hún þurfi bæði að ganga lengra út og að varnargarðar þurfi að vera helmingi hærri, en að hans áliti, mun þessi höfn, eins og hún er teiknuð af Gísla Viggóssyni, hugsanlega hverfa á stuttum tíma (eða allavega vera ófær dögum og vikum saman). Sveinn Rúnar Valgeirsson, skrifaði mjög góða grein í Fréttum í sumar, þar sem hann útskýrir hversu fáránlegt það er, að í skýrslu Gísla Viggóssonar, sé gert ráð fyrir því, að í verstu veðrum, geti ferjan hugsanlega tekið niðri á rifinu fyrir utan höfnina, og að á hornunum við innsiglinguna á höfninni þurfi að setja einhverskonar stuðpúða, sem ferjan geti þá farið utan í, þegar erfitt er að komast inn í höfnina. Sveinn Rúnar er einn af okkar reyndustu sjómönnum og reynir í grein sinni, að útskýra, að skip sem tekur niðri í slæmi sjóveðri geti í versta falli slegið flötu í stórsjó, og geti þá bæði verið mjög hættulegt og erfitt að bakka út úr þeim aðstæðum (þetta tel ég ekki boðlegt og ekki þess virði að taka svona séns). Nýlega lenti ég á spjalli við Sigmund Jóhannsson. Sigmund er einn okkar fremstu teiknurum og reiknimeisturum, og útskýrði hann fyrir mér á einfaldan hátt, hversvegna hann vill ekki Bakkafjöruhöfn. Hann einfaldlega reiknaði dæmið frá upphafi til enda, út frá hagkvæmnis sjónarmiði. Hans útkoma varð þessi: það er einfaldlega mun hagkvæmara að fara með stærra og gangmeira skipi til Þorlákshafnar, vegna þess að Bakkafjöru leiðin er 27 km lengri (lágmark) og verður, þegar allt er talið upp, mun dýrari kostur. Mín skoðun á þessu öllu er óbreytt, ég vill frekar stærra og gangmeira skip heldur en Bakkafjöru, og í raun og veru, þá stend ég við það sem ég sagði hérna fyrst. Núna stendur þetta mál upp á bæjarstjórann, ætlar hann að hundsa bæjarbúa, eða ætlar hann að leyfa okkur að kjósa um þetta stærsta mál eyjamanna, sem varðar okkur öll? Auðvitað vona ég, að þessi gagnrýni á Bakkafjöru verði bara af hinu góða og fyrst og fremst til þess að betur verði vandað til verksins (ef þetta verður að veruleika). Ég mun hinsvegar ekki hætta að gagnrýna þessa hugmynd, og það er stór spurning, hvort ekki væri betra fyrir okkur öll og bæjarstjórnina, að kjósa um þetta, til þess að vilji meirihluta bæjarbú sé þá alveg á hreinu. En eins og þetta er sett upp í dag, þá mun ég kenna bæjarstjóranum um, ef illa fer. Meira seinna.

Georg Eiður Arnarson, 10.9.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd [Innskráning]


Bakkafjara

Að gefnu tilefni langar mig að þakka öllum þeim fjölmörgu eyjamönnum sem komið hafa að máli við mig undanfarna viku og tekið undir málflutning minn varðandi Bakkafjöru. Það er greinilegt að Bæjastjórinn ætlar að hunsa raddir okkar en þegar þessi höfn (ef hún verður til?) hverfur í sandinn í einhverju sunnan rokinu, þá skulum við muna það að það var bæjarstjórn Vestmannaeyja sem valdi þetta og við fengum ekki að kjósa um þetta. Mín skoðun er óbreytt. Stærri og gangmeiri Herjólf strax. Meira seinna. 

Mikið af pysjum

Ágústa Yngsti fjölskyldumeðlimurinn að sleppa fyrstu pysjunni.

Lundaveiðitímabilið í sumar (seinni hluti)

Það er ánægjulegt að koma niður að höfn þessa dagana, enda mikið af lundapysju í höfninni. Þetta eru skýr skilaboð, um að ég hafi haft rétt fyrir mér um að lundavarpið yrði í ágætu meðallagi í sumar.

Í gær lenti ég á spjalli við vin minn, Ingvar Sigurðsson, forstöðumann Náttúrufræðistofu Suðurlands, og var hann frekar óhress með mín skrif, sérstaklega þar sem ég segi frá því, þegar mér var sagt á skrifstofu þeirra í setrinu frá því að hugsanlega væri ein skýringin á þessu gríðarmikla magni af lunda við Vestmannaeyjar í sumar sú, að þetta væru hugsanlega flækingslundar frá öðrum stöðum. Ég stend hinsvegar við þetta og leyfi mér að fullyrða með nokkurri vissu, að fuglafræðingurinn Jan, hafi sagt þetta. Á samtali mínu við Ingvar, lýsti hann því yfir, að sumarið í sumar væri þriðja árið í röð, þar sem við værum að horfa upp á algjört hrun í varpi lundans og sagðist hann reikna með, að miðað við eðlilegt ár, yrði nýliðun í lundastofninum í mesta lagi 5-10%. Þessu er ég ekki sammála, og miðað við það sem ég hef séð, sýnist mér óhætt að reikna með því að nýliðun verði á milli 20-30%. Ef miðað er við síðasta ár, þá er þetta mjög gott ár. Vonandi verður það betra á næsta ári. Varðandi þá skoðun Ingvars, vinar míns, að þetta sé þriðja árið í röð, þar sem nánast engin nýliðun er, þá skal það tekið fram, að nýliðun í lok sumars 2005 var í ágætu meðallagi.

