Klukk

Ester bloggvinkona klukkaði mig.

1. Fæddur í Keflavík 1964, en alinn upp í Vestmannaeyjum.

2. Einn sonur, þrjár dætur, tvær kisur, einn árabátur og sjö tonna trilla.

3. Helstu áhugamál eru: útivera (fjallgöngur), fisk- og lundaveiðar, og er enn í boltanum, þrátt fyrir árin og gráu hárin.

4. Uppáhalds málsháttur: Þeir fiska sem róa og margt smátt gerir eitt stórt.

5. Finnst gott að fá mér í glas, en ekki of mikið, því ég nenni ekki að vera þunnur.

6. Uppáhaldstónlist: AC/DC, Bítlarnir, Led Zeppelin, Vivaldi, Pink Floyd, Rammstein og öll góð Íslensk tónlist.

7. Hef ekki misst úr Þjóðhátíð í 30 ár og ætla að mæta núna. Allir bloggvinir velkomnir í tjaldið.

8. Minnisstæðustu atvik á æfinni: Versta, eldgosið 1973 - besta, fæðing barnanna minna.

Ég ætla að klukka Hönnu Birnu, Svartfugl, Sigurjón Þórðar., Grétar Pétur, Helgi Gunnars. og hjásvæfuna, tildutórs. Eru ekki 6 nóg? 


Eyjamenn í mikilli vörn

Hvernig segja menn  í boltanum :Sókn er besta vörnin, erfitt þegar skuldir eru miklar og kassinn hugsanlega tómur eftir kvótaskerðinguna.

mbl.is Stjórn Vinnslustöðvarinnar vekur athygli hluthafa á ákvæðum tilboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn

12. júlí 2007 :

Krókur ályktar – Hafrannsóknastofnun ekki starfi sínu vaxinn

Fyrr í dag kom stjórn Strandveiðifélagsins KRÓKS saman til fundar og ræddi skerðingu á veiðiheimildum í þorski sem kemur til framkvæmda 1. september nk.

Í ályktun sem send var sjávarútvegsráðherra kemur fram að stjórn KRÓKS lýsir hryggð sinni yfir ákvörðun hans um skerðingu þorskaflans um þriðjung – heil 60 þúsund tonn.

Þá mótmælir stjórn KRÓKS harðlega „óskiljanlegri aðferðafræði“ sjávarútvegsráðherra „að hunsa skoðanir sjómanna. Ákvörðunin tekur alfarið mið af sjónarmiði Hafrannsóknastofnunar sem sýnt hefur með tillögum sínum og yfirlýsingum undanfarin aldarfjórðung að hún er ekki starfi sínu vaxinn um ráðgjöf um þorskveiðar.“

 

 


Kvótinn ( tekið af heimasíðu LS )

11. júlí 2007 :

LÍÚ hjakkar í sama hjólfarinu – allt trillukörlum að kenna

Þeim er ekki viðbjargandi blessuðum forsvarsmönnum stórútgerðarinnar.
Rannsóknir þeirra hafa leitt í ljós að „slæmt“ ástand þorskstofnsins er trillukarlinum um að kenna, hann er blóraböggullinn.
Þeir sem veiða með umhverfisvænum veiðafærum línu og handfærum eru þrjótarnir sem eru að ganga að þorskstofninum dauðum.

Á heimasíðu þeirra í gær er fjallað um þennan háska

http://www.liu.is/news.asp?id=161&news_ID=586&type=one

og þess getið að á sl. fiskveiðiári hafi mismunur á því sem tekið var úr auðlindinni og því sem fært var inn í talnagrunn Hafrannsóknastofnunar verið 2.300 tonn hjá línu- og handfærabátum.
Sérstaklega hlýtur að muna um 300 tonnin hjá handfærabátunum, 0,15% þoskaflans, í þessum efnum.

Í niðurlagi fréttarinnar er lögð áhersla á mismunina sem þetta felur í sér.

 

 


Smá kvörtun vegna Fréttablaðsins

Í Vestmannaeyjum búa liðlega 4000 manns, í dag eru liðnar nákvæmlega tvær vikur, síðan ég fékk Fréttablaðið síðast, þrátt fyrir að fara reglulega í þær verslanir, þar sem blaðið fæst. Ekki veit ég hverstu mörg eintök koma til Vestmannaeyja, en leyfi mér að giska á að þau séu vel innan við 500. Veit einhver hversu mörg blöð koma til eyja? Svo er spurning fyrir þá, sem kaupa reglulega dýrar auglýsingar í þessu blaði, hvort að þeir aðilar geri sér grein fyrir því, að t.d. í Vestmannaeyjum fái jafnvel ekki nema önnurhver fjölskylda blaðið. Gaman væri að heyra frá fleirum, sem hafa lent í því sama.

IBV 0-FH 3 (bikarkeppnin)

Fyrri hálfleikur var ágætur hjá eyjamönnum, en eftir að FHingar skoruðu fyrsta markið, var aldrei spurning, hvoru megin sigurðinn yrði, heldur hversu stór. Það var slæmt fyrir ÍBV að vanta tvo lykilmenn, en eins og vanalega þá er aðal hausverkur liðsins, hversu bitlaust það er fyrir framan mark andstæðinganna.

Framundan er erfiður útileikir móti Fjölni.

ÁFRAM ÍBV.


Klám eða hvað?

Það vakti athygli mína viðtal við einn af þessum svokölluðu erótísku dönsurum í þættinum Ísland í dag í gær, þar sem að upplýst var að aðalástæða hennar fyrir þessari vinnu var að borga píanókennslu fyrir dóttur sína. Þegar fréttamaður innti dótturina eftir því, hvað henni fyndist um atvinnu móður sinnar, brustu þær báðar í grát. En svo sagði þó dóttirin að móðir sín gæti alltaf dansað með augun lokuð.

Einnig vakti athygli mína frétt um hina 23 ára gömlu kynlífssölukonu, sem hafði auglýst á netinu, þar sem gefin voru upp verð fyrir hverskonar þjónustu. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að sérstaklega þessi seinni er ekki á eigin vegum. Að mínu mati eru þarna að verki einhverskonar glæpahringir að kanna möguleika á nyjum mörkuðum.

Maður leyfir sér að velta því fyir sér, hvaða hörmungar bakgrunnur og ástæður liggja fyrir atvinnu þessara kvenna. Stór spurning hvort að við Íslendingar séum tilbúnir til að takast á við svoleiðis glæpahringi, og þá fyrst og fremst, hvernig við getum aðstoðað svona fólk við að losna undan hugsanlega einhverskonar nauðarsamningi við glæpahringi.

Meira seinna. 


Það er verst að kvótaleigan gefur 100% meiri hagnað heldur en vinnslan


mbl.is Skora á kvótaeigendur í Eyjum að sýna samfélagslega ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna sem mun eingu skila

= fýkur burt í næsta roki.

mbl.is Sáning hafin á Landeyjasandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goslokahátíðin

Goslokahátíðin var í gærkvöldi og í nótt. Í Blíðukró var boðið upp á heitan mat og bollu. Mæting var ágæt. Einnig var boðið upp á gítarspil og söng. Grétar Mar tók þátt í þessu með okkur og segist sjaldan eða aldrei hafa skemmt sér svona vel, og er ákveðinn í að koma á Þjóðhátíðina.

P/S Slapp við að vera borinn heim. Halo


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband