21.8.2007 | 19:10
Kvótinn
Skagfirðingar mótmæla dragnótaveiðum
Í lok maí sl. hófu nokkrir félagsmenn í smábátafélaginu Skalla (Brú Siglufjörður) söfnun undirskrifta til styrktar kröfu félagsins um takmarkanir á dragnótaveiðum ; Skagafirði. Undirtektir fóru fram úr björtustu vonum alls voru það 652 sem rituðu undir eftirfarandi kröfu:
Ég undirrituð/aður legg hér með til að Skagafirði verði lokað fyrir dragnót samkvæmt fundarsamþykkt Skalla 14. september 2006 og greinargerð sem ég hef kynnt mér.
Í fundarsamþykktinni er gerð krafa um bann við dragnótaveiðum innan línu sem dregin er úr Ásnefi ; norðurenda Drangeyjar og þaðan í norðurenda Málmeyjar.
Í greinargerð sem fylgdi segir:
Ljóst er að dragnótaveiðar stofna lífríki Skagafjarðar í stórhættu þar sem þær eru stundaðar af stórvirkum bátum og sumstaðar nánast uppí fjöru. Þá hefur bátum á svæðinu stórfjölgað og líkur á því að þeim fjölgin enn meir.
Þá eru þessar veiðar stundaðar af bátum sem ekki eru af svæðinu og allur afli þeirra fluttur burtu óunnin, en þeir eru hér vegna þess að annars staðar geta þeir ekki stundað þær innfjarðar sem hér, einnig er ljóst að þessir bátar eru hér einingis tímabundið meðan þeir eru að klára upp svæðið.
Vitað er að svæði sem búið er að skarka á með dragnót eru mörg ár að jafna sig eftir þann skaða sem dragnótin veldur á botngróðri, þá hefur tvisvar á síðustu áratugum skapast ördeyða á Skagafirði í kjölfar þess að dragnótaveiðar voru stundaðar og allar líkur á að svo verði nú eða jafnvel meiri þar sem bátar eru fleiri og veiðitækni meiri.
Skagafjörður er mikil uppeldisstöð fyrir ýmsar fisktegundir og einnig er hér síld nánast allt árið. Þá er ljóst að dragnótaveiðar stofna vistvænum veiðum svo sem handfærum, línu og netum í stórhættu en þær hafa verið undirstaða smærri báta sem gerðir hafa verið út frá höfbnum við Skagafjörð.
Sjávarútvegsráðherra tekur við undirskriftum
25. júlí sl. var sjávarútvegsráðherra afhentar undirskriftirnar.
Sjávarútvegsráðherra sagði að því tilefni að hann hefði brugðist við erindi Skalla á sínum tíma og lokað Málmeyjarsundinu. Við ítrekun erindisins vísaði hann til nefndar sem fjallar um umgengni um auðlindir sjávar. Í þeirri nefnd hefði ekki náðst samkomulag.
Hann sagðist áfram mundu skoða þetta mál í ljósi þeirra undirskrifta sem hann hefði nú undir höndum sem sýndu að krafa Skalla nyti hljómgrunns í Skagafirði.
Myndin er frá afhendingu undirskriftarlistana fv. Sverrir Sveinsson formaður Skalla, Halldór Karel Jakobsson Hofsósi, Ragnar Sighvats Sauðárkróki og Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.
21.8.2007 | 19:09
Nóg af Þorski út um allt
Metveiði á þorski hjá Kiele við A-Grænland
Frystitogarinn Kiele sem er í eigu fyrirtækis Samherja, Deutsche Fischfang Union, hefur verið við veiðar við A-Grænland. Á aðeins 10 dögum veiddust um 700 tonn af þorski, sem er ótrúlegur afli á svo stuttum tíma. Þorskurinn var stór og fallegur.
Aflabrögð sem þessi koma mörgum sjómanninum fyrir vestan og við Snæfellsnes ekki á óvart ef marka má það óhemjumagn af þorski sem var á slóðinni hjá þeim í mars og apríl.
Sjá frétt:
http://www.smabatar.is/frettir/2007/04/24/964.shtml
Vegna yfirvofandi kvótaskerðingar er ólíklegt að íslensk skip geti tekið þátt í veislunni þegar þorskur frá Grænlandi gengur aftur á Íslandsmið til hrygningar nú í vetur.
Þess má geta að Hafrannsóknastofnun hefur haft til rannsóknar þorskflök frá Grænlandi í eitt ár þar sem reynt er að kafa í uppruna. Niðurstöður hafa ekki verið kunngerðar.
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð af síðunni.
21.8.2007 | 19:07
Mikil fækkun smábáta
Klettur stærsta svæðisfélagið innan LS
Á árinu 2006 lönduðu alls 778 smábátar afla sem er fækkun um 120 báta milli ára. Flestir þeirra tilheyra svæðisfélaginu Kletti; Ólafsfjörður Tjörnes, 108 (128). Næst stærsta félagið er Reykjanes með 91 bát og í þriðja sæti Snæfell með 88 báta.
Meðfylgjandi tafla er skrá yfir svæðisfélögin 15 og fjölda báta sem tilheyrðu þeim 2006 og árið 2005.
21.8.2007 | 19:04
Grásleppan
Grásleppuvertíðin Stykkishólmsbátar með 553 tunnur
9. ágúst sl. lauk grásleppuvertíðinni, með því að bátar í innanverðum Breiðafirði drógu upp netin. Upplýsingar um heildarveiði liggja enn ekki fyrir en verða birtar hér á síðunni innan skamms, þó er ljóst að hún skilaði færri tunnum en í fyrra.
Eftirfarandi er úr Stykkishólmspóstinum þar sem fjallað var um aflabrögð báta frá Stykkishólmi:
Þitt
21.8.2007 | 19:01
Það lifir

15.8.2007 | 21:34
Kvótinn ( Mjög merkilegt )
Landssamband smábátaeigenda Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu Orsök lélegrar nýliðunar er ekki að finna í veiðum umfram ráðgjöfFöstudaginn 20. júlí sl. birtist í Fiskifréttum eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda:
Gagnrýnt var á heimasíðu LS að ekki væri dregið fram með áberandi hætti að á tímabilinu 1983 til 2006 síðustu 24 árin hefði hrygningarstofninn verið í vexti og í sögulegu hámarki þessa tímabils árið 2005. Meðaltalsstærð hans var 175 þús. tonn á tímabilinu. En það er fleira gagnrýnivert í kynningu Hafrannsóknastofnunar á ástandi þorskstofnsins. Lítum á nýliðunina. Eins og varðandi hrygningarstofninn nær kynningarmynd stofnunarinnar um nýliðun til árgangsins sem fæddur er 1952 og er því 3 ára nýliði 1955. Meðfylgjandi mynd um nýliðun (Mynd 3, sem fengin er úr gögnum Hafrannsóknastofnunar) er ekki síður skelfileg en myndin af þróun á stærð hrygningarstofnsins, enda hitti hún beint í mark. Menn sem sátu kynningarfundinn setti hljóða. Mynd 3: Engin nýliðun fyrir ofan meðaltalið 179 milljónir einstaklinga, utan ársins 2000, á undanförnum 22 árum, á tímabilinu 1985 til 2006. Ráðherrar, flestir alþingismenn og blaðamenn, auk formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands tóku andköf. Það verður að sýna ábyrgð og fara nú einu sinni eftir ráðgjöf Hafrannsóknasóknastofnunar! Hefðu þessir aðilar gefið sér tíma til að rýna í skýrslu stofnunarinnar og leita ráðgjafar þeirra sem eru á miðunum allan ársins hring er ég sannfærður um að þeir hefðu litið með líkum hætti til ráðgjafarinnar og stjórn Landssambands smábátaeigenda. Meðfylgjandi mynd (Mynd 4) sýnir hvernig nýliðunin hefur sveiflast á tímabilinu 1985-2006. Af þessum myndum um nýliðun er ekki hægt að draga þá ályktun að orsök lélegrar nýliðunar sé að finna í veiðum umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Auk þessarar framsetningar er rétt að taka fram að það er engin ávísun á góða nýliðun þótt farið sé að ráðgjöf Hafró um að skerða þorskkvótann um þriðjung. Því til staðfestu er rétt að líta til áranna 1983 og 1984 sem bæði skila gríðargóðri nýliðun, auk ársins 1985 þ e.a.s. nýliðun er betri en áðurnefnt 22 ára tímabil. Þau ár var veiðin langt umfram aflareglu að meðaltali 80 þús. tonn á ári 37% umfram reiknaðan afla samkvæmt aflareglu. Einnig er rétt að skoða nær í tíma. Fiskveiðiárin 1998/1999 og 1999/2000 voru veidd 165 þús. tonn umfram aflareglu eftir að endurmat á stærð veiðistofns hafði farið fram sem er 48% umfram. Það virtist ekki koma að sök því nýliðun á þessum árum var í sögulegum hæðum á hinu 22 ára tímabili. Er það nema von að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um ofsafenginn niðurskurð sé gagnrýnd? Stjórn LS telur að stærð hrygningarstofns og þróun nýliðunar undanfarinna ára sé ekki með óeðlilegum hætti og gefi því ekki tilefni til að boðaður niðurskurður komi til framkvæmda 1. september nk. Þvert á móti hafi uppbygging stofnsins gengið vel á síðastliðnum árum og hann sé afar sterkur um þessar mundir.
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð |
15.8.2007 | 21:30
Kvótinn
Landssamband smábátaeigenda Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu LS fundar með forsætisráðherraÍ dag áttu forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda fund með forsætisráðherra Geir H. Haarde vegna boðaðrar kvótaskerðingar í þorski. Á fundinum lagði LS áherslu á að upplýsa ráðherra um hin gríðarlegu áhrif sem niðurskurður veiðiheimilda hefur á smábátaútgerðina. Áætlað er að aflaverðmæti smábáta minnki um 4 milljarða vegna ákvörðunarinnar. Þar vegur þorskurinn þyngst um 2,8 milljarðar, ýsa um 1,1 og steinbítur um 25 milljónir. Á sl. fiskveiðiári var heildarafli smábáta 80.666 tonn. Þorskur 54% aflans, ýsa 29%, steinbítur 8%, ufsi 4,5% og aðrar tegundir 4,5%. Af þessari aflasamsetningu er ljóst að ákvörðun stjórnvalda að skerða veiðiheimildir í þorski um þriðjung kemur mjörg hart niður á félagsmönnum í LS. LS kynnti forsætisráðherra gagnrýni sína á tillögur Hafrannsóknastofnunar og fór yfir forsendur félagsins um að næstu þrjú árin skuli árleg veiði af þorski vera 220 þús. tonn. Forsætisráðherra sagði engar líkur á að ákvörðuninni yrði breytt. Einstök fyrirtæki væru nú þegar byrjuð að skipuleggja sig m.t.t. hinnar breyttu stöðu. Hann sagði Byggðastofnun vera ætlað stórt hlutverk í að aðstoða einstaka útgerðir, unnið væri að útfærslu um það atriði. Þar er mat LS að fundurinn hafi verið gagnlegur og tekist hafi að koma sjónarmiðum smábátaeigenda á framfæri og til umhugsunar hjá forsætisráðherra |
15.8.2007 | 21:27
Ég er ekki viss um að eyjamenn séu hrifnir af þessu
Stjórn LS vill skilyrða útflutning við vigtun hér heima
Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var á Ísafirði 26. og 27. júlí sl. var m.a. rætt um ákvörðun sjávarútvegsráðherra að afnema 10% álag á fisk sem fluttur er óunninn á erlendan markað.
Á fundinum var lýst yfir stuðningi við ákvörðun ráðherra svo framarlega sem útflutningurinn væri skilyrtur með vigtun hér heima.
Í máli einstakra stjórnarmanna kom fram að með vigtun hér heima væri eitt allri tortryggni um að rétt væri staðið að málum jafnframt sem fleirum gæfist tækifæri til að kaupa fiskinn.
9.8.2007 | 09:31
Vonandi verður hægt að bjóða upp á Lunda á næsta ári.
Þorskverndun nær hámarki - reglugerðarlokun á handfæri
Sjávarútvegsráðuneytið hefur fallist á beiðni Hafrannsóknastofnunar um reglugerðarlokun á handfæri. Svæðið sem um ræðir er á Látragrunni en þar hafa nokkrir bátar verið á veiðum í sumar.
Mælingar á þorskafla þeirra hafa leitt í ljós að meira en 25% af fiskinum er styttri en 55 cm sem eru viðmiðunarmörk Hafrannsóknastofnunar varðandi lokun svæða.
Við umrætt svæði á Látragrunni liggja til grundvallar þrjár skyndilokanir.
Nr. 99 gilti frá 2. júlí til 16. júlí.
Sjá nánar: http://www.hafro.is/images/upload/099-07.pdf
Nr. 100 stækkaði lokunarsvæðið í austur og gilti frá 3. júlí til 17. júlí.
Sjá nánar: http://www.hafro.is/images/upload/100-07.pdf
Nr. 107 lokaði nánast sama svæði og nr. 99 tímabilið 17. júlí til 31. júlí.
Sjá nánar: http://www.hafro.is/images/upload/107-07.pdf
Reglugerðarlokunin sem nær til allra handfæraveiða á svæði suður af Látrabjargi tók gildi í gær, 31. júlí og gildir í óákveðinn tíma.
Sjá nánar:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=056f8cd8-b4d3-46d8-acb5-86bfb015d437
Ástæða þess að hér er fjallað svo ítarlega um veiðibannið er sú að um einsdæmi er að ræða. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið beitt reglugerð við verndun smáfisks vegna handfæraveiða eingöngu. Þorskverndun Hafrannsóknastofnunar virðist því hafa náð hærri hæðum en áður eru dæmi um.
Félagsmaður sem hafði samband við skrifstofuna sagði aðspurður um lokunina:
Mér er til efs um að nokkur önnur friðunaraðgerð geti toppað þetta. Þeir hjá Hafró og sjávarútvegsráðuneytinu eiga skilið að vera sæmdir orðu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Í ræðustúf sem fluttur væri vegna tilefnisins væri lögð áhersla á hina miklu ábyrgð, kjark, þor og framsýni sem orðuhafar sýndu með ákvörðun sinn að stöðva hinar stórhættulegu handfæraveiðar sem hamlað hafa uppbyggingu þorskstofnsins!
Því er við að bæta að þorskafli á handfæri er í sögulegu lágmarki. Færri en nokkru sinni stunda veiðarnar og stefnir aflinn nú í að verða sá minnsti í sögu handfæraveiða.
Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu höfðu veiðst fjögur þúsund tonn af þorski á handfæri það sem af er fiskveiðiárinu en allt árið í fyrra varð aflinn 5.866 tonn.
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð af síðunni.
Fullt nafn:
Netfang:
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Naf