20.9.2007 | 12:22
Frábært
Mér finnst þetta frábært og óska lögreglunni til hamingju með þetta
![]() |
Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2007 | 22:31
Kvótinn
Ískaldur veruleiki
Eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson birtist í Fiskifréttum 14. september.
Það andar köldu við upphaf nýs fiskveiðiárs. Ákvörðun stjórnvalda um minnka þorskveiðiheimildir um þriðjung, eða 63 þús. tonn, er komin til framkvæmda. Ískaldur veruleikinn blasir við.
Ákvörðunin var afar umdeild og vandfundinn sá aðili í sjávarútveginum sem lét það hvarfla að sér að ekki yrði leyft að veiða meira en 130 þús. tonn. Bjartsýni hefur ríkt hjá sjómönnum um ástand þorskstofnsins og fjölmargir telja að vel hafi tekist til með uppbyggingu hans og því fyrirsjáanlegt að aukið yrði við kvótann. Útgerðarmenn fóru heldur ekki varhluta af skilaboðum frá miðunum. Kostnaður við hvert veitt tonn af þorski í sögulegu lágmarki. Margir þeirra greiddu svimandi upphæðir fyrir varanlegan þorskkvóta á grundvelli þessara vitneskju.
Eins og köld vatnsgusa
Það kom því eins og köld vatnsgusa þegar Hafrannsóknastofnun kynnti niðurstöður um ástand þorskstofnsins. Í riti stofnunarinnar Ágrip af skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um nytjastofna sjávar 2006/2007 og aflahorfur fiskveiðiárið 2007/2008 segir eftirfarandi í lok kaflans um þorskinn:Stærð veiðistofns er nú metinn nálægt sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins er aðeins um helmingur þess sem talið er að gefi hámarks afrakstur. Nýliðun síðustu sex árin hefur verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa er í sögulegu lágmarki.
og í lok málsgreinarinnar segir:
Hafrannsóknastofnunin leggur því til að afla næsta fiskveiðiárs verði takmarkaður við 130 þús. tonn. Auk þess leggur stofnunin til að núverandi reglur um hámarksmöskvastærð og lokanir á hrygningarslóð verði í gildi enn um sinn.
Í Morgunblaðinu 7. júlí sl. sagði sjávarútvegsráðherra:
Ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um stöðu þorskstofnsins, stærð viðmiðunarstofnsins og hrygningarstofnsins.
Bæði forsætis- og utanríkisráðherra lýstu því yfir að ákvörðun sjávarútvegsráðherra nyti stuðnings allrar ríkisstjórnarinnar.
Grafalvarleg staða
Á síðustu vikum hefur hvert sveitarfélagið á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af afleiðingum hennar. Tekjur dragast sama, fólk missir atvinnuna, útgerðum fækkar, fyrirsjáanlegir erfiðleikar hjá þjónustufyrirtækjum útgerðarinnar, svo dæmi séu nefnd.
Áður hafði komið fram að brúttóaflaverðmæti þorsksins mundi minnka um 15 16 milljarða. Þá var ótalið það sem mundi tapast í öðrum tegundum þar sem þorskur er meðafli. Þar mun ýsan vega mest, um 4 milljarðar. Með þessum forsendum og 500 tonna minni steinbítskvóta mun aflaverðmæti smábáta minnka um 4 milljarða eða um rúmar 5 milljónir að meðaltali á bát.
Auk þess sem hér er upptalið lækkar verðgildi varanlegra veiðiheimilda í þorski um 150 milljarða sem á eftir að hafa gríðarleg áhrif.
Af þessari stuttu upptalningu um afleiðingar þorskskerðingarinnar þarf ekki nokkur maður að efast um að staðan er grafalvarleg.
Of sterkt til orða tekið
Hinn 20. júlí sl. ritaði undirritaður hér í Fiskifréttir grein, Orsök lélegrar nýliðunar er ekki að finna í veiðum umfram ráðgjöf, þar sem hann gagnrýndi ákvörðunina. Í greininni var framsetning á stærð hrygningarstofns og nýliðunar með öðrum hætti en hjá Hafrannsóknastofnuninni. Vakin var athygli á að hrygningarstofninn hefði verið vaxandi frá 1983, og 2005 hefði hann verið í sögulegu hámarki þessa tímabils, 228 þús. tonn. Þá var einnig birt línurit um nýliðun sem sýndi að það var of sterkt til orða tekið hjá Hafrannsóknastofnuninni að hún hefði verið slök á síðustu sex árum.
Við þetta er því að bæta að Hafrannsóknastofnunin segir þriðju ástæðu þess að minnka þurfi þorskkvótann niður í 130 þús. tonn vera að meðalþyngd allra aldurshópa sé í sögulegu lágmarki.
Þegar meðalþyngdartölur í skýrslu stofnunarinnar eru skoðaðar kemur ýmislegt í ljós sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Til dæmis er meðalþyngd 14 ára fisks nú 6,9 kíló en ári áður var jafnaldri hans 15,4 kíló eða 122% þyngri. Þá byggir stofnunin ráðgjöf sína á að munur á meðalþyngd 9 ára fisks og upp í 14 ára fisk sé sáralítill sem er í hrópandi ósamræmi við það sem fiskimenn upplifa á miðunum. Tölur hér að neðan er úr töflu 3.1.2 úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar.
Meðalþyngd 9 ára fisks 6,193 kg
10 ára 5,819 kg
11 ára 6,201 kg
12 ára 6,508 kg
13 ára 6,751 kg
14 ára 6,943 kg
Að lokum er rétt að vekja athygli á að fjöldi skyndilokana vegna smáþorsks í afla hefur slegið öll fyrri met á þessu ári.
Vegna þeirrar miklu gagnrýni sem komið hefur fram á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og mikilvægi þess að ákvarðanir séu teknar á grundvelli réttra upplýsinga tel ég að sjávarútvegsráðherra eigi þegar í stað að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að fara yfir skýrslu stofnunarinnar og þau gögn sem eru grundvöllur þess sem þar kemur fram.
Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
17.9.2007 | 19:18
Róður á Blíðu
Fór af stað kl 5 í morgunn, með 10 bjóð. Veðrið var ágætt, en veðurspáin ekki góð, þessvegna ákvað ég að fara stutt, ef hann skyldi bræla snemma (en í raun var þetta fallegasta veðrið, það sem af er þessum mánuði). Ég hafði lokið við að leggja bjóðin kl 7 og byrjaði að draga kl 8. Fiskiríið var svona þolanlegt, ca. 1200 kg á 10 bjóð, en það var töluvert um festur, enda hefur það lengi verið vandamál hér á heimamiðum, að á árum áður hentu allir togarar ónýtum vírum hér fyrir utan. Meðan ég var að landa, komu samtals 4 menn í spjall og spurði ég þá alla um afstöðu þeirra til Bakkafjöru. Enginn þeirra vildi Bakkafjöru, allir vildu frekar stærri og gangmeiri Herjólf. En það er nú svo, við eyjamenn höfum víst lítið um þetta að segja.
Meira seinna.
16.9.2007 | 20:51
Bakkafjara og kvótinn
Enn sínir duflið í Bakkafjöru ekkert lífsmark en það er kannski í lagi meðan veðrið er gott, vonandi verður þetta lagað.
Ég hitti mann á spjalli áðan, sá á bát og kvóta í aflamarks kerfinu , ég hafði heyrt það að hann væri að hugsa um að selja og þess vegna spurði ég hann hvaða áhrif niðurskurður í Þorski hefði haft. Svarið var að niðurskurðurinn myndi ekki breyta neinu því hann reiknaði með að fá allavega 4500kr á kg, eina vanda málið er að það eru bara svo fáir eftir sem hafa burði til að kaupa.
Mín skoðun á þessu er, ég samhryggist þeim sem kaupa. Einkvað segir mér að erfingjarnir okkar verði ekki hrifnir enda skuldirnar miklar. Meira seinna.
16.9.2007 | 20:31
Kvótinn
14. september 2007 | 09:21 |
Frestur til flutnings aflamarks/krókaaflamarks milli fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007 |
Í 7. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 644/2006, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2006/2007, er kveðið á um frest til flutnings aflamarks/krókaflamarks milli fiskiskipa. Samkvæmt ofangreindu reglugerðarákvæði verða umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2006/2007 að hafa borist Fiskistofu fyrir miðnætti þann 17. september n.k. (15. september, sem er lokadagur flutnings skv. reglugerð, er laugardagur. Þessvegna lengist frestur til 17. september.) Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða endursendar. |
16.9.2007 | 18:22
Fór á sjó í fyrradag
Fór á sjó í fyrradag vestur fyrir eyjar. Veðrið var ekkert sérstakt, sunnan kaldi og talsverður sjór, sem lægði þó þegar leið á. Þegar ég var kominn vestur á Þorsteinsboða, lagði ég 8 bjóð, sem ég var með umborð og þegar ég var búinn að draga, hafði ég fengið um tonn af blönduðum fiski.
Undarlegt atvik átti sér stað, þegar ég var hálfnaður að draga.
Upp úr sjónum kemur svona ca. 3 kílóa þorskur og þegar hann er kominn í blóðgunarkassann hjá mér, finnst mér eins og hann líti á mig og segir:
" Heyrðu, þú ert ekki MK"
og ég svaraði."Og hvað með það?"
og þorskurinn svaraði: "En mér skilst að ég sé eign MK. Ég hafi verið honum úthlutaður og enginn annar megi veiða mig."
Ég svaraði bara: "Eins og þú sérð, þá er ég búinn að veiða þig."
Enn maldaði þorskurinn í móðinn og sagði: "En ég var að gera mér vonir um að komast eina ferð með nýju þyrlunni hans MK."
En aftur svaraði ég: "Mér er alveg sama um það, ég er búinn að veiða þig."
Þá sagði þorskurinn: "Átt þú nokkurn kvóta fyrir mér?"
"Nei, svaraði ég, en er þó búinn að leigja mér þorskkvóta."
Seinna tók ég þennan sama þorsk og ætlaði að gera að honum, þá sagði hann: "Heldur þú að það hefði ekki verið munur að fá kannski að fara einn hring um eyjuna í þyrlunni hans MK.
" Ég svaraði einfaldlega: "Já en einhver verður að borga bensínið á þyrluna."
Þessari sögu var gaukað að mér af kunningja mínum.
15.9.2007 | 22:28
Spaugstofan
Ég horfði á Spaugstofuna í kvöld. Þátturinn var ágætur, en ég verð að viðurkenna að ég saknaði pínulítið Randvers. Mig langar að koma á framfæri þakklæti fyrir mína hönd fyrir öll árin.
15.9.2007 | 22:24
Enn einn árekstur á Suðurlandsvegi
![]() |
Harður árekstur í Kömbunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2007 | 21:42
Það er margt og mikið að gerast í Eyjum þessa dagana
Mikið hefur verið rætt um Bakkafjöru á minni bloggsíðu og eru mjög skiptar skoðanir, hvort að Bakkafjara sé einhver raunveruleg samgöngubót, eða tilraunastarfsemi á kostnað eyjamanna.
Ég hitti vin minn, Friðrik Ásmundsson á spjalli áðan. Friðrik hefur verið skólastjóri Stýrimannaskólans í mörg ár, og þar á undan sjómaður og skipstjóri á mörgum bátum hérna við eyjar. Friðrik tók undir minn málflutning og telur Bakkafjöru vera mikið óráð í samgöngumálum okkar, t.d. vorum við alveg sammála um það, að þó að Herjólfur hafi farið í morgun, þá hefði það verið mjög erfið og hættuleg sigling að ætla að komast inn í Bakkafjöru í austan 30 eins og var í morgun.
En að öðrum málum. Ég var að tala við einn af starfsmönnum Fiska og náttúrugripasafns Vestmannaeyja. Sagði hann mér að fjöldi lundapysja sem hafði komið til þeirra í vigtun, væri kominn yfir 1000, sem gefur vísbendingu um það að nýliðun í lundastofninum verði í góðu meðallagi, en að sjálfsögðu þarf að rannsaka það betur.
Eitt af því sem vakið hefur mesta athygli, eru þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir við niðurskurði í þorskveiðiheimildum. Það sem vekur mesta athygli mína, er sú úthlutun sem ætluð er til okkar í eyjum. Sem er, eftir því sem ég veit best, tvö ný störf í Rannsóknarsetri Vestmannaeyja og einhverjir peningar þangað líka. Ég velti því hinsvegar fyrir mér, hvað sjómenn, útgerðarmenn og fiskverkafólk hefur út úr þessu, og sýnist mér að svarið sé: ekkert.
Í Fréttablaðinu í dag fjallar Þorsteinn Pálsson um þessar mótvægisaðgerðir, þar sem hann segir að í stöðunni séu tveir ólíkir kostir. Að hans mati er betra að setja fé í þróunar og atvinnusköpun, frekar en til að bæta kjör þeirra sem missa mest við niðurskurð á veiðiheimildum. Hann viðurkennir hinsvegar að fé í þróunar og atvinnusköpun hefur ekki alltaf skilað sér tilbaka. Því er ég honum sammála og þess vegna er ég honum ósammála. Meira seinna.
15.9.2007 | 00:04
Kvótinn
Happadís, Hrólfur Einarsson og Narfi með mestan afla í þorski, ýsu og steinbít
Á nýliðnu fiskveiðiári var Happadís úr Garði með mestan þorskafla krókaaflamarksbáta 812 tonn, Hrólfur Einarsson frá Bolungarvík var hæstur í ýsunni með 479 tonn og Narfi fá Stöðvarfirði gerði það best í steinbít með 406 tonn.
Hér að neðan er skrá yfir 5 aflahæstu krókaaflamarksbátanna í þorski, ýsu og steinbít.
Þorskur:
1. Happadís
. Garður
...... 812 tonn
2. Gísli Súrsson
.. Grindavík
.... 733 tonn
3. Sirrý
.. Bolungarvík
.... 682 tonn
4. Auður Vésteins...Grindavík
..... 650 tonn
5. Karolína
.... Húsavík
......... 649 tonn
Ýsa:
1. Hrólfur Einarsson
.
... Bolungarvík....... 479 tonn
2. Guðmundur Einarsson
Bolungarvík
.....462 tonn
3. Sirrý
.... Bolungarvík...... 439 tonn
4. Gestur Kristinsson
.. Suðureyri
....... 402 tonn
5. Lágey
..... Húsavík............ 344 tonn
Steinbítur:
1. Narfi
.... Stöðvarfirði...... 406 tonn
2. Selma Dröfn
.. Patreksfirði
. 300 tonn
3. Guðmundur Einarsson.Bolungarvík
. 271 tonn
4. Hrólfur Einarsson
...Bolungarvík
... 251 tonn
5. Sirrý
.... Bolungarvík...... 210 tonn