Að lokum læt ég hér fylgja með litla sögu úr lundaferð frá síðasta ári. Það var seinni partinn í júlí á síðasta ári, sem ég lagði leið mína út í Miðklett. Vindur var að austan, ágætis kaldi. Lagði ég leið mína upp í efsta sætið, eins og ég kalla það, í Miðkletti. Veiði var ágæt og eftir að ég hafði verið þarna við veiði í c.a. tvo tíma eða svo, heyrði ég skyndilega mjög undarleg köll. Mér heyrðist einhver kalla hó, hó, hó og svo aftur hó, hó, hó. Upp í mér kom gömul tilfinning um gamlar minningar úr jólasveina myndum. En eftir að mér var litið upp í hæsta klettinn í Ystakletti, tók ég eftir manni þar (sem var reyndar ekki í jólasveinabúning) en var í mjög fallegri grænni peysu svo sást langar leiðir. Ég hafði tekið eftir því áður, að maður var að veiða fyrir ofan þessa brekku í Ystakletti, en þarna hafði þessi maður tekið upp á því, að hlaupa um, í byggðinni fyrir framan veiðistaðinn hjá sér, og kallaði stöðugt hó, hó, hó. Siðar hljóp hann upp í veiðistaðinn aftur og hélt áfram að veiða. Nokkru seinna heyrði ég þessi köll aftur. þá hafði þessi sami maður hlaupið töluvert upp fyrir veiðistaðinn, og ég heyrði aftur hó, hó, hó og var hann þá að smala kyndum og reka niður í byggðina fyrir framan veiðistaðinn hjá sér. Ég hugsaði nú með mér:"Skyldi hann Grímur vita af þessu?" Nokkru seinna sé ég, að veiðimaðurinn týnir saman veiðina, setur hana í hvítan poka og röltir sem leið liggur niður að kofa. Ég hugsaði með mér:"þarna fer jólasveinninn og ætlar að þakka Grími fyrir að fá að veiða sér í soðið" Svo niðurstaða mín er þessi, ef einhver var í vafa, þá er það hér með staðfest, að jú, jólasveinninn, hann býr í Ystakletti. Tounge


Bakkafjara, ófært=3,7 m

Það er ágætis veður í eyjum í dag. Herjólfur er farinn og er á áætlun. Einnig er flug samkvæmt áætlun, en merkilegt nokk, Bakkafjara er ófær.

Undanfarna daga hef ég rætt við marga eyjamenn og virðast flestir vera á þeirri skoðun, að fá að kjósa um þessa tvo valkosti, þ.e.a.s. stærri gangmeiri Herjólf, eða Bakkafjöru. Þannig kæmi hin raunverulega skoðun eyjamanna í ljós. Mín skoðun hinsvegar er óbreytt. Ég tel óvissuþættina við Bakkafjöru vera það marga, að ekki sé verjandi að henda milljörðum af peningum þarna í fjöruna og vill miklu frekar fá stærra og gangmeira skip, strax.


Bakkafjara

Það er svolítið skrítið að lesa skírsluna um Bakkafjöruhöfn. Bæjarstjórinn lofar þessa sérfræðinga fyrir góð vinnubrögð en þingmaðurinn Árni Johnsen kallar þessa sérfræðinga nánast fífl fyrir skoðun þeirra á möguleikunum á að gera göng milli lands og eyja. Það mætti næstum halda að þessir tveir eyjamenn orði hlutina fyrst og fremst eftir því sem þeim hentar? Er nema furða þó að venjulegt fólk sé í vafa en spurningin er því þessi hvort á maður að trúa sérfræðingum sem segja að ekki sé hægt að gera göng á jafn ódýrann hátt og Árni segir , eða sérfræðingunum sem segja að hægt sé að gera örugga höfn í Bakkafjöru ( fyrir lítið fé) þrátt fyrir að flestir sjómenn kalli þetta vitleysu? Meira seinna.

Bakkafjara

Vonandi gengur þetta eftir , en að öllum líkindum verður stundum ófært og þegar verstu vetrar lægðirnar ganga yfir jafnvel dögum saman, hvað gera eyjamenn þá eigum við kannski að bíða og sæta færis að skjótast á milli lægða? Einkvað seigir mér að þá muni einhverjir syngja hátt.
mbl.is 200-300 bíla umferð á dag vegna Bakkafjöruhafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að hlusta á diskinn með Garðar Cortes

í annað sinn í morgunn, frábær diskur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband