Kvótinn

Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Hafró að verði farið eftir tillögum þeirra, þá munum við vera farinn að veiða allt að 300.000 tonn af þorski árið 2018. Mín skoðun á þessu er einföld. Lít á þetta sem hreina þvælu og vitleysu eins og reyndar allt þetta kerfi. Gallarnir og götin á þessu kvótakerfi gera það að verkum að kerfi sem býður upp á það, að leiguverð af þorskkílói sé mun hærra heldur en gangverð á t.d. smáum þorski býður bara upp á frekara brottkast og kvótasvindl eins og sést hefur í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu. Einnig má benda á þau hrapallegu mistök að hafa tegundir eins og löngu, keilu og skötusel í kvóta. Tegundir sem að lifa góðu lífi á t.d. þorskhrognum meðan hrygningartíminn er. Bara það, sem hér er upp talið mun að mínu mati verða til þess að Hafró muni aldrei aftur leggja til meiri þorskkvóta heldur en 130.000 tonn. Meira seinna.

Upppantað fyrir bíla í Herjólf

Vonandi reddast það með aukaferðinni í nótt, það er orðið löngu ljóst að við þurfum að fá stærra og gangmeira skip, því fyrr, því betra. Nýjustu fréttir af samningarviðræðum milli ríkisins og Eimskips, benda til þess, að samningar munu hugsanlega ekki nást um fleiri aukaferðir. Vonandi verður það ekki til þess að hækka fargjöldin. Það er áberandi hvað fólki sem kemur í helgarferðir til Vestmannaeyja, bregður mikið, þegar það gerir sér grein fyrir því, hvað þetta kostar mikið. Það er krafa okkar, að ríkið viðurkenni Herjólf, sem þjóðveginn okkar allra og setji meira fjármagn í að niðurgreiða fargjöldin. Spurning hvort að heimafólk sem neyðist til að fara þessa leið eigi ekki að borga mun lægra gjald, heldur en fólk sem er bara á ferðalagi?

ÍBV 1 Þróttur 4

Einhver skelfilegasta byrjun á leik eyjamanna í sumar, eftir 25 mínútur var staðan Hjörtur Hjartarson 3 ÍBV 0( reyndar var þriðja markið mistök línuvarðar enda sáu allir á vellinum rangstöðuna nema hann) eftir þessa hörmungar byrjun jafnaðist leikurinn og ef einvað var þá voru eyjamenn mun sterkari aðilinn enn mörkinn telja og eins og vanalega virðast eyjamönnum oft allgerlega fyrirmunað að skora. Staðan í deildinni er alveg skír, ef ÍBV ætlar upp í haust þá má liðið ekki tapa fleiri stigum á heimavelli og þarf að sækja nokkur stig á útivelli. ÁFRAM ÍBV.

Þar fóru aukaferðirnar fyrir lítið

Kemur ekki á óvart

mbl.is Slitnar upp úr viðræðum um aukaferðir Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir með mínu fólki

PS, kannski ættum við bara að fara í röðina og heimta ÁL eyjar.

mbl.is Frjálslyndir ítreka vilja um svipað aflamark og frjálsar handfæraveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lundinn

Fór í Lunda í dag, veðrið var rétt=AU 16til18 metrar. Talsvert var af fugli og veiddi ég vel eða 200 Lunda. Mikið var af ungfugli í veiðinni og er það gott, eina áhyggju efnið var að lítið sást af Lunda með  æti í nefinu en það kemur vonandi seinna. Útlitið fyrir sumarið get ég ekki metið eftir þessa fyrstu veiðiferð en þetta kemur allt í ljós. Meira seinna.

Þetta kvótakerfi er sennilega það skelfilegasta og versta kvótakerfi sem nokkurntíman hefur verið fundið upp, hvað þá unnið eftir

Angry

6. júlí 2007 :

Sjávarútvegsráðherra ákveður 130 þús. tonn

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið heildarafla fyrir komandi fiskveiðiár. Ráðherra ákvað að fara að tillögu Hafrannsóknastofnunar í þorski, leyft verður að veiða 130 þús. tonn. Ákvörðunin felur í sér skerðingu um þriðjung.

Skerðing er einnig í öðrum tegundum sem smábátar veiða, ýsa fer niður um 4,8%, verður 100.000 tonn, ufsi um 6,3%, verður 75.000 tonn og steinbítur 3,8%, verður 12.500 tonn.

 

Sjá nánar fréttatilkynningu:

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/forsida/nr/1440

Þitt svar. Vinsamlega s


Nóg til af ýsukvóta

5. júlí 2007 :

Fátt bendir til að ýsukvótinn náist

Þegar tæpir 2 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu eru 30% af veiðiheimildum í ýsu ónýttar. Alls má veiða á fiskveiðiárinu 111.596 tonn en af því eru tæp 10 þús. tonn sem færð voru milli ára.

Krókaaflamarksbátar eru búnir að veiða 17 þús. tonn og eiga eftir 5.260 tonn sem jafngildir 23% af leyfilegum ýsuafla.

Í aflamarkskerfinu er búið að veiða 61 þús. tonn. Óveidd eru 28 þús. tonn eða 32%.


Kvótinn ( tekið af LS )

4. júlí 2007 :

„Skortur á fagmennsku"

Fyrir skömmu kom út Brimfaxi, félagsblað LS og kennir þar ýmissa grasa. Eins og við var að búast snýst efni blaðsins þó að stórum hluta um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir komandi fiskveiðiár. Í blaðinu er t.d. rakið tal stjórnarmanna LS af fundi með Hafrannsóknastofnunnni hinn 5. júní s.l. Að loknum þeim fundi ítrekaði stjórnin fyrri áskoranir sínar til sjávarútvegsráðherra um að gefa út 220 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski til a.m.k. þriggja ára.

Hér skal sérstaklega vakin athygli á grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing, „Aflaráðgjöf Hafró ber vott um fádæma skort á fagmennsku og sjálfsgagnrýni".

Í greininni gagnrýnir Jón Hafrannsóknastofnunina harkalega og færir sterk rök fyrir máli sínu. Togararallið er þar ekki undanskilið og nefnir hann dæmi um hvers konar markleysa slík aðferðafræði getur verið með dæmi af togararalli af Flæmska hattinum:

„Reiknað var út frá svæðinu sem varpan fór yfir, afla á togtíma og heildarsókn. Þá fékkst að rækjustofninn væri 25 þús tonn og væri ekki í frásögu færandi nema að aflinn var 50 þúsund tonn á ári og a.m.k. 5 árgangar í veiðinni. Þetta mat var notað við ráðgjöfina sem annað hvort var að hætta veiðum eða halda þeim í lágmarki. Árin 1995-2004 voru veidd 300 þús tonn umfram ráðgjöf og ekkert lát á afla, um 50 þús tonn á ári".

Lesendur eru hvattir til að kynna sér þessi skrif Jóns Krstjánssonar fiskifræðings.

WWW.fiski.com og www.fiski.blog.is


Goslokahátíðin er um helgina

Í Blíðukró verður boðið uppá gítarspil og gól á laugardagskvöldinu 7. júlí. Ætlunin er að einbeita sér að Bítlunum. Þar ætla ég, vinir mínir og ættingjar að hittast og eiga góða stund saman. Einnig er öllum frjálslyndum í Vestmannaeyjum boðið að kíkja við, enda ætlar þingmaðurinn okkar, Grétar Mar Jónsson að vera á svæðinu. Og að sjálfsögðu er öllum bloggvinum boðið líka. Helgi Tórshamar ætlar að mæta með gítarinn og Steini Steina ætlar að syngja og hver veit, nema Rasmus verður tekinn þegar líður á nóttina.

P/S Burðarmenn óskast til að bera eigandann að krónni heim, þegar líður á nóttina, enda róið stíft að undanförnu. Tounge 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband